Rannsóknir á heimskautaísnum í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2020 15:27 CryoSat-2, evrópska gervitunglið, ári áður en því var skotið á loft árið 2010. Vísir/EPA Útlit er fyrir að gervihnattamælingar á þykkt íssins og norður- og suðurheimskautinu leggist af um nokkra ára skeið á meðan nýrrar kynslóðar gervitungla er beðið. Útlit er fyrir að gervihnattamælingar á þykkt íssins og norður- og suðurheimskautinu leggist af um nokkra ára skeið á meðan nýrrar kynslóðar gervitungla er beðið. Vísindamenn hafa varað Evrópusambandið og Geimstofnun Evrópu við áhrifunum sem það gæti haft á vöktun með loftslagsbreytingum á heimskautunum. Tvö gervitungl, evrópska geimfarið CryoSat-2 og bandaríski IceSat-2-gervihnötturinn, hafa borið hitann og þungann af rannsóknum á ísbreiðunum á norður- og suðurheimskautinu. Þau svífa yfir bæði heimskautin og eru búin hæðarmælum sem geta numið þykkt íssins. Þannig hafa þau varpað ljósi á hop hafíssins á norðurskautinu og hvernig jöklar á báðum hvelum þynnast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. CryoSat-2 er þegar komið fram yfir þann tíma sem gert var ráð fyrir að gervitunglið yrði í notkun. Því var skotið á loft árið 2010 og átti leiðangur þess upphaflega að standa yfir í þrjú og hálft ár. Vonir standa til að farið endist til ársins 2024 en eyðing rafhlöðu þess og eldsneytisleki þýðir að líftími þess verður ekki mikið lengri. IceSat-2 átti að lifa í þrjú ár þegar honum var skotið á loft árið 2018 en vonast var til að farið gæti starfað í allt að áratug. Breska ríkisútvarpið BBC segir nær öruggt að gervitunglin tvö muni hafa sungið sitt síðasta áður en arftökum þeirra verður skotið á loft. Þannig megi vænta nokkurra ára eyðu í mælingum á heimskautaísnum. Samfella í mælingum er talin afar mikilvæg við rannsóknir á langtímabreytingum á loftslagi. Í bréfi sem hópur vísindamanna hafa skrifað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Geimstofnun Evrópu (ESA) er varað við afleiðingum þess að mælingarnar falli niður tímabundið. Útlit er fyrir að ekkert gervitungl fylgist með heimskautunum með hæðarmælum í tvö til fimm ár. Langtímamæliraðir um ísbreiðurnar og þykkt íssins verði þannig rofnar. Loftslagslíkön muni líða fyrir það. ESA ætlar ekki að skjóta arftaka CryoSat-2 á loft fyrr en 2027 eða 2028 eða jafnvel síðar þar sem Cristal-gervihnötturinn hefur ekki enn verið fjármagnaður að fullu. Stofnunin segir BBC að unnið sé að því hörðum höndum að gera Cristal tilbúinn eins fljótt og auðið verður. Í millitíðinni leggja vísindamennirnir til lausnir til að brúa bilið í mælingum á ísbreiðunum. Þar líta þeir til Ísbrúarinnar, verkefnis sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA stóð fyrir frá því að fyrsta IceSat gervitunglið var tekið úr notkun árið 2010 þar til IceSat-2 fór á loft fyrir tveimur árum. Þar var notast við flugvélar með hæðarmæli sem flugu yfir norður- og suðurheimskautið og söfnuðu takmörkuðum mælingum sem hjálpuðu til við að fylla upp í átta ára langa eyðuna í gervihnattamælingunum. Loftslagsmál Vísindi Tækni Geimurinn Evrópusambandið Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Útlit er fyrir að gervihnattamælingar á þykkt íssins og norður- og suðurheimskautinu leggist af um nokkra ára skeið á meðan nýrrar kynslóðar gervitungla er beðið. Vísindamenn hafa varað Evrópusambandið og Geimstofnun Evrópu við áhrifunum sem það gæti haft á vöktun með loftslagsbreytingum á heimskautunum. Tvö gervitungl, evrópska geimfarið CryoSat-2 og bandaríski IceSat-2-gervihnötturinn, hafa borið hitann og þungann af rannsóknum á ísbreiðunum á norður- og suðurheimskautinu. Þau svífa yfir bæði heimskautin og eru búin hæðarmælum sem geta numið þykkt íssins. Þannig hafa þau varpað ljósi á hop hafíssins á norðurskautinu og hvernig jöklar á báðum hvelum þynnast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. CryoSat-2 er þegar komið fram yfir þann tíma sem gert var ráð fyrir að gervitunglið yrði í notkun. Því var skotið á loft árið 2010 og átti leiðangur þess upphaflega að standa yfir í þrjú og hálft ár. Vonir standa til að farið endist til ársins 2024 en eyðing rafhlöðu þess og eldsneytisleki þýðir að líftími þess verður ekki mikið lengri. IceSat-2 átti að lifa í þrjú ár þegar honum var skotið á loft árið 2018 en vonast var til að farið gæti starfað í allt að áratug. Breska ríkisútvarpið BBC segir nær öruggt að gervitunglin tvö muni hafa sungið sitt síðasta áður en arftökum þeirra verður skotið á loft. Þannig megi vænta nokkurra ára eyðu í mælingum á heimskautaísnum. Samfella í mælingum er talin afar mikilvæg við rannsóknir á langtímabreytingum á loftslagi. Í bréfi sem hópur vísindamanna hafa skrifað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Geimstofnun Evrópu (ESA) er varað við afleiðingum þess að mælingarnar falli niður tímabundið. Útlit er fyrir að ekkert gervitungl fylgist með heimskautunum með hæðarmælum í tvö til fimm ár. Langtímamæliraðir um ísbreiðurnar og þykkt íssins verði þannig rofnar. Loftslagslíkön muni líða fyrir það. ESA ætlar ekki að skjóta arftaka CryoSat-2 á loft fyrr en 2027 eða 2028 eða jafnvel síðar þar sem Cristal-gervihnötturinn hefur ekki enn verið fjármagnaður að fullu. Stofnunin segir BBC að unnið sé að því hörðum höndum að gera Cristal tilbúinn eins fljótt og auðið verður. Í millitíðinni leggja vísindamennirnir til lausnir til að brúa bilið í mælingum á ísbreiðunum. Þar líta þeir til Ísbrúarinnar, verkefnis sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA stóð fyrir frá því að fyrsta IceSat gervitunglið var tekið úr notkun árið 2010 þar til IceSat-2 fór á loft fyrir tveimur árum. Þar var notast við flugvélar með hæðarmæli sem flugu yfir norður- og suðurheimskautið og söfnuðu takmörkuðum mælingum sem hjálpuðu til við að fylla upp í átta ára langa eyðuna í gervihnattamælingunum.
Loftslagsmál Vísindi Tækni Geimurinn Evrópusambandið Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira