Segir myndefni af lokun tjaldbúða í París vera sláandi og heitir rannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 13:57 Til átaka kom á milli lögregluþjóna annarsvegar og aðgerðasinna og farand- og flóttamanna hins vegar. AP/Alexandra Henry Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, hefur fyrirskipað innri rannsókn á aðgerðum lögreglunnar gegn farand- og flóttafólki í París í gærkvöldi. Lögregluþjónar fjarlægðu tjaldbúðir sem búið var að reisa á torgi í austurhluta borgarinnar og ráðherrann segir myndefni af vettvangi vera sláandi. Lögreglan segir tjalbúðirnar hafa verið reistar í leyfisleysi af sjálfboðaliðum og aðgerðasinnum og að torgið hafi þess vegna verið rýmt og hald lagt á tjöld þeirra sem héldu til þar. Myndbönd sýna lögregluþjóna beita táragasi gegn íbúum um 500 tjalda, sem voru flestir menn frá Afganistan, samkvæmt frétt France24. Einnig sýnir myndefni lögregluþjóna draga fólk í burtu í tjöldum og jafnvel slá til íbúa búðanna og aðgerðasinna. Tjaldbúðirnar voru reistar í mótmælaskyni eftir að sambærilegum búðum annarsstaðar í París hafði verið lokað.AP/Alexandra Henry AP fréttaveitan hefur eftir sjálfboðaliðum að lögregluþjónar hafi tekið tjöld upp og hrist fólk úr þeim. Þá hafi verið sparkað í mennina og þeir barðir með kylfum. Darmanin hét því að gera niðurstöður rannsóknarinnar opinberar. Búðirnar höfðu í raun verið settar upp af aðgerðasinnum í mótmælum gegn því að sambærilegum búðum annarsstaðar í borginni var lokað í síðustu viku. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 um aðgerðirnar. Þar er meðal annars rætt við íbúa tjaldbúðanna sem segjast eingöngu vilja þak yfir höfuðið. Aðgerðirnar hafa fengið mikla athygli og þá að miklum hluta vegna frumvarps sem greiða á atkvæði um á franska þinginu í dag. Því frumvarp er ætlað að auka valdheimildir og vernd lögregluþjóna. Meðal annars gerir frumvarpið það ólöglegt að birta myndefni af lögregluþjónum, í þeim tilgangi að valda þeim skaða. Frumvarpinu hefur verið harðlega mótmælt og er sagt koma niður á réttindum borgara og fjölmiðla. Yfirvöld segja hins vegar að frumvarpinu sé ætlað að vernda lögregluþjóna gegn áköllum um ofbeldi á netinu. PARIS - Tensions en cours : intervention musclée des forces de l ordre pour déloger les réfugiés. pic.twitter.com/248pO7xx4V— Clément Lanot (@ClementLanot) November 23, 2020 Frakkland Flóttamenn Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, hefur fyrirskipað innri rannsókn á aðgerðum lögreglunnar gegn farand- og flóttafólki í París í gærkvöldi. Lögregluþjónar fjarlægðu tjaldbúðir sem búið var að reisa á torgi í austurhluta borgarinnar og ráðherrann segir myndefni af vettvangi vera sláandi. Lögreglan segir tjalbúðirnar hafa verið reistar í leyfisleysi af sjálfboðaliðum og aðgerðasinnum og að torgið hafi þess vegna verið rýmt og hald lagt á tjöld þeirra sem héldu til þar. Myndbönd sýna lögregluþjóna beita táragasi gegn íbúum um 500 tjalda, sem voru flestir menn frá Afganistan, samkvæmt frétt France24. Einnig sýnir myndefni lögregluþjóna draga fólk í burtu í tjöldum og jafnvel slá til íbúa búðanna og aðgerðasinna. Tjaldbúðirnar voru reistar í mótmælaskyni eftir að sambærilegum búðum annarsstaðar í París hafði verið lokað.AP/Alexandra Henry AP fréttaveitan hefur eftir sjálfboðaliðum að lögregluþjónar hafi tekið tjöld upp og hrist fólk úr þeim. Þá hafi verið sparkað í mennina og þeir barðir með kylfum. Darmanin hét því að gera niðurstöður rannsóknarinnar opinberar. Búðirnar höfðu í raun verið settar upp af aðgerðasinnum í mótmælum gegn því að sambærilegum búðum annarsstaðar í borginni var lokað í síðustu viku. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 um aðgerðirnar. Þar er meðal annars rætt við íbúa tjaldbúðanna sem segjast eingöngu vilja þak yfir höfuðið. Aðgerðirnar hafa fengið mikla athygli og þá að miklum hluta vegna frumvarps sem greiða á atkvæði um á franska þinginu í dag. Því frumvarp er ætlað að auka valdheimildir og vernd lögregluþjóna. Meðal annars gerir frumvarpið það ólöglegt að birta myndefni af lögregluþjónum, í þeim tilgangi að valda þeim skaða. Frumvarpinu hefur verið harðlega mótmælt og er sagt koma niður á réttindum borgara og fjölmiðla. Yfirvöld segja hins vegar að frumvarpinu sé ætlað að vernda lögregluþjóna gegn áköllum um ofbeldi á netinu. PARIS - Tensions en cours : intervention musclée des forces de l ordre pour déloger les réfugiés. pic.twitter.com/248pO7xx4V— Clément Lanot (@ClementLanot) November 23, 2020
Frakkland Flóttamenn Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira