Ólæsir ærslabelgir Karl Gauti Hjaltason skrifar 30. nóvember 2020 17:01 „Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“ Svona sungu Stuðmenn hér um árið. Þegar þeir sungu um menn er rétt að benda á að konur eru líka menn. Karlar eru tæplega helmingur þjóðarinnar og má með ýmsum rökum segja að staða þeirra, félagsleg, andleg og menntunarleg hafi farið síversnandi mörg undanfarin ár. Illa læsir drengir Þriðjungur drengja sem útskrifast úr grunnskóla getur ekki lesið sér til gagns. Í neðri stigum grunnskóla er hlutfallið allt að helmingur. Hermundur Sigmundsson er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann í Þrándheimi í Noregi hefur bent á að hugsanlega sé verið að beita röngum aðferðum við lestrarkennslu. Hver svo sem skýringin er verður ekki við unað. Af hverju stafar brottfall? Brottfall ungra karla úr framhaldsskólum er mikið og sennilega er læsi eða skortur á læsi helsta skýringin. Tölurnar yfir nemendur í Háskóla Íslands eru sláandi en þar eru karlar einungis um 30% nemenda. Hlutfall drengja á aldrinum 10-15 ára sem nota ofvirknilyf hér á landi er 15%, samanborið við 5% í Noregi. Steininn tekur úr þegar tölur yfir vímuefnavanda, afbrot og sjálfsvíg eru skoðuð, þar eru ungir karlmenn í miklum meirihluta. Um langt skeið hefur umræða um hið unga karlkyn verið afar neikvæð. Getur verið að sú umræða hafi áhrif á unglingspilta sem eru að vaxa úr grasi? Þeir finni til vanmáttar og upplifi skömm með kyn sitt og hvatir. Séu óvissir um hlutverk sitt og stöðu? Taka þarf á öllum vanda Með þessu er ekki verið að segja að vandamál kvenna séu léttvægari. Þarfir drengja eru að mörgu leiti aðrar en stúlkna. Strákar þurfa meiri útrás fyrir hreyfi- og sköpunarþörf sína og þeir þurfa að fá tækifæri til að keppast og takast á. Getur verið að stefnubreyting hafi orðið í kennsluháttum eða uppeldi almennt undanfarin ár, drengjum í óhag? Kannski þurfum við að endurskoða samfélagið þegar kemur að uppeldi og kennslu þegar kemur að báðum kynjum. Nútíma samfélag hefur ef til vill þróast um of frá grunnþörfum barnanna og sérstaklega drengja. Ef svo er þarf að endurskoða kerfið, færa það til betra horfs. Leita þarf lausna til aukinnar virkni og menntunar ungra drengja og ungra karla, það mun skila arðbærara þjóðfélagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Alþingiskosningar 2021 Íslenska á tækniöld Karl Gauti Hjaltason Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“ Svona sungu Stuðmenn hér um árið. Þegar þeir sungu um menn er rétt að benda á að konur eru líka menn. Karlar eru tæplega helmingur þjóðarinnar og má með ýmsum rökum segja að staða þeirra, félagsleg, andleg og menntunarleg hafi farið síversnandi mörg undanfarin ár. Illa læsir drengir Þriðjungur drengja sem útskrifast úr grunnskóla getur ekki lesið sér til gagns. Í neðri stigum grunnskóla er hlutfallið allt að helmingur. Hermundur Sigmundsson er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann í Þrándheimi í Noregi hefur bent á að hugsanlega sé verið að beita röngum aðferðum við lestrarkennslu. Hver svo sem skýringin er verður ekki við unað. Af hverju stafar brottfall? Brottfall ungra karla úr framhaldsskólum er mikið og sennilega er læsi eða skortur á læsi helsta skýringin. Tölurnar yfir nemendur í Háskóla Íslands eru sláandi en þar eru karlar einungis um 30% nemenda. Hlutfall drengja á aldrinum 10-15 ára sem nota ofvirknilyf hér á landi er 15%, samanborið við 5% í Noregi. Steininn tekur úr þegar tölur yfir vímuefnavanda, afbrot og sjálfsvíg eru skoðuð, þar eru ungir karlmenn í miklum meirihluta. Um langt skeið hefur umræða um hið unga karlkyn verið afar neikvæð. Getur verið að sú umræða hafi áhrif á unglingspilta sem eru að vaxa úr grasi? Þeir finni til vanmáttar og upplifi skömm með kyn sitt og hvatir. Séu óvissir um hlutverk sitt og stöðu? Taka þarf á öllum vanda Með þessu er ekki verið að segja að vandamál kvenna séu léttvægari. Þarfir drengja eru að mörgu leiti aðrar en stúlkna. Strákar þurfa meiri útrás fyrir hreyfi- og sköpunarþörf sína og þeir þurfa að fá tækifæri til að keppast og takast á. Getur verið að stefnubreyting hafi orðið í kennsluháttum eða uppeldi almennt undanfarin ár, drengjum í óhag? Kannski þurfum við að endurskoða samfélagið þegar kemur að uppeldi og kennslu þegar kemur að báðum kynjum. Nútíma samfélag hefur ef til vill þróast um of frá grunnþörfum barnanna og sérstaklega drengja. Ef svo er þarf að endurskoða kerfið, færa það til betra horfs. Leita þarf lausna til aukinnar virkni og menntunar ungra drengja og ungra karla, það mun skila arðbærara þjóðfélagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun