Afleiðingar COVID-19 fyrir heimabúandi einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra Hulda Sveinsdóttir og Friðný B. Sigurðardóttir skrifa 24. nóvember 2020 12:34 Kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur breytt lífi margra og haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ekki síst fyrir heimabúandi fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í upphafi faraldursins lokuðu mörg samfélög á þjónustu eins og dagþjálfanir veita og enn eru takmarkanir í þjónustu til að forðast útbreiðslu COVID-19. Það sem á ætíð við um heilabilunarsjúkdóma er að það að gera ekki neitt er alltaf versti kosturinn. Sjúkdómurinn felur í sér hnignun og til að hægja á henni er mikilvægt að vera virkur og taka þátt í daglegu lífi og markvisst að örva og viðhalda andlegri og líkamlegri færni. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu dönsku Alzheimersamtakanna eru afleiðingarnar COVID-19 alvarlegar fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Samkvæmt dönsku skýrslunni hefur þriðjungi fólks með heilabilun hrakað líkamlega á tímum COVID-19 og hjá fjórða hverjum sýna niðurstöður versnandi minni og að hæfileikinn til að tjá sig hefur farið aftur. Hjá einstaklingum með heilabilun er töluverð hætta á að um varanlega skerðingu sé að ræða. Andlegt heilsufar versnaði hjá helmingi aðstandenda vegna COVID-19. Niðurstöðurnar eru í takti við athuganir sem gerðar hafa verið í öðrum löndum um áhrif Kórónu faraldursins á fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í dönsku rannsókninni kemur einnig fram að þriðji hver einstaklingur með heilabilun hefur upplifað einangrun og fjórði hver aðstandandi hefur upplifað sig einmana. Einmanaleiki hefur neikvæð áhrif á andlegt heilbrigði hjá bæði einstaklingnum sjálfum og aðstandendum. Líkurnar á að lífsgæði skerðist eru sex til sjö sinnum meiri ef heilsufar versnar hjá fólki með heilabilun og ef aðstandendur eru einmana. Fjórði hver aðstandandi einangraði sig af ótta við að smitast af COVID 19 og áttundi hver fór ekki til læknis, sjúkraþjálfara eða annað. Fjórir af hverjum tíu aðstandendum upplifðu meiri ágreining við einstaklinginn og nærri sex af hverjum tíu upplifðu sig úrvinda af þreytu og höfðu því minni getu til að annast hinn veika. Þriðja hver fjölskylda upplifði skerðingu á þjónustu frá sveitarfélögum í Danmörku þar sem dregið var úr þjónustu frá heimahjúkrun og heimaþjónustu vegna Kórónu faraldursins. Fjórar af hverjum tíu fjölskyldum upplifðu að sértækar dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilun lokuðu. Það hafði í för með sér hnignun á hreyfifærni, hæfileikinn til að tjá sig og eiga í samskiptum fór versnandi. Lífsgleði dalaði almennt og fimmta hver fjölskylda fékk ekki reglubundnar heimsóknir frá heilabilunarráðgjafa eins og venjan er í Danmörku. Dagþjálfanir gegna mikilvægu hlutverki gagnvart fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Til að viðhalda færni og draga úr þróun sjúkdómsins eins lengi og kostur er hjá fólki með heilabilun og til að hvíla aðstandendur getur aðgangur að dagþjálfun því verið afgerandi. Fram til þessa hafa Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) haft að leiðarljósi að halda þjónustu dagþjálfunar opinni þrátt fyrir að heimsfaraldurinn hafi geisað. Ýtrustu sóttvarna hefur verið gætt og enn sem komið er hefur ekkert smit komið upp. Vegna samkomutakmarkana hefur þurft að fækka dögum hjá hluta skjólstæðinga og eins hafa sumir notendur ákveðið að fara í sjálfskipaða sóttkví og aðrir verið á úthringi lista og fengið stuðning starfsfólks dagþjálfunar. Reynt hefur verið að halda starfseminni opinni með takmörkunum sem settar hafa verið af yfirvöldum. Allt skipulag hjá ÖA miðar að því að vinna gegn mögulegum neikvæðum afleiðingum, halda starfsemi og lífinu sem eðlilegustu fyrir notendur og fjölskyldur þeirra, minnka ótta og kvíða og viðhalda virkni til. Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi á ÖA Friðný B. Sigurðardóttir, forstöðumaður stoðþjónustu ÖA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur breytt lífi margra og haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ekki síst fyrir heimabúandi fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í upphafi faraldursins lokuðu mörg samfélög á þjónustu eins og dagþjálfanir veita og enn eru takmarkanir í þjónustu til að forðast útbreiðslu COVID-19. Það sem á ætíð við um heilabilunarsjúkdóma er að það að gera ekki neitt er alltaf versti kosturinn. Sjúkdómurinn felur í sér hnignun og til að hægja á henni er mikilvægt að vera virkur og taka þátt í daglegu lífi og markvisst að örva og viðhalda andlegri og líkamlegri færni. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu dönsku Alzheimersamtakanna eru afleiðingarnar COVID-19 alvarlegar fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Samkvæmt dönsku skýrslunni hefur þriðjungi fólks með heilabilun hrakað líkamlega á tímum COVID-19 og hjá fjórða hverjum sýna niðurstöður versnandi minni og að hæfileikinn til að tjá sig hefur farið aftur. Hjá einstaklingum með heilabilun er töluverð hætta á að um varanlega skerðingu sé að ræða. Andlegt heilsufar versnaði hjá helmingi aðstandenda vegna COVID-19. Niðurstöðurnar eru í takti við athuganir sem gerðar hafa verið í öðrum löndum um áhrif Kórónu faraldursins á fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í dönsku rannsókninni kemur einnig fram að þriðji hver einstaklingur með heilabilun hefur upplifað einangrun og fjórði hver aðstandandi hefur upplifað sig einmana. Einmanaleiki hefur neikvæð áhrif á andlegt heilbrigði hjá bæði einstaklingnum sjálfum og aðstandendum. Líkurnar á að lífsgæði skerðist eru sex til sjö sinnum meiri ef heilsufar versnar hjá fólki með heilabilun og ef aðstandendur eru einmana. Fjórði hver aðstandandi einangraði sig af ótta við að smitast af COVID 19 og áttundi hver fór ekki til læknis, sjúkraþjálfara eða annað. Fjórir af hverjum tíu aðstandendum upplifðu meiri ágreining við einstaklinginn og nærri sex af hverjum tíu upplifðu sig úrvinda af þreytu og höfðu því minni getu til að annast hinn veika. Þriðja hver fjölskylda upplifði skerðingu á þjónustu frá sveitarfélögum í Danmörku þar sem dregið var úr þjónustu frá heimahjúkrun og heimaþjónustu vegna Kórónu faraldursins. Fjórar af hverjum tíu fjölskyldum upplifðu að sértækar dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilun lokuðu. Það hafði í för með sér hnignun á hreyfifærni, hæfileikinn til að tjá sig og eiga í samskiptum fór versnandi. Lífsgleði dalaði almennt og fimmta hver fjölskylda fékk ekki reglubundnar heimsóknir frá heilabilunarráðgjafa eins og venjan er í Danmörku. Dagþjálfanir gegna mikilvægu hlutverki gagnvart fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Til að viðhalda færni og draga úr þróun sjúkdómsins eins lengi og kostur er hjá fólki með heilabilun og til að hvíla aðstandendur getur aðgangur að dagþjálfun því verið afgerandi. Fram til þessa hafa Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) haft að leiðarljósi að halda þjónustu dagþjálfunar opinni þrátt fyrir að heimsfaraldurinn hafi geisað. Ýtrustu sóttvarna hefur verið gætt og enn sem komið er hefur ekkert smit komið upp. Vegna samkomutakmarkana hefur þurft að fækka dögum hjá hluta skjólstæðinga og eins hafa sumir notendur ákveðið að fara í sjálfskipaða sóttkví og aðrir verið á úthringi lista og fengið stuðning starfsfólks dagþjálfunar. Reynt hefur verið að halda starfseminni opinni með takmörkunum sem settar hafa verið af yfirvöldum. Allt skipulag hjá ÖA miðar að því að vinna gegn mögulegum neikvæðum afleiðingum, halda starfsemi og lífinu sem eðlilegustu fyrir notendur og fjölskyldur þeirra, minnka ótta og kvíða og viðhalda virkni til. Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi á ÖA Friðný B. Sigurðardóttir, forstöðumaður stoðþjónustu ÖA
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun