Fótbolti

Fær stuðningsyfirlýsingu frá þýska sambandinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Löw íbygginn á svip í tapinu gegn Spánverjum.
Löw íbygginn á svip í tapinu gegn Spánverjum. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Joachim Löw mun stýra þýska landsliðinu á EM þrátt fyrir stormasaman mánuð.

Það hefur ekki gengið sérstaklega hjá þýska landsliðinu í fótbolta að undanförnu. Liðið tapaði m.a. 6-0 fyrir Spánverjum á dögunum.

Rætt hefur því verið og ritað um framtíð þjálfarans, Joachim Löw, en nú hefur þýska sambandið sent frá sér að það er fullt traust á þjálfarann.

„Stjórn þýska sambandsins komst að samkomulagi við Joachim Löw í dag [mánudag] að hann haldi áfram með þýska liðið,“ segir á vef sambandsins.

„Það var mikilvægt fyrir þjálfarann að útskýra stöðuna; tapið gegn Spáni og komandi mánuði fyrir EM. Einn leikur má ekki og mun ekki lýsa stöðu landsliðsins og þjálfarans.“

Löw hefur verið þjálfari þýska landsliðsins frá því árið 2006 en með tapinu gegn Spánverjum misstu þeir þýsku þar af leiðandi af „FinalFour“ í Þjóðadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×