Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2020 20:20 Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. VÍSIR/VILHELM Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Sara Björk ræddi við RÚV eftir leikinn og sjá má viðtalið í heild sinni inn á íþróttavef RÚV. „Þetta var gjörsamlega svart og hvítt. Þetta var ótrúlega slakur fyrir hálfleikur. Vorum eftir á í öllu, návígi og pressu. Náðum ekki einu sinni að halda bolta innan liðs. Fundum þannig séð engar leiðir. Vorum búnar að tala um það að fá boltana út á kantana, fá fyrirgjafir, samt vorum við alltaf að missa boltann og náðum ekki að senda á samherja. Þetta var gjörsamlega skelfilegt,“ sagði Sara Björk um slakan fyrri hálfleik Íslands. „Við snerum blaðinu við í seinni hálfleik og sýndum ótrúlegan karakter,“ bætti hún svo við. Ísland kemst í 2-1!!! Ísland fær vítaspyrnu, Söru Björk tekst ekki að skora en dómarinn lætur endurtaka spyrnuna þar sem markvörður Slóvaka var kominn af marklínunni. Sara skorar úr seinni tilrauninni! Það var lagið! pic.twitter.com/sccGJEk2fh— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 Sara Björk kom Íslandi yfir með marki úr vítaspyrnu. Eftir að markvörður Slóvakíu varði víti Söru var hún heppin en dómari leiksins taldi markvörð heimaliðsins hafa stigið af línunni og því spyrnan tekin að nýju. Þá skoraði Sara af öryggi. Hún bætti svo við þriðja markinu, einnig úr vítaspyrnu. „Það var hrikalega slappt víti hjá mér í fyrra vítinu. Ég er búin að bíða eftir því að fá vítaspyrnu í þessari undankeppni og svo fæ ég þrjár vítaspyrnur í einum leik. Það var sætt að geta skorað úr seinni tveimur spyrnunum.“ Já já já já!!! 3-1! Sara Björk bætir við öðru marki sínu úr vítaspyrnu í kvöld. pic.twitter.com/sA9FVWm0M5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 “Karakterinn í liðinu, að snúa þessu við eftir svona slakan fyrri hálfleik sýnir hugarfarið og getuna í liðinu. Við erum einu skrefi nær markmiðinu okkar,“ sagði Sara að lokum. Eftir sigur kvöldsins er Ísland í 2. sæti með 16 stig eftir sjö leiki. Stelpurnar okkar mæta svo Ungverjalandi ytra þann 1. desember. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Sjá meira
Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Sara Björk ræddi við RÚV eftir leikinn og sjá má viðtalið í heild sinni inn á íþróttavef RÚV. „Þetta var gjörsamlega svart og hvítt. Þetta var ótrúlega slakur fyrir hálfleikur. Vorum eftir á í öllu, návígi og pressu. Náðum ekki einu sinni að halda bolta innan liðs. Fundum þannig séð engar leiðir. Vorum búnar að tala um það að fá boltana út á kantana, fá fyrirgjafir, samt vorum við alltaf að missa boltann og náðum ekki að senda á samherja. Þetta var gjörsamlega skelfilegt,“ sagði Sara Björk um slakan fyrri hálfleik Íslands. „Við snerum blaðinu við í seinni hálfleik og sýndum ótrúlegan karakter,“ bætti hún svo við. Ísland kemst í 2-1!!! Ísland fær vítaspyrnu, Söru Björk tekst ekki að skora en dómarinn lætur endurtaka spyrnuna þar sem markvörður Slóvaka var kominn af marklínunni. Sara skorar úr seinni tilrauninni! Það var lagið! pic.twitter.com/sccGJEk2fh— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 Sara Björk kom Íslandi yfir með marki úr vítaspyrnu. Eftir að markvörður Slóvakíu varði víti Söru var hún heppin en dómari leiksins taldi markvörð heimaliðsins hafa stigið af línunni og því spyrnan tekin að nýju. Þá skoraði Sara af öryggi. Hún bætti svo við þriðja markinu, einnig úr vítaspyrnu. „Það var hrikalega slappt víti hjá mér í fyrra vítinu. Ég er búin að bíða eftir því að fá vítaspyrnu í þessari undankeppni og svo fæ ég þrjár vítaspyrnur í einum leik. Það var sætt að geta skorað úr seinni tveimur spyrnunum.“ Já já já já!!! 3-1! Sara Björk bætir við öðru marki sínu úr vítaspyrnu í kvöld. pic.twitter.com/sA9FVWm0M5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 “Karakterinn í liðinu, að snúa þessu við eftir svona slakan fyrri hálfleik sýnir hugarfarið og getuna í liðinu. Við erum einu skrefi nær markmiðinu okkar,“ sagði Sara að lokum. Eftir sigur kvöldsins er Ísland í 2. sæti með 16 stig eftir sjö leiki. Stelpurnar okkar mæta svo Ungverjalandi ytra þann 1. desember.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Sjá meira
Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26