„Okkur finnst að lýðræði eigi að standa öllum til boða, ekki bara sumum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2020 13:02 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Vísir/Vilhelm Fulltrúar tuttugu sveitarfélaga hafa lagt fram tillögu til landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að fallið verði frá hugmyndum um lögfestingu íbúalágmarks. Frumvarp þess efnis er nú til meðferðar hjá Alþingi. Gert er ráð fyrir því að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi árið 2026. Nái þetta fram að ganga þýðir þetta í raun að sveitarfélög með íbúafjölda undir þessu lágmarki þurfa að sameinast öðrum. Gegn þessu leggjast sveitarfélögin tuttugu og segja þessar hugmyndir andlýðræðislegar. Tillaga þeirra, sem nálgast má hér, verður lögð fyrir á Sambandi íslenskra sveitarfélaga þann 18. desember næstkomandi. „Kjarninn er lýðræði og íbúalýðræði,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps aðspurður í samtali við fréttastofu hver sé kjarninn í tillögunni. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga eru fylgjandi því að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm „Það er grunnurinn í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, það er grunnurinn að þingsályktunartillögu um styrkingu sveitarfélagastigsins, lýðræði og íbúalýðræði, sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga, þetta er rauður þráður. Okkur finnst að lýðræði eigi að standa öllum til boða, ekki bara sumum,“ segir Þröstur. Telja stuðninginn ofmetinn Í tilkynningu á vef Grýtubakkahrepps þar sem vakin er athygli á tillögunni segir að stuðningur sveitarfélaga við þessar tillögur að lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sé ofmetinn. „Ráðherra hefur kynnt þetta í þinginu að þetta sé einróma vilji sveitarfélaganna, að það sé einróma samþykkt hjá sveitarfélögunum sem standa til þessara hluta. Það er bara ekki rétt túlkun. Það voru stóru sveitarfélögun sem hafa 75 prósent atkvæðarétt á þingi sambandsins. Það voru þau sem ákváðu að þessi litlu ættu að sameinast eða leggjast undir þessi stóru, gegn vilja þeirra litlu,“ segir Þröstur. Þröstur segir að aðeins hafi tekið einn til tvo daga að fá sveitarfélögin tuttugu til að skrifa undir ályktunina. Sum þeirra eru nú þegar að skoða sameiningar enda segir Þröstur að sveitarfélögin séu ekki á móti sameiningum, þau vilji einfaldlega sjálf fá á að ráða ferðinni. Fulltrúar frá Bolungarvík eru á meðal þeirra sem skrifa undir.Vísir/Vilhelm „Það eru þessi minni sveitarfélög sem eru í stórum dráttum á sömu línu og við vitum að það eru margir fulltrúar stóru sveitarfélaganna sem vilja líka að lýðræðið ráði og íbúarnir fái að ráða þessum ákvörðunum. Það er grunnurinn, að íbúarnir sjálfir hafi ákvörðunarvaldið, að það sé ekki þvingað,“ segir Þröstur. Vongóður um góðan stuðning Þingið mun taka tillöguna fyrir þann 18. desember og vonast Þröstur eftir góðum stuðningi þar. Takist að samþykkja tillöguna muni fjara undan frumvarpinu um málið. „Þetta er í rauninni eina haldreipi ráðherrans til þess að keyra þetta áfram, það er þessi bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ef hún fer frá, það er að segja ef Sambandið og sveitarfélögin sjálf vilja ekki þessa leið, þá er engin leið fyrir ráðherrann að halda áfram með þetta.“ Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Alþingi Tengdar fréttir Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22 Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02 „Hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast“ Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir að Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórnarráðherra, verði að útskýra betur hvernig það sé ekki lögþvingun að sveitarfélög verði að sameinast til að ná lágmarksíbúafjölda. 1. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Frumvarp þess efnis er nú til meðferðar hjá Alþingi. Gert er ráð fyrir því að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi árið 2026. Nái þetta fram að ganga þýðir þetta í raun að sveitarfélög með íbúafjölda undir þessu lágmarki þurfa að sameinast öðrum. Gegn þessu leggjast sveitarfélögin tuttugu og segja þessar hugmyndir andlýðræðislegar. Tillaga þeirra, sem nálgast má hér, verður lögð fyrir á Sambandi íslenskra sveitarfélaga þann 18. desember næstkomandi. „Kjarninn er lýðræði og íbúalýðræði,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps aðspurður í samtali við fréttastofu hver sé kjarninn í tillögunni. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga eru fylgjandi því að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm „Það er grunnurinn í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, það er grunnurinn að þingsályktunartillögu um styrkingu sveitarfélagastigsins, lýðræði og íbúalýðræði, sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga, þetta er rauður þráður. Okkur finnst að lýðræði eigi að standa öllum til boða, ekki bara sumum,“ segir Þröstur. Telja stuðninginn ofmetinn Í tilkynningu á vef Grýtubakkahrepps þar sem vakin er athygli á tillögunni segir að stuðningur sveitarfélaga við þessar tillögur að lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sé ofmetinn. „Ráðherra hefur kynnt þetta í þinginu að þetta sé einróma vilji sveitarfélaganna, að það sé einróma samþykkt hjá sveitarfélögunum sem standa til þessara hluta. Það er bara ekki rétt túlkun. Það voru stóru sveitarfélögun sem hafa 75 prósent atkvæðarétt á þingi sambandsins. Það voru þau sem ákváðu að þessi litlu ættu að sameinast eða leggjast undir þessi stóru, gegn vilja þeirra litlu,“ segir Þröstur. Þröstur segir að aðeins hafi tekið einn til tvo daga að fá sveitarfélögin tuttugu til að skrifa undir ályktunina. Sum þeirra eru nú þegar að skoða sameiningar enda segir Þröstur að sveitarfélögin séu ekki á móti sameiningum, þau vilji einfaldlega sjálf fá á að ráða ferðinni. Fulltrúar frá Bolungarvík eru á meðal þeirra sem skrifa undir.Vísir/Vilhelm „Það eru þessi minni sveitarfélög sem eru í stórum dráttum á sömu línu og við vitum að það eru margir fulltrúar stóru sveitarfélaganna sem vilja líka að lýðræðið ráði og íbúarnir fái að ráða þessum ákvörðunum. Það er grunnurinn, að íbúarnir sjálfir hafi ákvörðunarvaldið, að það sé ekki þvingað,“ segir Þröstur. Vongóður um góðan stuðning Þingið mun taka tillöguna fyrir þann 18. desember og vonast Þröstur eftir góðum stuðningi þar. Takist að samþykkja tillöguna muni fjara undan frumvarpinu um málið. „Þetta er í rauninni eina haldreipi ráðherrans til þess að keyra þetta áfram, það er þessi bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ef hún fer frá, það er að segja ef Sambandið og sveitarfélögin sjálf vilja ekki þessa leið, þá er engin leið fyrir ráðherrann að halda áfram með þetta.“
Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Alþingi Tengdar fréttir Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22 Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02 „Hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast“ Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir að Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórnarráðherra, verði að útskýra betur hvernig það sé ekki lögþvingun að sveitarfélög verði að sameinast til að ná lágmarksíbúafjölda. 1. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22
Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02
„Hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast“ Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir að Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórnarráðherra, verði að útskýra betur hvernig það sé ekki lögþvingun að sveitarfélög verði að sameinast til að ná lágmarksíbúafjölda. 1. febrúar 2020 20:30