Agnar Smári: Erfitt að viðurkenna að maður sé með þennan sjúkdóm Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 26. nóvember 2020 21:00 Agnar Smári í leik með Val. Vísir/Bára Agnar Smári Jónsson var gestur Svövu Kristínar Grétarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar opnar hann sig um átröskun en hann hefur glímt við sjúkdóminn undanfarin sex ár. Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals í Olís deild karla í handbolta, var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar opnar Agnar Smári sig um átröskun sem hann hefur glímt við undanfarin sex ár, segir hann sjúkdóminn „tabú“ karlmönnum. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Floppaði í atvinnmennsku Agnar Smári, er tvöfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍBV ásamt því að fagnað deildarmeistaratitli Olís deildarinnar með bæði ÍBV og Val. Agnar Smári, reyndi fyrir sér í atvinnumennsku árið 2015. Hann skrifaði þá undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Mors-Thy. Stoppaði hann þó stutt við í Danmörku og sneri aftur heim til Vestmannaeyja, á láni til ÍBV. Agnar Smári í leik með ÍBV á sínum tíma.vísir/vilhelm Eftir erfiðan tíma í atvinnumennsku reyndi Agnar Smári að snúa við blaðinu, fór óhefðbundnar leiðir sem leiddu til þess að hann hefur nú glímt við átröskun síðustu sex ár „Ég dett í svona maníur [Innskot: Oflæti] og ætla bara að bomba mér í form. Það eru ótrúlega margir sem spyrja mig út í það af hverju ég sé svona mikið jó-jó.“ „Það er skrítið að segja þetta í sjónvarpi. Kem frá Danmörku, nýbúinn að floppa í atvinnumennsku þar og ég byrja að æla. Síðustu sex ár er ég búinn að vera að berjast við búlimíu [Innskot: Lotugræðgi] mjög mikla búlimíu,“ sagði Agnar Smári, sem var þarna að opna sig um sjúkdóminn opinberlega í fyrsta sinn. „Ég kom heim með skottið á milli lappanna. Ég og þjálfarinn náðum ekki vel saman og ég fór að leita í mat úti. Ég kom aðeins þyngri heim og hef alltaf átt auðvelt með að æla. Svo gerist þetta bara hægt og rólega að ég fór að æla eftir að hafa borðað.“ „Það er erfitt að sannfæra sjálfan sig að maður sé með þennan sjúkdóm, maður hugsar alltaf „svona kemur ekki fyrir mig,“ bætti Agnar við um þennan erfiða sjúkdóm. Þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi „Þegar þú ert í íþróttum er ógeðslega mikið hugsað um líkamlegt ástand, sem ég skil alveg. Auðvitað er pressa að vera í góðu formi en þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi.“ Agnar Smári segir vandamálið algengara en margir gera sér grein fyrir og að umræðan um átröskun hjá karlmönnum sé ekki nægilega hávær. „Það er byggð svo mikil ímynd á karlmenn og kvenmenn í íþróttaheimi að þú eigir að vera svona og svona. Það sem mér finnst vanta er tal um heilbrigt líferni,“ sagði Agnar að endingu. Klippa: Agnar Smári opnar sig um átröskun Íslenski handboltinn Handbolti Valur Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals í Olís deild karla í handbolta, var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar opnar Agnar Smári sig um átröskun sem hann hefur glímt við undanfarin sex ár, segir hann sjúkdóminn „tabú“ karlmönnum. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Floppaði í atvinnmennsku Agnar Smári, er tvöfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍBV ásamt því að fagnað deildarmeistaratitli Olís deildarinnar með bæði ÍBV og Val. Agnar Smári, reyndi fyrir sér í atvinnumennsku árið 2015. Hann skrifaði þá undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Mors-Thy. Stoppaði hann þó stutt við í Danmörku og sneri aftur heim til Vestmannaeyja, á láni til ÍBV. Agnar Smári í leik með ÍBV á sínum tíma.vísir/vilhelm Eftir erfiðan tíma í atvinnumennsku reyndi Agnar Smári að snúa við blaðinu, fór óhefðbundnar leiðir sem leiddu til þess að hann hefur nú glímt við átröskun síðustu sex ár „Ég dett í svona maníur [Innskot: Oflæti] og ætla bara að bomba mér í form. Það eru ótrúlega margir sem spyrja mig út í það af hverju ég sé svona mikið jó-jó.“ „Það er skrítið að segja þetta í sjónvarpi. Kem frá Danmörku, nýbúinn að floppa í atvinnumennsku þar og ég byrja að æla. Síðustu sex ár er ég búinn að vera að berjast við búlimíu [Innskot: Lotugræðgi] mjög mikla búlimíu,“ sagði Agnar Smári, sem var þarna að opna sig um sjúkdóminn opinberlega í fyrsta sinn. „Ég kom heim með skottið á milli lappanna. Ég og þjálfarinn náðum ekki vel saman og ég fór að leita í mat úti. Ég kom aðeins þyngri heim og hef alltaf átt auðvelt með að æla. Svo gerist þetta bara hægt og rólega að ég fór að æla eftir að hafa borðað.“ „Það er erfitt að sannfæra sjálfan sig að maður sé með þennan sjúkdóm, maður hugsar alltaf „svona kemur ekki fyrir mig,“ bætti Agnar við um þennan erfiða sjúkdóm. Þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi „Þegar þú ert í íþróttum er ógeðslega mikið hugsað um líkamlegt ástand, sem ég skil alveg. Auðvitað er pressa að vera í góðu formi en þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi.“ Agnar Smári segir vandamálið algengara en margir gera sér grein fyrir og að umræðan um átröskun hjá karlmönnum sé ekki nægilega hávær. „Það er byggð svo mikil ímynd á karlmenn og kvenmenn í íþróttaheimi að þú eigir að vera svona og svona. Það sem mér finnst vanta er tal um heilbrigt líferni,“ sagði Agnar að endingu. Klippa: Agnar Smári opnar sig um átröskun
Íslenski handboltinn Handbolti Valur Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira