Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2020 11:46 Natan Helgi var í ellefu daga á spítalanum í Svíþjóð. Aðsend Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. Hulda Dóra Höskuldsdóttir, móðir drengsins, segir son sinn Natan Helga hafa verið fullkomlega heilbrigðan áður en hann fékk Covid-19. Nú sé hann langveikt barn, eins og sakir standa. Talið er að allt að sjötíu börn í Svíþjóð hafi fengið bráðabólguheilkennið. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundinum í dag aðspurður ekki hafa heyrt af slíku tilfelli hér á landi. Þetta væru þó ekki ný tíðindi um bráðabólguheilkenni hjá börnum en hann hafi heyrt af tilfellum í Bandaríkjunum. „Það er vel þekkt að mjög margar sýkingar geta valdið svona einkennum hjá einstaklingum, börnum og jafnvel fullorðnum,“ segir Þórólfur. Hann hafi þó staldrað við fjöldann í Svíþjóð sem honum finnst athyglisverður. Natan er annað barnið sem leggst inn á Södersjukhuset í Stokkhólmi með sjúkdóminn. Lotta Nordenhäll, læknir Natans sem starfar sem gigtar-og barnalæknir, sagði í grein í Læknablaði í Svíþjóð í sumar að tilfellin væru orðin 50. Hulda Dóra segir að þau séu nú 70. Sjúkdómurinn ráðist fyrir og fremst á heilbrigð börn á aldrinum 0-19 ára sem fái Covid-19. Það sé þó mismunandi hversu mikil einkennin verði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 29. nóvember 2020 18:04 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Hulda Dóra Höskuldsdóttir, móðir drengsins, segir son sinn Natan Helga hafa verið fullkomlega heilbrigðan áður en hann fékk Covid-19. Nú sé hann langveikt barn, eins og sakir standa. Talið er að allt að sjötíu börn í Svíþjóð hafi fengið bráðabólguheilkennið. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundinum í dag aðspurður ekki hafa heyrt af slíku tilfelli hér á landi. Þetta væru þó ekki ný tíðindi um bráðabólguheilkenni hjá börnum en hann hafi heyrt af tilfellum í Bandaríkjunum. „Það er vel þekkt að mjög margar sýkingar geta valdið svona einkennum hjá einstaklingum, börnum og jafnvel fullorðnum,“ segir Þórólfur. Hann hafi þó staldrað við fjöldann í Svíþjóð sem honum finnst athyglisverður. Natan er annað barnið sem leggst inn á Södersjukhuset í Stokkhólmi með sjúkdóminn. Lotta Nordenhäll, læknir Natans sem starfar sem gigtar-og barnalæknir, sagði í grein í Læknablaði í Svíþjóð í sumar að tilfellin væru orðin 50. Hulda Dóra segir að þau séu nú 70. Sjúkdómurinn ráðist fyrir og fremst á heilbrigð börn á aldrinum 0-19 ára sem fái Covid-19. Það sé þó mismunandi hversu mikil einkennin verði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 29. nóvember 2020 18:04 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 29. nóvember 2020 18:04