Leikmannahópur Newcastle eins og hann leggur sig kominn í sóttkví Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 07:30 Allir sem koma að aðalliði Newcastle United eru nú í einangrun. Daniel Leal Olivas/Getty Images Allir leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United eru nú komnir í sóttkví eftir alltof margar jákvæðar niðurstöður úr síðustu Covid-skimun félagsins. Gæti farið svo að leik liðsins gegn Aston Villa á föstudaginn verði frestað. The Guardian greindi frá þessu seint í gærkvöldi. Allir leikmenn og starfslið ensku úrvalsdeildarinnar eru skimaðir fyrir Covid-19 reglulega til að koma í veg fyrir útbreiðslu smita. Í síðustu skimun Newcastle reyndust fjórir leikmenn sem og einn starfsmaður með veiruna. Því var ákveðið að aflýsa æfingum og loka æfingasvæðinu. Allir sem koma að aðalliði félagsins eru því í einangrun að svo stöddu. Fari svo að Newcastle sæki um að fresta leiknum á föstudaginn væri það fyrsta frestun ensku úrvalsdeildarinnar á leik vegna kórónufaraldursins. Steve Bruce, þjálfari Newcastle, var án þeirra Isaac Hayden, Emil Krafth, Jamal Lascelles, Andy Carroll og Allan Saint-Maximin í 2-0 sigri liðsins á Crystal Palace um liðna helgi. Hvort fleiri leikmenn bætist við þennan lista á eftir að koma í ljós en það er öruggt að Bruce fengi varla nægan tíma á æfingasvæðinu til að undirbúa lið sitt fyrir komandi leik gegn Villa. Newcastle's entire squad in Covid-19 self-isolation after 'significant' outbreak. By Louise Taylor #NUFC https://t.co/Ar3zZVyAzN— Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2020 Enska úrvalsdeildin setti þau skilyrði að svo lengi sem lið hefðu 14 leikfæra leikmenn, þar af einn markvörð, þá gætu þau ekki sótt um frestun. Talið er að Bruce muni samt reyna að fresta leiknum þar sem hann telur skort á undirbúningi geta leitt til enn frekari meiðslahættu leikmanna, sem hefur nú þegar verið mikið í umræðunni. Newcastle United er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 14 stig að loknum tíu umferðum. Er það einu stigi meira en Arsenal og einu stigi minna en Manchester City. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Hareide með krabbamein í heila Fótbolti „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Sjá meira
The Guardian greindi frá þessu seint í gærkvöldi. Allir leikmenn og starfslið ensku úrvalsdeildarinnar eru skimaðir fyrir Covid-19 reglulega til að koma í veg fyrir útbreiðslu smita. Í síðustu skimun Newcastle reyndust fjórir leikmenn sem og einn starfsmaður með veiruna. Því var ákveðið að aflýsa æfingum og loka æfingasvæðinu. Allir sem koma að aðalliði félagsins eru því í einangrun að svo stöddu. Fari svo að Newcastle sæki um að fresta leiknum á föstudaginn væri það fyrsta frestun ensku úrvalsdeildarinnar á leik vegna kórónufaraldursins. Steve Bruce, þjálfari Newcastle, var án þeirra Isaac Hayden, Emil Krafth, Jamal Lascelles, Andy Carroll og Allan Saint-Maximin í 2-0 sigri liðsins á Crystal Palace um liðna helgi. Hvort fleiri leikmenn bætist við þennan lista á eftir að koma í ljós en það er öruggt að Bruce fengi varla nægan tíma á æfingasvæðinu til að undirbúa lið sitt fyrir komandi leik gegn Villa. Newcastle's entire squad in Covid-19 self-isolation after 'significant' outbreak. By Louise Taylor #NUFC https://t.co/Ar3zZVyAzN— Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2020 Enska úrvalsdeildin setti þau skilyrði að svo lengi sem lið hefðu 14 leikfæra leikmenn, þar af einn markvörð, þá gætu þau ekki sótt um frestun. Talið er að Bruce muni samt reyna að fresta leiknum þar sem hann telur skort á undirbúningi geta leitt til enn frekari meiðslahættu leikmanna, sem hefur nú þegar verið mikið í umræðunni. Newcastle United er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 14 stig að loknum tíu umferðum. Er það einu stigi meira en Arsenal og einu stigi minna en Manchester City.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Hareide með krabbamein í heila Fótbolti „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Sjá meira