Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2020 12:51 Flugvirkjar að störfum við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag. Þetta gerði hún eftir að ekki náðust samningar á maraþonfundi deiluaðila í Karphúsinu í gær þar sem sáttatillögu ríkissáttasemjara var hafnað af flugvirkjum. Reikna má með að lögin verði samþykkt á Alþingi en þau fela það meðal annars í sér að samninganefndirnar fá frest til 4. janúar til þess að ná samningum, annars fer deilan fyrir Gerðardóm. Litlar líkur á að samningar náist fyrir frestinn „Mjög litlar líkur á því,“ segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélagsins, aðspurður í samtali við Vísi hvort einhverjar líkur séu á því að samningar náist fyrir 4. janúar. Þá segir hann ómögulegt að segja til um hver niðurstaða Gerðardóms verði, fari deilan þangað. Eins og komið hefur fram á Vísi lögðu flugvirkjar til að samið yrði til þriggja ára og tenging kjarasamnings flugvirkja við kjarasamning flugvirkja hjá Icelandair myndi halda sér út þann tíma. Ríkissáttasemjari lagði til að gildandi kjarasamningur myndi framlengjast um eitt ár og studdi samninganefnd ríkisins þá tillögu. Kvarta undan því að ráðherra hafi ekki haft samband Í yfirlýsingu frá stjórn Flugvirkjafélagsins vegna lagasetningarinnar segir að það sé mat stjórnarinnar að deilan snúist aðeins um eitt af hálfu ríkisins, það að slíta tengingu við þann samningsgrunn sem flugvirkjar landhelgisgæslunnar hafi við aðra samninga Flugvirkjafélagsins. „Ríkið er með lögunum að aðstoða sjálft sig við samningagerð og það er aðeins eitt sem vakir fyrir, það er að koma flugvirkjum Landhelgisgæslunnar út úr samningsumhverfi Flugvirkjafélags Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um lagasetninguna í morgun.Vísir/Vilhelm Þá furðar stjórnin sig á því að Áslaug Arna hafi ekki sett sig í samband við flugvirkja til þess að kynna sér þeirra hlið á deilunni. „Ráðherra hefur ekki á neinu stigi málsins haft samband við flugvirkja eða kynnt sér málið út frá sjónarmiðum beggja aðila. Sem er alveg nýtt þegar deilur af þessum toga hafa átt sér stað, þá hafa ráðherrar sett sig í samband og fengið fullan skilning á málinu og tekið svo afstöðu.“ Dómsmálaráðherra sagði í morgun að hún reiknaði með því að flugvirkjarnir sem eru í verkfalli, sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember, geti mætt aftur til starfa í dag, eftir að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi. Verkföll 2020 Kjaramál Vinnumarkaður Alþingi Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00 Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34 Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. 26. nóvember 2020 20:18 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag. Þetta gerði hún eftir að ekki náðust samningar á maraþonfundi deiluaðila í Karphúsinu í gær þar sem sáttatillögu ríkissáttasemjara var hafnað af flugvirkjum. Reikna má með að lögin verði samþykkt á Alþingi en þau fela það meðal annars í sér að samninganefndirnar fá frest til 4. janúar til þess að ná samningum, annars fer deilan fyrir Gerðardóm. Litlar líkur á að samningar náist fyrir frestinn „Mjög litlar líkur á því,“ segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélagsins, aðspurður í samtali við Vísi hvort einhverjar líkur séu á því að samningar náist fyrir 4. janúar. Þá segir hann ómögulegt að segja til um hver niðurstaða Gerðardóms verði, fari deilan þangað. Eins og komið hefur fram á Vísi lögðu flugvirkjar til að samið yrði til þriggja ára og tenging kjarasamnings flugvirkja við kjarasamning flugvirkja hjá Icelandair myndi halda sér út þann tíma. Ríkissáttasemjari lagði til að gildandi kjarasamningur myndi framlengjast um eitt ár og studdi samninganefnd ríkisins þá tillögu. Kvarta undan því að ráðherra hafi ekki haft samband Í yfirlýsingu frá stjórn Flugvirkjafélagsins vegna lagasetningarinnar segir að það sé mat stjórnarinnar að deilan snúist aðeins um eitt af hálfu ríkisins, það að slíta tengingu við þann samningsgrunn sem flugvirkjar landhelgisgæslunnar hafi við aðra samninga Flugvirkjafélagsins. „Ríkið er með lögunum að aðstoða sjálft sig við samningagerð og það er aðeins eitt sem vakir fyrir, það er að koma flugvirkjum Landhelgisgæslunnar út úr samningsumhverfi Flugvirkjafélags Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um lagasetninguna í morgun.Vísir/Vilhelm Þá furðar stjórnin sig á því að Áslaug Arna hafi ekki sett sig í samband við flugvirkja til þess að kynna sér þeirra hlið á deilunni. „Ráðherra hefur ekki á neinu stigi málsins haft samband við flugvirkja eða kynnt sér málið út frá sjónarmiðum beggja aðila. Sem er alveg nýtt þegar deilur af þessum toga hafa átt sér stað, þá hafa ráðherrar sett sig í samband og fengið fullan skilning á málinu og tekið svo afstöðu.“ Dómsmálaráðherra sagði í morgun að hún reiknaði með því að flugvirkjarnir sem eru í verkfalli, sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember, geti mætt aftur til starfa í dag, eftir að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi.
Verkföll 2020 Kjaramál Vinnumarkaður Alþingi Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00 Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34 Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. 26. nóvember 2020 20:18 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09
Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00
Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34
Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. 26. nóvember 2020 20:18