Stærsta „Covid-þrotið“ til þessa skekur Bretland Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 23:31 Topshop var um skeið rekið á Íslandi. Vísir/getty Breska eignarhaldsfélagið Arcadia Group, sem rekur m.a. fataverslanirnar Topshop, Topman og Miss Selfridge, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Breskir fjölmiðlar segja þrotið hið stærsta í bresku efnahagslífi af völdum kórónuveirufaraldursins til þessa. Um þrettán þúsund starfsmenn Arcadia eiga nú á hættu að missa vinnuna. Engum verður þó sagt upp að svo stöddu og rekstur Arcadia-verslananna heldur áfram á meðan leitað er að kaupendum. Haft er eftir Ian Grabiner, framkvæmdastjóra Arcadia, að dagurinn í dag sé mikill sorgardagur fyrir starfsmenn, birgja og hluthafa félagsins. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi lokun verslana hafi verið reiðarslag fyrir reksturinn. Að endingu hafi hindranirnar af völdum faraldursins borið reksturinn ofurliði. Sir Philip Green.Vísir/getty Fram kemur í frétt Guardian að yfirvofandi gjaldþrot Arcadia sé stærsta þrotið af völdum faraldursins í bresku efnahagslífi til þessa; „sem og enn eitt áfall breskrar tískuvöruverslunar, sem þegar stóð völtum fótum“. Þá er haft eftir greinendum í frétt Guardian að Arcadia-merki á borð við Topshop og Topman muni líklega höfða til kaupenda en erfitt geti reynst að selja önnur merki félagsins. Tíu áhugasamir kaupendur Topshop hafa þannig þegar verið nefndir til sögunnar. Arcadia rekur um 450 verslanir á Bretlandseyjum og 22 utan Bretlands, auk fjölda útibúa í verslunarmiðstöðvum og stórmörkuðum. Nokkrar verslanir undir þeirra merkjum voru reknar hér á landi um skeið, til að mynda áðurnefnd Topshop. Eigandi félagsins, Sir Philip Green, hefur verið umsvifamikill í bresku viðskiptalífi, einkum á sviði tískuvöruverslunar. Hann á jafnframt talsverð tengsl við Ísland, einkum í gegnum félagið Baug Group og umsvif þess á tískuvörumarkaði. Verslun Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Um þrettán þúsund starfsmenn Arcadia eiga nú á hættu að missa vinnuna. Engum verður þó sagt upp að svo stöddu og rekstur Arcadia-verslananna heldur áfram á meðan leitað er að kaupendum. Haft er eftir Ian Grabiner, framkvæmdastjóra Arcadia, að dagurinn í dag sé mikill sorgardagur fyrir starfsmenn, birgja og hluthafa félagsins. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi lokun verslana hafi verið reiðarslag fyrir reksturinn. Að endingu hafi hindranirnar af völdum faraldursins borið reksturinn ofurliði. Sir Philip Green.Vísir/getty Fram kemur í frétt Guardian að yfirvofandi gjaldþrot Arcadia sé stærsta þrotið af völdum faraldursins í bresku efnahagslífi til þessa; „sem og enn eitt áfall breskrar tískuvöruverslunar, sem þegar stóð völtum fótum“. Þá er haft eftir greinendum í frétt Guardian að Arcadia-merki á borð við Topshop og Topman muni líklega höfða til kaupenda en erfitt geti reynst að selja önnur merki félagsins. Tíu áhugasamir kaupendur Topshop hafa þannig þegar verið nefndir til sögunnar. Arcadia rekur um 450 verslanir á Bretlandseyjum og 22 utan Bretlands, auk fjölda útibúa í verslunarmiðstöðvum og stórmörkuðum. Nokkrar verslanir undir þeirra merkjum voru reknar hér á landi um skeið, til að mynda áðurnefnd Topshop. Eigandi félagsins, Sir Philip Green, hefur verið umsvifamikill í bresku viðskiptalífi, einkum á sviði tískuvöruverslunar. Hann á jafnframt talsverð tengsl við Ísland, einkum í gegnum félagið Baug Group og umsvif þess á tískuvörumarkaði.
Verslun Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira