Fyrsti þrífrestaði leikur NFL deildarinnar á loksins að fara fram í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 16:00 JuJu Smith-Schuster og félagar í Pittsburgh Steelers spila loksins í kvöld sex dögum seinna en þeir áttu upphaflega að spila við Baltimore Ravens. Getty/ David Rosenblum Útsending frá leik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens á Stöð 2 Sport 4 í kvöld mun vera með aðeins öðrum hætti en vanalega. Sjónvarpshléin endalausu verða klippt út í kvöld. Það hefur gengið illa að koma á leik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens í NFL-deildinni en fjórða tilraunin verður í kvöld og leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport. Pittsburgh Steelers hefur unnið alla tíu leiki sína á tímabilinu og er eina taplausa lið NFL deildarinnar. Þetta er besta byrjun Steelers í sögunni en þeir hafa þurft að bíða lengi eftir ellefta leiknum sínum. Baltimore Ravens hefur aftur á móti verið allt annað en sannfærandi á þessu tímabili þrátt fyrir miklar væntingar fyrir leiktíðina. Nú síðast hefur liðið verið að berjast við mikið hópsmit innan leikmannahópsins. Guess what day it is! Guess. What. Day. It. Is.@CamHeyward | #HereWeGo | @GEICO pic.twitter.com/79F6EVt8NO— Pittsburgh Steelers (@steelers) December 2, 2020 Kórónuveirusmitin hjá bæði leikmönnum og starfsfólki hafa séð til þess að loka þurfti æfingasvæði Baltimore Ravens í marga daga. NFL er nánast tilbúið að gera hvað sem er til að aflýsa ekki leiknum. Af þeim sökum hefur NFL-deildin þurft að fresta þessum leik þrisvar en hann átti upphaflega að fara fram að kvöldi Þakkargjörðardagsins. Baltimore Ravens hefur tapað tveimur leikjum í röð en er með samtals sex sigra í tíu leikjum. Liðið þarf nauðsynlega á fleiri sigrum ætli liðið sér inn í úrslitakeppnina. Það er ekki algengt að NFL-leikur fari fram á miðvikudegi og hvað þá klukkan 15.40 að staðartíma en það er verið að kveikja á jólatrénu hjá Rockefeller Center í 88. sinn í kvöld og NBC sjónvarpsstöðin er að sýna báða viðburði. From @GMFB: The #Ravens took off last night just after learning of another playing testing positive for COVID-19, though the reserve was not deemed a risk to his teammates. The game vs the #Steelers is on if tests come back negative today. pic.twitter.com/zOPYUe4P4f— Ian Rapoport (@RapSheet) December 2, 2020 Útsendingin á Stöð 2 Sport verður því með aðeins öðruvísi hætti að þessu sinni. Hún mun hefjast klukkan 22.00 að íslenskum tíma á Stöð 2 Sport 4 eða 80 mínútum eftir að leikurinn byrjar. Það verður því hægt að horfa á Meistaradeildina og skipta síðan yfir á NFL. Með þessu verður hægt að klippa út öll sjónvarpshléin sem eru í NFL leikjunum og horfa þess í stað á leikinn samfellt án þessara miklu hléa. Þeir sem vilja sjá leikinn í þráðbeinni geta hins vegar horft á hann í gegn Game Pass en sú útsending hefst klukkan 20.40. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Það hefur gengið illa að koma á leik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens í NFL-deildinni en fjórða tilraunin verður í kvöld og leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport. Pittsburgh Steelers hefur unnið alla tíu leiki sína á tímabilinu og er eina taplausa lið NFL deildarinnar. Þetta er besta byrjun Steelers í sögunni en þeir hafa þurft að bíða lengi eftir ellefta leiknum sínum. Baltimore Ravens hefur aftur á móti verið allt annað en sannfærandi á þessu tímabili þrátt fyrir miklar væntingar fyrir leiktíðina. Nú síðast hefur liðið verið að berjast við mikið hópsmit innan leikmannahópsins. Guess what day it is! Guess. What. Day. It. Is.@CamHeyward | #HereWeGo | @GEICO pic.twitter.com/79F6EVt8NO— Pittsburgh Steelers (@steelers) December 2, 2020 Kórónuveirusmitin hjá bæði leikmönnum og starfsfólki hafa séð til þess að loka þurfti æfingasvæði Baltimore Ravens í marga daga. NFL er nánast tilbúið að gera hvað sem er til að aflýsa ekki leiknum. Af þeim sökum hefur NFL-deildin þurft að fresta þessum leik þrisvar en hann átti upphaflega að fara fram að kvöldi Þakkargjörðardagsins. Baltimore Ravens hefur tapað tveimur leikjum í röð en er með samtals sex sigra í tíu leikjum. Liðið þarf nauðsynlega á fleiri sigrum ætli liðið sér inn í úrslitakeppnina. Það er ekki algengt að NFL-leikur fari fram á miðvikudegi og hvað þá klukkan 15.40 að staðartíma en það er verið að kveikja á jólatrénu hjá Rockefeller Center í 88. sinn í kvöld og NBC sjónvarpsstöðin er að sýna báða viðburði. From @GMFB: The #Ravens took off last night just after learning of another playing testing positive for COVID-19, though the reserve was not deemed a risk to his teammates. The game vs the #Steelers is on if tests come back negative today. pic.twitter.com/zOPYUe4P4f— Ian Rapoport (@RapSheet) December 2, 2020 Útsendingin á Stöð 2 Sport verður því með aðeins öðruvísi hætti að þessu sinni. Hún mun hefjast klukkan 22.00 að íslenskum tíma á Stöð 2 Sport 4 eða 80 mínútum eftir að leikurinn byrjar. Það verður því hægt að horfa á Meistaradeildina og skipta síðan yfir á NFL. Með þessu verður hægt að klippa út öll sjónvarpshléin sem eru í NFL leikjunum og horfa þess í stað á leikinn samfellt án þessara miklu hléa. Þeir sem vilja sjá leikinn í þráðbeinni geta hins vegar horft á hann í gegn Game Pass en sú útsending hefst klukkan 20.40. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn