Aron stefnir á að fara til Þýskalands eða Bandaríkjanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2020 23:15 Aron í leik með bandaríska landsliðinu. vísir/epa Aron Jóhannsson, framherji sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby, stefnir ekki á að vera áfram í Svíþjóð þegar samningur hans rennur út í janúar. Aron, sem á að baki 19 landsleiki fyrir bandaríska landsliðið, stefnir á að reyna fyrir sér í MLS-deildinni þar í landi eða þýsku úrvalsdeildinni. Þessi þrítugi framherji ræddi við íþróttavefinn ESPN í dag og fór þar framtíðaráform sín. Hann lék með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni en var mikið frá vegna meiðsla. Það heillar að snúa þangað aftur. In an interview with @SebiSalazarFUT , #usmnt forward Aron Johannsson says he ll leave Hammarby in January, and is exploring MLS and Bundesliga options. https://t.co/WokUUotS0O— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) November 25, 2020 „Eftir að tímabilinu lýkur er útlit fyrir að ég muni fara frá Hammarby. Veit ekki nákvæmlega hvert en eins og staðan er núna mun ég yfirgefa félagið í janúar. Frá því að ég yfirgaf Þýskaland hefur mér fundist ég þurfa að fara þangað aftur og sýna hvað í mér býr. Sanna að ég sé nægilega góður til að spila þar í landi.“ Aron er í dag fjórði markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur skorað 12 mörk í 22 leikjum á leiktíðinni. Framherjinn er laus við meiðsli í dag og skoðar einnig að snúa aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur eins og áður sagði leikið 19 leiki fyrir landslið Bandaríkjanna og gert í þeim fjögur mörk. „Hef alltaf sagt að markmið mitt sé að spila í MLS-deildinni. Ég hef mikinn áhuga á deildinni og mig hefur dreymt um að spila í henni í langan tíma,“ sagði Aron að lokum við ESPN. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Aron Jóhannsson, framherji sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby, stefnir ekki á að vera áfram í Svíþjóð þegar samningur hans rennur út í janúar. Aron, sem á að baki 19 landsleiki fyrir bandaríska landsliðið, stefnir á að reyna fyrir sér í MLS-deildinni þar í landi eða þýsku úrvalsdeildinni. Þessi þrítugi framherji ræddi við íþróttavefinn ESPN í dag og fór þar framtíðaráform sín. Hann lék með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni en var mikið frá vegna meiðsla. Það heillar að snúa þangað aftur. In an interview with @SebiSalazarFUT , #usmnt forward Aron Johannsson says he ll leave Hammarby in January, and is exploring MLS and Bundesliga options. https://t.co/WokUUotS0O— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) November 25, 2020 „Eftir að tímabilinu lýkur er útlit fyrir að ég muni fara frá Hammarby. Veit ekki nákvæmlega hvert en eins og staðan er núna mun ég yfirgefa félagið í janúar. Frá því að ég yfirgaf Þýskaland hefur mér fundist ég þurfa að fara þangað aftur og sýna hvað í mér býr. Sanna að ég sé nægilega góður til að spila þar í landi.“ Aron er í dag fjórði markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur skorað 12 mörk í 22 leikjum á leiktíðinni. Framherjinn er laus við meiðsli í dag og skoðar einnig að snúa aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur eins og áður sagði leikið 19 leiki fyrir landslið Bandaríkjanna og gert í þeim fjögur mörk. „Hef alltaf sagt að markmið mitt sé að spila í MLS-deildinni. Ég hef mikinn áhuga á deildinni og mig hefur dreymt um að spila í henni í langan tíma,“ sagði Aron að lokum við ESPN.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira