Kjartan mátti ekki borða með liðsfélögunum og var látinn æfa með U19-ára liðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. desember 2020 07:00 Úr viðtalinu við Kjartan Henry sem var frumsýnt á Kanal 9 um helgina. KANAL 9 SKJÁSKOT Það gekk mikið á þegar Kjartan Henry Finnbogason skipti frá Vejle til Horsens, að minnsta kosti í aðdragandanum. Kjartan er nú kominn aftur til Horsens í dönsku úrvalsdeildina eftir að hafa leikið með Vejle í bæði efstu og næstefstu deild. Brottför hans frá Vejle var ekki eins falleg og hann hafði mögulega vonast eftir. Kjartan raðaði inn mörkum fyrir Vejle á síðustu leiktíð og var markahæsti leikmaður liðsins er liðið fór upp úr B-deildinni. Eftir viðtal sem tekið var við hann eftir leik Vejle gegn AGF á þessari leiktíð spilaði hann hins vegar ekki meira og ákvað hann svo að fara frá liðinu. KR-ingnum var bannað að æfa með aðalliðinu eftir umdeilt viðtal eftir leik gegn AGF snemma á tímabilinu. Í viðtali við Kian Fonoudi á Kanal9 fyrir leik Horsens gegn Vejle um helgina opnaði hann á síðustu dagana hjá síðarnefnda félaginu. Jeg er bare i chok. Kjartan Finnbogason fortæller om sin afsked med Vejle, hvor den tidligere topscorer skulle træne med U19-holdet og ikke måtte spise med sine holdkammerater. Se hele indslaget på https://t.co/DBlTNuHdqD #sldk— Canal9 (@Canal9dk) November 30, 2020 „Ég er með metnað fyrir því að spila og æfa fótbolta, svo ég spurði: Hvar á ég að æfa? Hvað á ég að gera? Þeir eiga að hafa einhverjar æfingar fyrir mig. Ég get ekki bara verið á hlaupabrettinu eða á hjólinu,“ sagði Kjartan. „Svo átti ég að æfa með U19-liðinu og það var klukkan 7.30 um morguninn því ungu strákarnir voru svo á leiðinni í skólann.“ En hvað gerðist svo? „Þetta er vinnan mín svo ég mæti tveimur dögum eftir að hafa fengið skilaboðin og fer í æfingarsalinn. Svo fer ég og borða í mötuneytinu, sem ég hafði borgað fyrir, með vinum mínum og liðsfélögum.“ Sú máltíð átti eftir að draga dilk á eftir sér. „Ég fæ símtal frá einum í stjórninni þar sem hann segir að ég eigi ekki að koma upp og borða með liðinu því ég truflaði þá.“ Kjartani fannst þetta kjánalegt. „Ég hló bara. Ég var bara í áfalli,“ sagði Kjartan. Skemmst er frá því að segja að Kjartan skoraði eitt marka Horsens í 3-1 sigrinum á Vejle um helgina. Þetta var fyrsti sigur Horsens í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. #erviderbjerne pic.twitter.com/eFnzXTSeCi— AC Horsens (@AC_Horsens) November 29, 2020 Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Kjartan er nú kominn aftur til Horsens í dönsku úrvalsdeildina eftir að hafa leikið með Vejle í bæði efstu og næstefstu deild. Brottför hans frá Vejle var ekki eins falleg og hann hafði mögulega vonast eftir. Kjartan raðaði inn mörkum fyrir Vejle á síðustu leiktíð og var markahæsti leikmaður liðsins er liðið fór upp úr B-deildinni. Eftir viðtal sem tekið var við hann eftir leik Vejle gegn AGF á þessari leiktíð spilaði hann hins vegar ekki meira og ákvað hann svo að fara frá liðinu. KR-ingnum var bannað að æfa með aðalliðinu eftir umdeilt viðtal eftir leik gegn AGF snemma á tímabilinu. Í viðtali við Kian Fonoudi á Kanal9 fyrir leik Horsens gegn Vejle um helgina opnaði hann á síðustu dagana hjá síðarnefnda félaginu. Jeg er bare i chok. Kjartan Finnbogason fortæller om sin afsked med Vejle, hvor den tidligere topscorer skulle træne med U19-holdet og ikke måtte spise med sine holdkammerater. Se hele indslaget på https://t.co/DBlTNuHdqD #sldk— Canal9 (@Canal9dk) November 30, 2020 „Ég er með metnað fyrir því að spila og æfa fótbolta, svo ég spurði: Hvar á ég að æfa? Hvað á ég að gera? Þeir eiga að hafa einhverjar æfingar fyrir mig. Ég get ekki bara verið á hlaupabrettinu eða á hjólinu,“ sagði Kjartan. „Svo átti ég að æfa með U19-liðinu og það var klukkan 7.30 um morguninn því ungu strákarnir voru svo á leiðinni í skólann.“ En hvað gerðist svo? „Þetta er vinnan mín svo ég mæti tveimur dögum eftir að hafa fengið skilaboðin og fer í æfingarsalinn. Svo fer ég og borða í mötuneytinu, sem ég hafði borgað fyrir, með vinum mínum og liðsfélögum.“ Sú máltíð átti eftir að draga dilk á eftir sér. „Ég fæ símtal frá einum í stjórninni þar sem hann segir að ég eigi ekki að koma upp og borða með liðinu því ég truflaði þá.“ Kjartani fannst þetta kjánalegt. „Ég hló bara. Ég var bara í áfalli,“ sagði Kjartan. Skemmst er frá því að segja að Kjartan skoraði eitt marka Horsens í 3-1 sigrinum á Vejle um helgina. Þetta var fyrsti sigur Horsens í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. #erviderbjerne pic.twitter.com/eFnzXTSeCi— AC Horsens (@AC_Horsens) November 29, 2020
Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn