Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 14:15 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í Reykjavík en borgin hefur endurmetið fjárþörf sína vegna faraldurs kórónuveiru. Elín Björg Guðmundsdóttir Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. Í umsögninni er ítrekað að fjármálasvið borgarinnar telji núverandi stuðning ríkisins við sveitarfélögin vera fjarri því að tryggja fjármögnun mikilvægra verkefna. „Líklegt má telja að þessi vanfjármögnun mun fyrr eða síðar þvinga sveitarfélögin til samdráttar í samfélagslega mikilvægum fjárfestingum og jafnvel niðurskurðar í viðkvæmri og lögskyldri þjónustu,“ segir í umsögninni. Í umsögn borgarinnar segir að vanfjármögnun muni líklega á endanum knýja sveitarfélög til að draga úr þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt greiningu borgarinnar þurfa sveitarfélögin að minnsta kosti fimmtíu milljarða króna stuðning á þessu ári og því næsta vegna áhrifa Covid-19. Í umsögninni kemur fram að ný greining bendi til þess að tekjufall borgarsjóðs vegna faraldursins nemi alls um 12,5 milljörðum króna. Útgjöld borgarinnar hafi aukist verulega af sömu ástæðum, eða um 2,6 milljarða króna. Áhrifin í heild eru því metin á rúmlega 15 milljarða króna á þessu ári. Þessi fjárhæð hefur hækkað talsvert, en í umsögn borgarinnar við fjárlagafrumvarpið er stuðningsþörf borgarinnar metin á um 11,1 milljarð króna. Þá er gert ráð fyrir um 12 milljarða króna stuðningsþörf á næsta ári. Alls er fjárþörfin því metin á um 27 milljarða króna á þessu ári og því næsta. Þingflokkur Samfylkingarinnar stendur að baki tillögunni.vísir/stefán Lítill sem enginn stuðningur Borgin segir áformað 670 milljóna króna framlag til Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk alls ekki duga til. Sama gildi um áformuð framlög vegna fjárhagsaðstoðar sem nemi um 720 milljónum króna. „Þarna þarf að bæta um betur. Það er mat Reykjavíkurborgar að fjármálalega áfallið mælt í krónum á hvern íbúa verði mest og þyngst í Reykjavík og þetta mat er stutt í nýrri greiningu starfshóps sveitarstjórnarráðherra. Þrátt fyrir það beinist lítill sem enginn stuðningur til borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir í umsögn borgarinnar. Í umsögn segir að Reykjavíkurborg styðji þingsályktunartillöguna, sem Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, lagði fram, enda sé hún til þess fallin að „ríkisstjórnin beiri sér fyrir tímabærum aðgerðum í þágu sveitarfélaga landsins.“ Í tillögunni er meðal annars lagt til að aukin fjárútlát sveitarfélaga vegna viðbragða við faraldrinum verði bætt, t.d. í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. Í umsögninni er ítrekað að fjármálasvið borgarinnar telji núverandi stuðning ríkisins við sveitarfélögin vera fjarri því að tryggja fjármögnun mikilvægra verkefna. „Líklegt má telja að þessi vanfjármögnun mun fyrr eða síðar þvinga sveitarfélögin til samdráttar í samfélagslega mikilvægum fjárfestingum og jafnvel niðurskurðar í viðkvæmri og lögskyldri þjónustu,“ segir í umsögninni. Í umsögn borgarinnar segir að vanfjármögnun muni líklega á endanum knýja sveitarfélög til að draga úr þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt greiningu borgarinnar þurfa sveitarfélögin að minnsta kosti fimmtíu milljarða króna stuðning á þessu ári og því næsta vegna áhrifa Covid-19. Í umsögninni kemur fram að ný greining bendi til þess að tekjufall borgarsjóðs vegna faraldursins nemi alls um 12,5 milljörðum króna. Útgjöld borgarinnar hafi aukist verulega af sömu ástæðum, eða um 2,6 milljarða króna. Áhrifin í heild eru því metin á rúmlega 15 milljarða króna á þessu ári. Þessi fjárhæð hefur hækkað talsvert, en í umsögn borgarinnar við fjárlagafrumvarpið er stuðningsþörf borgarinnar metin á um 11,1 milljarð króna. Þá er gert ráð fyrir um 12 milljarða króna stuðningsþörf á næsta ári. Alls er fjárþörfin því metin á um 27 milljarða króna á þessu ári og því næsta. Þingflokkur Samfylkingarinnar stendur að baki tillögunni.vísir/stefán Lítill sem enginn stuðningur Borgin segir áformað 670 milljóna króna framlag til Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk alls ekki duga til. Sama gildi um áformuð framlög vegna fjárhagsaðstoðar sem nemi um 720 milljónum króna. „Þarna þarf að bæta um betur. Það er mat Reykjavíkurborgar að fjármálalega áfallið mælt í krónum á hvern íbúa verði mest og þyngst í Reykjavík og þetta mat er stutt í nýrri greiningu starfshóps sveitarstjórnarráðherra. Þrátt fyrir það beinist lítill sem enginn stuðningur til borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir í umsögn borgarinnar. Í umsögn segir að Reykjavíkurborg styðji þingsályktunartillöguna, sem Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, lagði fram, enda sé hún til þess fallin að „ríkisstjórnin beiri sér fyrir tímabærum aðgerðum í þágu sveitarfélaga landsins.“ Í tillögunni er meðal annars lagt til að aukin fjárútlát sveitarfélaga vegna viðbragða við faraldrinum verði bætt, t.d. í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira