Finna fyrir auknu brottfalli úr íþróttum og segja þolinmæðina að bresta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2020 10:00 Af fótboltaæfingu í Kórnum. vísir/hanna Formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur áhyggjur af brottfalli úr íþróttum vegna þeirra takmarkana sem hafa verið settar á íþróttastarf á þessu ári vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir að íþróttahreyfingin hafi staðið sig vel þegar kemur að sóttvörnum og fagnar nýju litakóðakerfi fyrir íþróttir. „Við erum farin að finna verulega fyrir því að brottfallið úr íþróttum er að aukast, sérstaklega á þessum viðkvæma aldri, elstu bekkjunum í grunnskóla og svo í framhaldsskóla. Þetta hefur veruleg áhrif á þennan hóp og við finnum fyrir auknu brottfalli,“ sagði Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, í samtali við Vísi. Hann skrifaði grein á Vísi á föstudaginn sem bar heitið: „Íþróttastarf í kórónuveirufaraldri: Sóttvarnir og íþróttastarf eiga samleið.“ Þar fjallar um þær afleiðingar sem stöðvanir á íþróttastarfi hafa haft og ítrekar að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi verið með sóttvarnayfirvöldum í liði, ef svo má segja, frá því faraldurinn skall á. „Þetta snýst ekkert um að við séum á móti sóttvarnayfirvöldum. Við viljum hundrað prósent vinna með þeim. Árangurinn sem hefur náðst hér á Íslandi er ótrúlegur hvað sóttvarnir varðar. En það sem við höfum sérstaklega miklar áhyggjur af er að á næstu önn verði brottfallið mun meira. Hættan við brottfallið er að það er svo erfitt að byrja aftur,“ sagði Ingvar. „Það þarf að finna leiðir til að framfylgja sóttvarnareglunum en jafnframt tryggja það að fólk sé í hreyfingu.“ Ingvar telur að þetta tvennt, að stunda íþróttir og huga vel að sóttvörnum, geti farið vel saman og íþróttahreyfingin hafi staðið sína plikt í sóttvarnamálum. Æfingar eiga að geta gengið „Ég vil meina að íþróttahreyfingin hafi staðið sig mjög vel og fylgt reglunum. Íþróttafólk kann að fylgja reglum og veit að það er mikilvægt að gera það. Við höfum staðið okkur vel og ég tel að við getum gert það áfram ef við fengjum undanþágur fyrir fólk til að æfa,“ sagði Ingvar. Keppni í Olís-deild karla í handbolta hefur legið niðri í tvo mánuði.vísir/hulda margrét „Svo er það afreksfólkið okkar sem þarf á því að halda að æfa. Ég hef ekki eins miklar áhyggjur af því að keppni byrji ef við getum að minnsta kosti byrjað að æfa. Ég myndi að sjálfsögðu vilja að keppni myndi byrja en ef það fer gegn sóttvarnareglum þarf að bíða með það. En æfingar eiga að geta gengið.“ Verið er að leggja lokahönd á litakóðakerfi fyrir íþróttir, þar sem íþróttagreinar eru flokkaðar eftir smithættu. Taflan birtist fyrir mistök í gær en samkvæmt henni voru íþróttir á borð við handbolta, körfubolta, fótbolta inni, íshokkí og júdó í flokknum Meiri áhætta. Í flokknum Lág áhætta voru íþróttir á borð við dans, frjálsar íþróttir, áhaldafimleika og golf og í flokknum Meðaláhætta voru blak, hópfimleikar, fótbolti úti, skylmingar og krulla. Ingvar fagnar því að fá svona kerfi, fyrirfram skilgreindar leikreglur til að forðast ríg milli íþróttagreina. „Mér líst mjög vel á það. ÍSÍ er að vinna við að móta kerfi og mér líst mjög vel á þá nálgun og held að það sé akkúrat rétta leiðin til að geta gert þetta. Þá eigum við að geta gefið út í hvaða kóða við erum og hvernig við eigum þá að fylgja sóttvarnareglunum,“ sagði Ingvar. Ingvar Sverrisson er formaður ÍBR.aðsend „Ef við vitum á hvaða stigi við erum hverju sinni tel ég að við eigum að geta fylgt reglunum mjög fast og ákveðið eftir en samt sem áður tryggt að við getum æft.“ Eigum að geta unnið okkur hratt til baka Ingvar er bjartsýnn á að íslenskt íþróttafólk og íslenskt íþróttalíf verði fljótt að vinna upp þann tíma sem hefur glatast í kórónuveirufaraldrinum. „Það getur verið mismunandi eftir greinum. En ég held að við séum á því stigi núna að við eigum að geta unnið okkur mjög ákveðið til baka ef við fáum tækifæri til þess að komast aftur af stað,“ sagði Ingvar. Úr einum af þeim fáu leikjum sem hafa farið fram í Domino's deild kvenna í körfubolta.vísir/vilhelm „Þetta er vinnan sem er framundan, að fá þessa krakka og þennan hóp aftur til baka og aftur af stað. Ég held að ef við komumst af stað núna sem fyrst getum við unnið okkur hratt og örugglega til baka. Sem betur fer er íþróttahreyfingin á Íslandi þannig uppbyggð að við erum með menntaða og faglega þjálfara sem vinna með krökkunum og það er traust og trúnaður sem ríkir þar á milli.“ Greiða ekki mikið lengur ef það fær ekki þjónustu Ingvar segir þolinmæðin í íþróttahreyfingin verði alltaf minni og minni og finna verði leiðir til að leyfa íþróttafólki að æfa. „Þolinmæðin er miklu minni. Það verður alltaf erfiðara að koma sér aftur af stað og í rútínu. Þolinmæðin er að bresta. Svo er það rekstrarþáttur félaganna. Við rekum barna- og unglingastarf og afreksstarf þannig að iðkendur greiða, annað hvort í gegnum frístundakort eða sjálf, fyrir þjálfunina og þessa faglegu nálgun. Fólk getur ekki mikið lengur greitt fyrir starfið ef það fær ekki þjónustuna,“ sagði Ingvar að endingu. Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
„Við erum farin að finna verulega fyrir því að brottfallið úr íþróttum er að aukast, sérstaklega á þessum viðkvæma aldri, elstu bekkjunum í grunnskóla og svo í framhaldsskóla. Þetta hefur veruleg áhrif á þennan hóp og við finnum fyrir auknu brottfalli,“ sagði Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, í samtali við Vísi. Hann skrifaði grein á Vísi á föstudaginn sem bar heitið: „Íþróttastarf í kórónuveirufaraldri: Sóttvarnir og íþróttastarf eiga samleið.“ Þar fjallar um þær afleiðingar sem stöðvanir á íþróttastarfi hafa haft og ítrekar að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi verið með sóttvarnayfirvöldum í liði, ef svo má segja, frá því faraldurinn skall á. „Þetta snýst ekkert um að við séum á móti sóttvarnayfirvöldum. Við viljum hundrað prósent vinna með þeim. Árangurinn sem hefur náðst hér á Íslandi er ótrúlegur hvað sóttvarnir varðar. En það sem við höfum sérstaklega miklar áhyggjur af er að á næstu önn verði brottfallið mun meira. Hættan við brottfallið er að það er svo erfitt að byrja aftur,“ sagði Ingvar. „Það þarf að finna leiðir til að framfylgja sóttvarnareglunum en jafnframt tryggja það að fólk sé í hreyfingu.“ Ingvar telur að þetta tvennt, að stunda íþróttir og huga vel að sóttvörnum, geti farið vel saman og íþróttahreyfingin hafi staðið sína plikt í sóttvarnamálum. Æfingar eiga að geta gengið „Ég vil meina að íþróttahreyfingin hafi staðið sig mjög vel og fylgt reglunum. Íþróttafólk kann að fylgja reglum og veit að það er mikilvægt að gera það. Við höfum staðið okkur vel og ég tel að við getum gert það áfram ef við fengjum undanþágur fyrir fólk til að æfa,“ sagði Ingvar. Keppni í Olís-deild karla í handbolta hefur legið niðri í tvo mánuði.vísir/hulda margrét „Svo er það afreksfólkið okkar sem þarf á því að halda að æfa. Ég hef ekki eins miklar áhyggjur af því að keppni byrji ef við getum að minnsta kosti byrjað að æfa. Ég myndi að sjálfsögðu vilja að keppni myndi byrja en ef það fer gegn sóttvarnareglum þarf að bíða með það. En æfingar eiga að geta gengið.“ Verið er að leggja lokahönd á litakóðakerfi fyrir íþróttir, þar sem íþróttagreinar eru flokkaðar eftir smithættu. Taflan birtist fyrir mistök í gær en samkvæmt henni voru íþróttir á borð við handbolta, körfubolta, fótbolta inni, íshokkí og júdó í flokknum Meiri áhætta. Í flokknum Lág áhætta voru íþróttir á borð við dans, frjálsar íþróttir, áhaldafimleika og golf og í flokknum Meðaláhætta voru blak, hópfimleikar, fótbolti úti, skylmingar og krulla. Ingvar fagnar því að fá svona kerfi, fyrirfram skilgreindar leikreglur til að forðast ríg milli íþróttagreina. „Mér líst mjög vel á það. ÍSÍ er að vinna við að móta kerfi og mér líst mjög vel á þá nálgun og held að það sé akkúrat rétta leiðin til að geta gert þetta. Þá eigum við að geta gefið út í hvaða kóða við erum og hvernig við eigum þá að fylgja sóttvarnareglunum,“ sagði Ingvar. Ingvar Sverrisson er formaður ÍBR.aðsend „Ef við vitum á hvaða stigi við erum hverju sinni tel ég að við eigum að geta fylgt reglunum mjög fast og ákveðið eftir en samt sem áður tryggt að við getum æft.“ Eigum að geta unnið okkur hratt til baka Ingvar er bjartsýnn á að íslenskt íþróttafólk og íslenskt íþróttalíf verði fljótt að vinna upp þann tíma sem hefur glatast í kórónuveirufaraldrinum. „Það getur verið mismunandi eftir greinum. En ég held að við séum á því stigi núna að við eigum að geta unnið okkur mjög ákveðið til baka ef við fáum tækifæri til þess að komast aftur af stað,“ sagði Ingvar. Úr einum af þeim fáu leikjum sem hafa farið fram í Domino's deild kvenna í körfubolta.vísir/vilhelm „Þetta er vinnan sem er framundan, að fá þessa krakka og þennan hóp aftur til baka og aftur af stað. Ég held að ef við komumst af stað núna sem fyrst getum við unnið okkur hratt og örugglega til baka. Sem betur fer er íþróttahreyfingin á Íslandi þannig uppbyggð að við erum með menntaða og faglega þjálfara sem vinna með krökkunum og það er traust og trúnaður sem ríkir þar á milli.“ Greiða ekki mikið lengur ef það fær ekki þjónustu Ingvar segir þolinmæðin í íþróttahreyfingin verði alltaf minni og minni og finna verði leiðir til að leyfa íþróttafólki að æfa. „Þolinmæðin er miklu minni. Það verður alltaf erfiðara að koma sér aftur af stað og í rútínu. Þolinmæðin er að bresta. Svo er það rekstrarþáttur félaganna. Við rekum barna- og unglingastarf og afreksstarf þannig að iðkendur greiða, annað hvort í gegnum frístundakort eða sjálf, fyrir þjálfunina og þessa faglegu nálgun. Fólk getur ekki mikið lengur greitt fyrir starfið ef það fær ekki þjónustuna,“ sagði Ingvar að endingu.
Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira