Bráðalæknar á nýrri samskiptamiðstöð „í beinni“ við heilbrigðisstarfsfólk út á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 21:58 Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Vísir/Egill Landspítalinn hefur sett á fót samskiptamiðstöð fjarheilbrigðisþjónustu til að bregðast við því að björgunarflug Landhelgisgæslunnar verður ekki tiltækt um helgina. Læknar í Reykjavík geta aðstoðað heilbrigðisstarfsfólk úti á landi ef bráðatilfelli koma upp. Samskiptamiðstöðin var tekin í gagnið í gær á Landspítalanum í Fossvogi. Verkefninu var flýtt vegna stöðunnar sem kom upp hjá Landhelgisgæslunni þar sem björgunarflug liggur tímabundið niðri vegna verkfallsaðgerða flugvirkja í vikunni. „Markmiðið er að bjóða uppá aukinn stuðning við heilbrigðisstofnanir landsins þegar bráðaatvik koma upp,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Að auki muni Landspítalinn útvega þyrlulæknum Landhelgisgæslunnar ökutæki til að keyra á móts við sjúkrabíla ef bráðatilfelli koma upp út á landi. Jón segir að þjónustan geti til að mynda nýst heilbrigðisstarfsfólki á landsbyggðinni ef og þegar bílslys verður. „Í slíkum tilfellum hafa sjúklingar verið sóttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar. En nú geta heilbrigðisstarfsmenn hringt í sérfræðilækninn okkar og fengið ráð á meðan verið er að koma sjúklingnum á spítala,“ segir Jón. Nýja samskiptamiðstöðin hefur þegar verið tekin í gagnið.Vísir/Egill Þá getur læknir í Reykjavík líka skoðað sjúklinginn eða gögn sem honum tengjast á sama tíma og það er gert út á landi. „Við getum þá skoðað sjúklinginn á sama tíma og heilbrigðisstarfsmaður gerir það út á landi og tekið ákvarðanir með viðkomandi um hvers konar sjúkdómur hrjáir einstaklinginn,“ segir Jón. Jón segir að farið verði að öllum persónuverndarreglum í ferlinu. Boðið verði áfram upp á þjónustuna á spítalanum. „Við vonumst til að þetta sé liður í því að bæta bráðaþjónustu um land allt,“ segir hann að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Öryggi landsmanna ógnað Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. 27. nóvember 2020 09:01 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Samskiptamiðstöðin var tekin í gagnið í gær á Landspítalanum í Fossvogi. Verkefninu var flýtt vegna stöðunnar sem kom upp hjá Landhelgisgæslunni þar sem björgunarflug liggur tímabundið niðri vegna verkfallsaðgerða flugvirkja í vikunni. „Markmiðið er að bjóða uppá aukinn stuðning við heilbrigðisstofnanir landsins þegar bráðaatvik koma upp,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Að auki muni Landspítalinn útvega þyrlulæknum Landhelgisgæslunnar ökutæki til að keyra á móts við sjúkrabíla ef bráðatilfelli koma upp út á landi. Jón segir að þjónustan geti til að mynda nýst heilbrigðisstarfsfólki á landsbyggðinni ef og þegar bílslys verður. „Í slíkum tilfellum hafa sjúklingar verið sóttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar. En nú geta heilbrigðisstarfsmenn hringt í sérfræðilækninn okkar og fengið ráð á meðan verið er að koma sjúklingnum á spítala,“ segir Jón. Nýja samskiptamiðstöðin hefur þegar verið tekin í gagnið.Vísir/Egill Þá getur læknir í Reykjavík líka skoðað sjúklinginn eða gögn sem honum tengjast á sama tíma og það er gert út á landi. „Við getum þá skoðað sjúklinginn á sama tíma og heilbrigðisstarfsmaður gerir það út á landi og tekið ákvarðanir með viðkomandi um hvers konar sjúkdómur hrjáir einstaklinginn,“ segir Jón. Jón segir að farið verði að öllum persónuverndarreglum í ferlinu. Boðið verði áfram upp á þjónustuna á spítalanum. „Við vonumst til að þetta sé liður í því að bæta bráðaþjónustu um land allt,“ segir hann að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Öryggi landsmanna ógnað Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. 27. nóvember 2020 09:01 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09
Öryggi landsmanna ógnað Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. 27. nóvember 2020 09:01