Slakt gengi Juventus heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2020 19:05 Paulo Dybala hefur átt betri daga en í dag. Giuseppe Maffia/Getty Images Álvaro Morata kom gestunum yfir á 21. mínútu með frábæru marki. Hann tók vel við knettinum eftir góða sendingu Federico Chiesa, fíflaði varnarmenn Benevento og skoraði með góðu vinstrifótar skoti niðri í fjærhornið úr þröngu færi. Staðan 1-0 og meistararnir í góðum málum. Það virtist stefna í að Juventus yrði 1-0 yfir hálfleik en Gaetano Letizia jafnaði metin fyrir heimamenn þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegum leiktíma í fyrri hálfleik. 48% - Alvaro Morata has been involved in 48% of the goals scored by Juventus this season (8 goals and 3 assists: 11 out of 23 total goals by the Bianconeri in all competitions). Integration.#BeneventoJuve pic.twitter.com/tSTalM8I2O— OptaPaolo (@OptaPaolo) November 28, 2020 Staðan 1-1 í hálfleik og reyndust það lokatölur leiksins þó ótrúlegt megi virðast. Juventus var 64 prósent með boltann í leiknum og átti alls 16 skot. Aðeins fimm þeirra fóru hins vegar á markið og tókst þeim ekki að knýja fram sigur gegn nýliðunum. Til að gera daginn enn verri þá fékk Morata beint rautt spjald á 97. mínútu leiksins fyrir að rífa kjaft við dómara leiksins. Lokatölur 1-1 og Juventus því aðeins tíu inn á vellinum er flautað var til leiksloka. Juventus er sem stendur með 17 stig í 4. sæti Serie A-deildarinnar, þremur stigum á eftir AC Milan sem á leik til góða. Ítalski boltinn Fótbolti
Álvaro Morata kom gestunum yfir á 21. mínútu með frábæru marki. Hann tók vel við knettinum eftir góða sendingu Federico Chiesa, fíflaði varnarmenn Benevento og skoraði með góðu vinstrifótar skoti niðri í fjærhornið úr þröngu færi. Staðan 1-0 og meistararnir í góðum málum. Það virtist stefna í að Juventus yrði 1-0 yfir hálfleik en Gaetano Letizia jafnaði metin fyrir heimamenn þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegum leiktíma í fyrri hálfleik. 48% - Alvaro Morata has been involved in 48% of the goals scored by Juventus this season (8 goals and 3 assists: 11 out of 23 total goals by the Bianconeri in all competitions). Integration.#BeneventoJuve pic.twitter.com/tSTalM8I2O— OptaPaolo (@OptaPaolo) November 28, 2020 Staðan 1-1 í hálfleik og reyndust það lokatölur leiksins þó ótrúlegt megi virðast. Juventus var 64 prósent með boltann í leiknum og átti alls 16 skot. Aðeins fimm þeirra fóru hins vegar á markið og tókst þeim ekki að knýja fram sigur gegn nýliðunum. Til að gera daginn enn verri þá fékk Morata beint rautt spjald á 97. mínútu leiksins fyrir að rífa kjaft við dómara leiksins. Lokatölur 1-1 og Juventus því aðeins tíu inn á vellinum er flautað var til leiksloka. Juventus er sem stendur með 17 stig í 4. sæti Serie A-deildarinnar, þremur stigum á eftir AC Milan sem á leik til góða.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti