Faraldurinn nær nýjum hæðum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2020 14:09 Bandarískir heilbrigðisstarfsmenn reyna endurlífgunartilraunir á sjúklingi. Þrátt fyrir að dánartíðni vegna Covid-19 hafi lækkað töluvert hafa sífellt fleiri dáið. AP/Jae C. Hong Faraldur nýju kórónuveirunnar náði methæðum í Bandaríkjunum í gær. 3.150 manns dóu og samtals voru fleiri en hundrað þúsund manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Rétt rúmlega 200 þúsund greindust smitaðir af Covid-19. Þetta er samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum sem hefur haldið utan um opinberar tölur í Bandaríkjunum. Í heildina hafa 273.847 dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Þó tilfellum hafi fjölgað hratt í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og mánuðum hefur dánartíðni vegna Covid-19 lækkað töluvert. New York Times vísar í tölur frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) um að tíðnin hafi lækkað úr 6,7 prósentum í apríl í 1,9 prósent í september. Þrátt fyrir það hefur dauðsföllum heilt yfir farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Í gær gerðist það í fyrsta sinn að dauðsföll fóru yfir þrjú þúsund. Robert Redfield, forstjóri CDC, varaði í gær við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna og að dauðsföll vestanhafs vegna Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. AP fréttaveitan sagði frá því í morgun að sjúkrahús víðsvegar um Bandaríkin reyni að fá hjúkrunarfræðinga og lækna sem sest hafa í helgan stein til að snúa aftur til starfa. Sömuleiðis hafi verið leitað til nema og starfsmema og boðið þeim mun hærri laun en eðlilegt teljist vegna mikillar manneklu. Innlagnir í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hafi tvöfaldast á undanförnum mánuði og að álag á heilbrigðisstarfsmenn hafi aukist samhliða því. Ríkisstjórar í Wisconsin og Nebraska hafa fellt niður gjöld og annað til að gera hjúkrunarfræðingum auðveldara að snúa aftur til vinnu eftir að hafa sest í helgan stein. Þeir hjúkrunarfræðingar eru að miklu leyti að vinna störf sem setja þau ekki í návígi við sjúklinga með Covid-19 en létta þó undir með þeim hjúkrunarfræðingum sem gera það. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. 3. desember 2020 10:33 Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33 Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. 2. desember 2020 06:16 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Þetta er samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum sem hefur haldið utan um opinberar tölur í Bandaríkjunum. Í heildina hafa 273.847 dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Þó tilfellum hafi fjölgað hratt í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og mánuðum hefur dánartíðni vegna Covid-19 lækkað töluvert. New York Times vísar í tölur frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) um að tíðnin hafi lækkað úr 6,7 prósentum í apríl í 1,9 prósent í september. Þrátt fyrir það hefur dauðsföllum heilt yfir farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Í gær gerðist það í fyrsta sinn að dauðsföll fóru yfir þrjú þúsund. Robert Redfield, forstjóri CDC, varaði í gær við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna og að dauðsföll vestanhafs vegna Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. AP fréttaveitan sagði frá því í morgun að sjúkrahús víðsvegar um Bandaríkin reyni að fá hjúkrunarfræðinga og lækna sem sest hafa í helgan stein til að snúa aftur til starfa. Sömuleiðis hafi verið leitað til nema og starfsmema og boðið þeim mun hærri laun en eðlilegt teljist vegna mikillar manneklu. Innlagnir í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hafi tvöfaldast á undanförnum mánuði og að álag á heilbrigðisstarfsmenn hafi aukist samhliða því. Ríkisstjórar í Wisconsin og Nebraska hafa fellt niður gjöld og annað til að gera hjúkrunarfræðingum auðveldara að snúa aftur til vinnu eftir að hafa sest í helgan stein. Þeir hjúkrunarfræðingar eru að miklu leyti að vinna störf sem setja þau ekki í návígi við sjúklinga með Covid-19 en létta þó undir með þeim hjúkrunarfræðingum sem gera það.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. 3. desember 2020 10:33 Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33 Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. 2. desember 2020 06:16 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. 3. desember 2020 10:33
Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33
Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. 2. desember 2020 06:16