Covid-19 flæðir yfir Miðvesturríkin: „Okkur líður eins og við séum að drukkna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 22:06 Heilbrigðisstarfsfólk á spítala í Madison í Wisconsin. AP/John Hart Eftir að hafa leikið borgir og þéttbýl svæði Bandaríkjanna grátt hefur tilfellum Covid-19 fjölgað mjög á strjálbýlli svæðum Bandaríkjanna. Þar eru spítalar og heilbrigðsstofnanir oftar en ekki vanbúnar til þess að taka á móti mörgum veikum sjúklingum í einu. Læknir í Wisconson-ríki segir að sér og öðrum vinnufélögum hans líði eins og þeir séu að drukkna. Frá þessu er greint í ítarlegri úttekt Reuters á stöðu kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Þar kemur meðal annars fram eftir viðtöl við fjölda heilbrigðisstarfsmanna og embættismanna í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sé ljóst að þar sé sár þörf fyrir fleiri sjúkrarúm og annað búnað á spítölum, ásamt heilbrigðisstarfsfólki, sérfræðingum og hjúkrunarfræðingum ekki síst. Covid-19 tilfellum fer fjölgandi í Bandaríkjunum en mesti vöxturinn er í Miðvesturríkjunum svokölluðu, tólf ríkjum frá Ohio til Dakota-ríkjanna beggja. Þar eru tilfelli tvöfalt fleiri en annars staðar en í Bandaríkjunum og sé hoft til tímabilsins frá júní til nóvember hafa tilfellin tuttugufaldast. Heilbrigðisstarfsfólk þar segir í samtali við Reuters að flestar sjúkrastofnanir séu fullar eða nærri því fullar. Mætt sé eftispurn eftir sjúkraþjónustu með því að umbreyta deildum í Covid-deildir og starfsfólk beðið um að vinna lengri vinnudaga. Glíma við það að fólk sé í afneitun gagnvart Covid-19 Í grein Reuters er meðal annars rætt við Alison Schwartz, lækni í Wisconsin sem segir að það sé algengt að sjúklingar og aðstandendur þeirra séu í afneitun þegar kemur að Covid-19. Segir hún frá einum sjúklingi sem hafi neitað að trúa því að Covid-19 væri lífshættulegur sjúkdómur. Hann lést af völdum sjúkdómsins. Fjölskylda hans vildi ekki viðurkenna að hann hafi látist af völdum Covid-19, þar sem þau trúa því ekki að Covid-19 geti dregið fólk til dauða. Hún segir samstarfsfólk sitt vera uppgefið, erfitt sé að fá þá sem hafi ekki trú á alvarleika kórónuveirufaraldursins til þess að breyta hegðun sinni. „Það halda allir áfram með líf sitt, en okkur líður eins og við séum að drukkna,“ segir Schwartz. Lesa má úttekt Reuters hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Eftir að hafa leikið borgir og þéttbýl svæði Bandaríkjanna grátt hefur tilfellum Covid-19 fjölgað mjög á strjálbýlli svæðum Bandaríkjanna. Þar eru spítalar og heilbrigðsstofnanir oftar en ekki vanbúnar til þess að taka á móti mörgum veikum sjúklingum í einu. Læknir í Wisconson-ríki segir að sér og öðrum vinnufélögum hans líði eins og þeir séu að drukkna. Frá þessu er greint í ítarlegri úttekt Reuters á stöðu kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Þar kemur meðal annars fram eftir viðtöl við fjölda heilbrigðisstarfsmanna og embættismanna í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sé ljóst að þar sé sár þörf fyrir fleiri sjúkrarúm og annað búnað á spítölum, ásamt heilbrigðisstarfsfólki, sérfræðingum og hjúkrunarfræðingum ekki síst. Covid-19 tilfellum fer fjölgandi í Bandaríkjunum en mesti vöxturinn er í Miðvesturríkjunum svokölluðu, tólf ríkjum frá Ohio til Dakota-ríkjanna beggja. Þar eru tilfelli tvöfalt fleiri en annars staðar en í Bandaríkjunum og sé hoft til tímabilsins frá júní til nóvember hafa tilfellin tuttugufaldast. Heilbrigðisstarfsfólk þar segir í samtali við Reuters að flestar sjúkrastofnanir séu fullar eða nærri því fullar. Mætt sé eftispurn eftir sjúkraþjónustu með því að umbreyta deildum í Covid-deildir og starfsfólk beðið um að vinna lengri vinnudaga. Glíma við það að fólk sé í afneitun gagnvart Covid-19 Í grein Reuters er meðal annars rætt við Alison Schwartz, lækni í Wisconsin sem segir að það sé algengt að sjúklingar og aðstandendur þeirra séu í afneitun þegar kemur að Covid-19. Segir hún frá einum sjúklingi sem hafi neitað að trúa því að Covid-19 væri lífshættulegur sjúkdómur. Hann lést af völdum sjúkdómsins. Fjölskylda hans vildi ekki viðurkenna að hann hafi látist af völdum Covid-19, þar sem þau trúa því ekki að Covid-19 geti dregið fólk til dauða. Hún segir samstarfsfólk sitt vera uppgefið, erfitt sé að fá þá sem hafi ekki trú á alvarleika kórónuveirufaraldursins til þess að breyta hegðun sinni. „Það halda allir áfram með líf sitt, en okkur líður eins og við séum að drukkna,“ segir Schwartz. Lesa má úttekt Reuters hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira