Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2020 20:18 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir deiluna á erfiðum stað. Vísir/Vilhelm Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segist hafa lagt mjög hart að báðum samninganefndum að samþykkja tilboðið. Samninganefndirnar sátu á fundi í Karphúsinu í tíu tíma í dag, án árangurs. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir í samtali við Vísi hafa metið stöðuna þannig að gera yrði allt hvað deiluaðilar gætu til að ná saman, í ljósi þess að neyðarástand ríki vegna verkfallsins, þar sem engin björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar er til taks í tvo sólarhringa frá miðnætti. Segir Aðalsteinn að sér hafi fundist hann verða að leggja fram sáttatillögu, svokallaða innanhústillögu. „Megindrættirnir í innanhústillögunni voru þeir að núgildandi kjarasamningur flugvirkja yrði framlengdur til 31. desember 2021, til lok næsta árs. Það þýðir að sú tenging sem þeir hafa við aðalkjarasamning Flugvirkjafélagsins við Icelandair myndi halda sér, ekki yrði hróflað við henni. Þeir fengu síðan sömu hækkun og er í aðalkjarasamningi flugvirkja Icelandair,“ segir Aðalsteinn. Segist hann hafa lagt hart að samninganefndum beggja aðila að samþykkja tillöguna, en sáttatillagan hafi ekki hlotið hljómgrunn hjá Flugvirkjafélaginu. Þyrla Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið boðað til annars fundar í kjaradeilunni. „Nú sátum við í tíu tíma í dag og ég reyndi þetta vegna þess að á þessari neyðarstundu þá ná samningsaðilar ekki saman. Til þess að við setjumst niður aftur þarf að vera einhver flötur eða vísbending um að samkomulag geti náðst. Í augnablikinu er enginn slíkur þráður til að spinna,“ segir Aðalsteinn. Hann muni þó áfram vera í þéttu sambandi við samninganefndirnar til að kanna hvort afstaðan breytist. Það blasir þá við að þessi deila er á erfiðum stað? „Já, þetta er á mjög erfiðum stað.“ Verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hefur staðið yfir frá því þann 5. nóvember en þrátt fyrir viðræður undanfarna daga hafa viðræður skilað litlu. Vinnustöðvunin hefur meðal annars haft þau áhrif að engin björgunarþyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá miðnætti vegna viðhaldsvinnu sem þarf að sinna. Verkföll 2020 Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Hefur ekki gert upp við sig hvort hún haldi áfram sem formaður „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segist hafa lagt mjög hart að báðum samninganefndum að samþykkja tilboðið. Samninganefndirnar sátu á fundi í Karphúsinu í tíu tíma í dag, án árangurs. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir í samtali við Vísi hafa metið stöðuna þannig að gera yrði allt hvað deiluaðilar gætu til að ná saman, í ljósi þess að neyðarástand ríki vegna verkfallsins, þar sem engin björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar er til taks í tvo sólarhringa frá miðnætti. Segir Aðalsteinn að sér hafi fundist hann verða að leggja fram sáttatillögu, svokallaða innanhústillögu. „Megindrættirnir í innanhústillögunni voru þeir að núgildandi kjarasamningur flugvirkja yrði framlengdur til 31. desember 2021, til lok næsta árs. Það þýðir að sú tenging sem þeir hafa við aðalkjarasamning Flugvirkjafélagsins við Icelandair myndi halda sér, ekki yrði hróflað við henni. Þeir fengu síðan sömu hækkun og er í aðalkjarasamningi flugvirkja Icelandair,“ segir Aðalsteinn. Segist hann hafa lagt hart að samninganefndum beggja aðila að samþykkja tillöguna, en sáttatillagan hafi ekki hlotið hljómgrunn hjá Flugvirkjafélaginu. Þyrla Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið boðað til annars fundar í kjaradeilunni. „Nú sátum við í tíu tíma í dag og ég reyndi þetta vegna þess að á þessari neyðarstundu þá ná samningsaðilar ekki saman. Til þess að við setjumst niður aftur þarf að vera einhver flötur eða vísbending um að samkomulag geti náðst. Í augnablikinu er enginn slíkur þráður til að spinna,“ segir Aðalsteinn. Hann muni þó áfram vera í þéttu sambandi við samninganefndirnar til að kanna hvort afstaðan breytist. Það blasir þá við að þessi deila er á erfiðum stað? „Já, þetta er á mjög erfiðum stað.“ Verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hefur staðið yfir frá því þann 5. nóvember en þrátt fyrir viðræður undanfarna daga hafa viðræður skilað litlu. Vinnustöðvunin hefur meðal annars haft þau áhrif að engin björgunarþyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá miðnætti vegna viðhaldsvinnu sem þarf að sinna.
Verkföll 2020 Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Hefur ekki gert upp við sig hvort hún haldi áfram sem formaður „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59
Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45
Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20
Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41