27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2020 22:51 Trump og eiginkona hans Melania Trump halda frá Hvíta húsinu í dag en þau voru á leið til fundar með stuðningsmönnum Trump í Georgíuríki. Getty Images/Al Drago Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. Tveir þingmenn Repúblikana telja Trump hafa borið sigur úr bítum í kosningunum þrátt fyrir engar sannanir þess efnis. 220 þingmenn úr fulltrúadeildinni og öldungadeildinni, um 88 prósent allra þingmanna flokksins, vilja ekki gefa upp afstöðu sína til úrslita kosninganna. Washington Post gerði könnun meðal allra 249 þingmanna Repúblikana í kjölfar furðulegs þriggja stundarfjórðunga langs ávarp sem Trump birti á samfélagsmiðlum á miðvikudag. Trump endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningunum. Hann hélt því meðal annars fram á fjarstæðukenndan hátt að hann hefði í raun „unnið auðveldlega“ í öllum ríkjum. Lýsti ræðunni sem sinni mikilvægustu Trump hefur neitað að viðurkenna ósigur og reynt að hnekkja úrslitunum í fjölda lykilríkja fyrir dómstólum. Hann og bandamenn hans hafa haldið fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn. Þeir hafa ekki lagt fram neinar trúverðugar sannanir fyrir þeim ásökunum. Statement by Donald J. Trump, The President of the United StatesFull Video: https://t.co/EHqzsLbbJG pic.twitter.com/Eu4IsLNsKD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 2, 2020 Fráfarandi forsetinn hjó enn í sama knérunn í ávarpanu sérstæða á miðvikudag. Þar sást forsetinn í Hvíta húsinu þar sem hann tekur vanalega á móti erlendum erindrekum með bandaríska fánann og fána forsetaembættisins í bakgrunni láta höggin dynja á bandaríska kosningakerfinu og lýðræði með ósannindum, að sögn Washington Post. Lýsti Trump ræðunni sem mögulega þeirri mikilvægustu sem hann hefði nokkru sinni flutt. „Úrslitum þessara kosninga var hagrætt. Allir vita það,“ sagði Trump ranglega. Krefst aðgerða af hálfu Hæstaréttar Hélt forsetinn því fram að „spillt öfl“ hefðu fyllt kjörkassa með fölsuðum atkvæðum. Svikin væru svo stórfelld að umfang þeirra væri fordæmalaust. Krafðist hann þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem hann hefur skipað þrjá af níu dómurum, „gerði það sem er rétt fyrir landið okkar“, það er að ógilda hundruð þúsunda atkvæða bandarískra kjósenda þannig að „Ég vinni auðveldlega í öllum ríkjum“. Spurningarnar sem Washington Post spurði þingmennina, ýmist í símtali eða tölvupósti, voru þrjár. Hver vann kosningarnar? Styður þú eða mótmælir þú tilraunum Trump til að halda fram sigri? Ef Biden fær meirihluta í kjörmannaráðinu, munt þú viðurkenna hann sem löglega kjörinn forseta? Langstærstur hluti þingmanna Repúblikana tóku ekki afstöðu til spurninga Washington Post.Washington Post Aðeins brot af þingmönnum flokksins svöruðu fyrirspurnum Washington Post. Þrjátíu þeirra svöruðu síðustu spurningunni játandi, eða fimm fleiri en viðurkenna sigur Bidens í dag. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 4. desember 2020 13:31 Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46 Skýrsla tekin af Ivönku Trump vegna fjármálamisferlismáls Lögmenn frá dómsmálaráðherra Washington-borgar tóku skýrslu af Ivönku Trump, dóttur fráfarandi Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans, í tengslum við málsókn vegna meints misferlis með framlög til nefndar sem undirbjó innsetningarathöfn Trump árið 2017. 4. desember 2020 11:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Tveir þingmenn Repúblikana telja Trump hafa borið sigur úr bítum í kosningunum þrátt fyrir engar sannanir þess efnis. 220 þingmenn úr fulltrúadeildinni og öldungadeildinni, um 88 prósent allra þingmanna flokksins, vilja ekki gefa upp afstöðu sína til úrslita kosninganna. Washington Post gerði könnun meðal allra 249 þingmanna Repúblikana í kjölfar furðulegs þriggja stundarfjórðunga langs ávarp sem Trump birti á samfélagsmiðlum á miðvikudag. Trump endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningunum. Hann hélt því meðal annars fram á fjarstæðukenndan hátt að hann hefði í raun „unnið auðveldlega“ í öllum ríkjum. Lýsti ræðunni sem sinni mikilvægustu Trump hefur neitað að viðurkenna ósigur og reynt að hnekkja úrslitunum í fjölda lykilríkja fyrir dómstólum. Hann og bandamenn hans hafa haldið fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn. Þeir hafa ekki lagt fram neinar trúverðugar sannanir fyrir þeim ásökunum. Statement by Donald J. Trump, The President of the United StatesFull Video: https://t.co/EHqzsLbbJG pic.twitter.com/Eu4IsLNsKD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 2, 2020 Fráfarandi forsetinn hjó enn í sama knérunn í ávarpanu sérstæða á miðvikudag. Þar sást forsetinn í Hvíta húsinu þar sem hann tekur vanalega á móti erlendum erindrekum með bandaríska fánann og fána forsetaembættisins í bakgrunni láta höggin dynja á bandaríska kosningakerfinu og lýðræði með ósannindum, að sögn Washington Post. Lýsti Trump ræðunni sem mögulega þeirri mikilvægustu sem hann hefði nokkru sinni flutt. „Úrslitum þessara kosninga var hagrætt. Allir vita það,“ sagði Trump ranglega. Krefst aðgerða af hálfu Hæstaréttar Hélt forsetinn því fram að „spillt öfl“ hefðu fyllt kjörkassa með fölsuðum atkvæðum. Svikin væru svo stórfelld að umfang þeirra væri fordæmalaust. Krafðist hann þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem hann hefur skipað þrjá af níu dómurum, „gerði það sem er rétt fyrir landið okkar“, það er að ógilda hundruð þúsunda atkvæða bandarískra kjósenda þannig að „Ég vinni auðveldlega í öllum ríkjum“. Spurningarnar sem Washington Post spurði þingmennina, ýmist í símtali eða tölvupósti, voru þrjár. Hver vann kosningarnar? Styður þú eða mótmælir þú tilraunum Trump til að halda fram sigri? Ef Biden fær meirihluta í kjörmannaráðinu, munt þú viðurkenna hann sem löglega kjörinn forseta? Langstærstur hluti þingmanna Repúblikana tóku ekki afstöðu til spurninga Washington Post.Washington Post Aðeins brot af þingmönnum flokksins svöruðu fyrirspurnum Washington Post. Þrjátíu þeirra svöruðu síðustu spurningunni játandi, eða fimm fleiri en viðurkenna sigur Bidens í dag.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 4. desember 2020 13:31 Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46 Skýrsla tekin af Ivönku Trump vegna fjármálamisferlismáls Lögmenn frá dómsmálaráðherra Washington-borgar tóku skýrslu af Ivönku Trump, dóttur fráfarandi Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans, í tengslum við málsókn vegna meints misferlis með framlög til nefndar sem undirbjó innsetningarathöfn Trump árið 2017. 4. desember 2020 11:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 4. desember 2020 13:31
Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46
Skýrsla tekin af Ivönku Trump vegna fjármálamisferlismáls Lögmenn frá dómsmálaráðherra Washington-borgar tóku skýrslu af Ivönku Trump, dóttur fráfarandi Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans, í tengslum við málsókn vegna meints misferlis með framlög til nefndar sem undirbjó innsetningarathöfn Trump árið 2017. 4. desember 2020 11:01