Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2020 08:16 Húsið er eitt það verðmætasta á landinu og státar meðal annars af sundlaug og útsýni til sjávar. Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. Greint er frá kaupunum í Markaðnum í dag, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt heimildum Markaðarins nemi kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna. Það er vel yfir fasteignamati sem er 221 milljón króna. Húsið er rúmlega 600 fermetrar og keypti Skúli það árið 2016 af Eiríki Sigurðssyni sem kenndur var við verslanir 10-11. Kaupveðrið var á sínum tíma sagt um 300 milljónir króna. Húsið var fyrst skráð á félag í eigu Skúla og síðar fært yfir á nafn hans. Skúli veðsetti húsið og fleiri eignir sínar haustið 2018 þegar flugfélag hans, WOW air, reri lífróður. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í desember sama ár að Skúli hefði veðsett húsið fyrir lánum sem hann tók hjá Arion banka. Sjálfur hafði Skúli lýst því að hann hefði fjárfest sjálfur fyrir 700 milljónir í skuldabréfaútboði WOW air hausið 2018 og lagt „hús mitt og fleiri eignir að veði“. Í september var síðan greint frá því að Arion banki hefði eignast húsið. Þegar það var auglýst til sölu á þeim tíma var óskað eftir tilboðum í það en ári áður hafði Skotsilfur Fréttablaðsins haft eftir heimildum að ásett verð væri um 700 milljónir króna. Að því er segir í frétt Markaðarins er Davíð á meðal ríkustu núlifandi Íslendinga eftir að Unity var skráð í kauphöllina í New York um miðjan september. Er markaðsvirði félagsins, sem hefur hækkað um 200 prósent frá skráningu, nú um 41,7 milljarðar Bandaríkjadala eða jafnvirði um 5.500 milljarðar íslenskra króna. Davíð á um fjögur prósent í Unity og er eignarhlutur hans því metinn á um 200 milljarða króna. Hann stofnaði fyrirtækið ásamt tveimur öðrum árið 2004. Hann hefur búið erlendis um langt skeið en ætlar nú að flytja heim, að því er fram kemur í Markaðnum. Hús og heimili WOW Air Íslenskir bankar Seltjarnarnes Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Greint er frá kaupunum í Markaðnum í dag, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt heimildum Markaðarins nemi kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna. Það er vel yfir fasteignamati sem er 221 milljón króna. Húsið er rúmlega 600 fermetrar og keypti Skúli það árið 2016 af Eiríki Sigurðssyni sem kenndur var við verslanir 10-11. Kaupveðrið var á sínum tíma sagt um 300 milljónir króna. Húsið var fyrst skráð á félag í eigu Skúla og síðar fært yfir á nafn hans. Skúli veðsetti húsið og fleiri eignir sínar haustið 2018 þegar flugfélag hans, WOW air, reri lífróður. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í desember sama ár að Skúli hefði veðsett húsið fyrir lánum sem hann tók hjá Arion banka. Sjálfur hafði Skúli lýst því að hann hefði fjárfest sjálfur fyrir 700 milljónir í skuldabréfaútboði WOW air hausið 2018 og lagt „hús mitt og fleiri eignir að veði“. Í september var síðan greint frá því að Arion banki hefði eignast húsið. Þegar það var auglýst til sölu á þeim tíma var óskað eftir tilboðum í það en ári áður hafði Skotsilfur Fréttablaðsins haft eftir heimildum að ásett verð væri um 700 milljónir króna. Að því er segir í frétt Markaðarins er Davíð á meðal ríkustu núlifandi Íslendinga eftir að Unity var skráð í kauphöllina í New York um miðjan september. Er markaðsvirði félagsins, sem hefur hækkað um 200 prósent frá skráningu, nú um 41,7 milljarðar Bandaríkjadala eða jafnvirði um 5.500 milljarðar íslenskra króna. Davíð á um fjögur prósent í Unity og er eignarhlutur hans því metinn á um 200 milljarða króna. Hann stofnaði fyrirtækið ásamt tveimur öðrum árið 2004. Hann hefur búið erlendis um langt skeið en ætlar nú að flytja heim, að því er fram kemur í Markaðnum.
Hús og heimili WOW Air Íslenskir bankar Seltjarnarnes Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira