Virkaði vel að vera ekki kjúklingahaus Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2020 13:00 Höfuð Björgvins Páls Gústavssonar er ekki frábrugðið öðrum mannshöfðum. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður í handbolta, ræddi um öndunaræfingar og óvenjuleg skilaboð frá þjálfara sínum í viðtali vegna HM í Egyptalandi í janúar. Björgvin Páll hefur verið tíður gestur á stórmótum undanfarin tólf ár eftir að hafa fyrst farið með landsliðinu á Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum HM í Egyptalandi kveðst Björgvin einmitt eiga kærustu minningarnar frá Peking, enda vann íslenska liðið til silfurverðlauna. Í svörum Björgvins kemur meðal annars fram að hann tippi á að Norðmaðurinn Sander Sagosen verði markahæstur á HM í Egyptalandi, og að hann telji heimamenn líklegasta til að koma á óvart á mótinu: „Ég elska hvernig þeir spila,“ segir Björgvin. Öndunaræfingarnar hjálpa mikið Hann var beðinn um að nefna óvanalega aðferð sem hann notaði til undirbúnings, sem hefði skilað árangri: „Það óvenjulegasta sem ég geri, nánast á hverjum degi, eru öndunaræfingar. Ég hef hugsað mikið um öndunina, fyrir leiki og æfingar, á æfingum og eftir æfingar. Það er óvenjulegt að æfa öndun sem handboltamaður, en það hefur hjálpað mér mikið í gegnum árin eftir því sem ég hef lært betur að stjórna önduninni,“ segir Björgvin. "My @HSI_Iceland goalkeeping coach told me not to be a chicken head, that was a fun expression, but I played well in the game so I don't think I was a chicken head"Our exclusive interview with @BjoggiGustavs before #Egypt2021 is here #Egypt2021 pic.twitter.com/lv98snpfey— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) November 24, 2020 Þegar hann er svo rukkaður um sögu af einhverju óvenjulegu sem sagt hefði verið við hann í leikhléi, en virkað vel, svarar Björgvin léttur: „Fyrir þremur árum sagði markmannsþjálfarinn minn, Roland Eradze, mér að vera ekki kjúklingahaus. Mér fannst þetta skondin skilaboð en ég spilaði vel í þessum leik og við unnum, svo að ég held að ég sé ekki kjúklingahaus.“ HM í handbolta fer fram dagana 13.-31. janúar, en því hefur reyndar verið mótmælt að mótið skuli fara fram á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisar. Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó og er fyrsti leikurinn við Portúgal fimmtudagskvöldið 14. janúar. HM 2021 í handbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Björgvin Páll hefur verið tíður gestur á stórmótum undanfarin tólf ár eftir að hafa fyrst farið með landsliðinu á Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum HM í Egyptalandi kveðst Björgvin einmitt eiga kærustu minningarnar frá Peking, enda vann íslenska liðið til silfurverðlauna. Í svörum Björgvins kemur meðal annars fram að hann tippi á að Norðmaðurinn Sander Sagosen verði markahæstur á HM í Egyptalandi, og að hann telji heimamenn líklegasta til að koma á óvart á mótinu: „Ég elska hvernig þeir spila,“ segir Björgvin. Öndunaræfingarnar hjálpa mikið Hann var beðinn um að nefna óvanalega aðferð sem hann notaði til undirbúnings, sem hefði skilað árangri: „Það óvenjulegasta sem ég geri, nánast á hverjum degi, eru öndunaræfingar. Ég hef hugsað mikið um öndunina, fyrir leiki og æfingar, á æfingum og eftir æfingar. Það er óvenjulegt að æfa öndun sem handboltamaður, en það hefur hjálpað mér mikið í gegnum árin eftir því sem ég hef lært betur að stjórna önduninni,“ segir Björgvin. "My @HSI_Iceland goalkeeping coach told me not to be a chicken head, that was a fun expression, but I played well in the game so I don't think I was a chicken head"Our exclusive interview with @BjoggiGustavs before #Egypt2021 is here #Egypt2021 pic.twitter.com/lv98snpfey— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) November 24, 2020 Þegar hann er svo rukkaður um sögu af einhverju óvenjulegu sem sagt hefði verið við hann í leikhléi, en virkað vel, svarar Björgvin léttur: „Fyrir þremur árum sagði markmannsþjálfarinn minn, Roland Eradze, mér að vera ekki kjúklingahaus. Mér fannst þetta skondin skilaboð en ég spilaði vel í þessum leik og við unnum, svo að ég held að ég sé ekki kjúklingahaus.“ HM í handbolta fer fram dagana 13.-31. janúar, en því hefur reyndar verið mótmælt að mótið skuli fara fram á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisar. Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó og er fyrsti leikurinn við Portúgal fimmtudagskvöldið 14. janúar.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira