Styttra síðan að Hannes varði víti Messi en síðan Messi og Ronaldo mættust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 12:30 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi verða á sama velli í kvöld í fyrsta sinn síðan í maí 2018. Getty/Angel Martinez Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í kvöld í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir jól og í fyrsta sinn síðan 2018. „Metingurinn“ á milli Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefur heltekið knattspyrnuheiminn í meira en áratug og í kvöld gæti mögulega verið spilaður einn af síðustu leikjunum þar sem þeir mætast inn á knattspyrnuvellinum. Lið Juventus og Barcelona eru búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en það breytir því ekki að margra augu verða örugglega á leik liðanna í kvöld. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust að minnsta kosti tvisvar á ári þegar Ronaldo lék á Spáni en það eru meira en 31 mánuður síðan þeir mættust síðast inn á knattspyrnuvellinum. Það er styttra síðan að Hannes Þór Halldórsson varði víti frá Lionel Messi á HM en frá því að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust síðast sem var í maí 2018. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa verið tveir bestu knattspyrnumenn heims síðan að Cristiano Ronaldi var undan að fá Gullboltann árið 2008. Næstu níu ár skiptust þeir á því að vinna Gullboltann og Messi komst upp fyrir Ronaldo með því að vinna hann í sjötta sinn árið 2019. Messi and Ronaldo meet again on Tuesday pic.twitter.com/7oSQxhXuVJ— FOX Soccer (@FOXSoccer) December 7, 2020 Þeir félagar áttu að mætast í fyrri leiknum en Cristiano Ronaldo fékk kórónuveiruna og missti af þeim leik. Lionel Messi skoraði þá úr víti í 2-0 sigri Barcelona. Þessi úrslit þýða að Juventus þarf þriggja marka sigur til að vinna riðilinn. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum á knattspyrnuvellinum og hefur Messi haft betur bæði hvað varðar sigra (16 á móti 10) og mörkum skoruðu (22 á móti 19). Þeir voru reyndar með jafnmörg mörk eftir 31. innbyrðis leik sinn en Lionel Messi hefur skoraði fjórum leikjum þeirra í röð, samtals fimm mörk, á móti aðeins tveimur frá Ronaldo. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, hefur hvílt Lionel Messi í síðustu tveimur leikjum liðsins í Meistaradeildinni eða eftir að liðið hafði unnið fyrstu þrjá leikina, Koeman lofaði því að Messi fengi að spila leikinn í kvöld. „Leo og Ronaldo eru tveir frábærir leikmenn sem hafa verið svo gaman að fylgjast með í langan tíma,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þeir hafa verið bestu knattspyrnumenn heims undanfarin fimmtán ár og hafa á þeim tíma náð svo miklum árangri. Þetta er mjög ólíkir leikmenn en ég dáist af þeim báðum. Þeir hafa gefið okkur svo mörg frábær kvöld og ég vona að við fáum að sjá þá báða í þessum leik,“ sagði Ronald Koeman. This time tomorrow: Messi vs. Ronaldo pic.twitter.com/MOyWOTbsEh— B/R Football (@brfootball) December 7, 2020 Leikur Barcelona og Juventus verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit-Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), RB Leipzig-Manchester United (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4) og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
„Metingurinn“ á milli Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefur heltekið knattspyrnuheiminn í meira en áratug og í kvöld gæti mögulega verið spilaður einn af síðustu leikjunum þar sem þeir mætast inn á knattspyrnuvellinum. Lið Juventus og Barcelona eru búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en það breytir því ekki að margra augu verða örugglega á leik liðanna í kvöld. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust að minnsta kosti tvisvar á ári þegar Ronaldo lék á Spáni en það eru meira en 31 mánuður síðan þeir mættust síðast inn á knattspyrnuvellinum. Það er styttra síðan að Hannes Þór Halldórsson varði víti frá Lionel Messi á HM en frá því að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust síðast sem var í maí 2018. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa verið tveir bestu knattspyrnumenn heims síðan að Cristiano Ronaldi var undan að fá Gullboltann árið 2008. Næstu níu ár skiptust þeir á því að vinna Gullboltann og Messi komst upp fyrir Ronaldo með því að vinna hann í sjötta sinn árið 2019. Messi and Ronaldo meet again on Tuesday pic.twitter.com/7oSQxhXuVJ— FOX Soccer (@FOXSoccer) December 7, 2020 Þeir félagar áttu að mætast í fyrri leiknum en Cristiano Ronaldo fékk kórónuveiruna og missti af þeim leik. Lionel Messi skoraði þá úr víti í 2-0 sigri Barcelona. Þessi úrslit þýða að Juventus þarf þriggja marka sigur til að vinna riðilinn. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum á knattspyrnuvellinum og hefur Messi haft betur bæði hvað varðar sigra (16 á móti 10) og mörkum skoruðu (22 á móti 19). Þeir voru reyndar með jafnmörg mörk eftir 31. innbyrðis leik sinn en Lionel Messi hefur skoraði fjórum leikjum þeirra í röð, samtals fimm mörk, á móti aðeins tveimur frá Ronaldo. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, hefur hvílt Lionel Messi í síðustu tveimur leikjum liðsins í Meistaradeildinni eða eftir að liðið hafði unnið fyrstu þrjá leikina, Koeman lofaði því að Messi fengi að spila leikinn í kvöld. „Leo og Ronaldo eru tveir frábærir leikmenn sem hafa verið svo gaman að fylgjast með í langan tíma,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þeir hafa verið bestu knattspyrnumenn heims undanfarin fimmtán ár og hafa á þeim tíma náð svo miklum árangri. Þetta er mjög ólíkir leikmenn en ég dáist af þeim báðum. Þeir hafa gefið okkur svo mörg frábær kvöld og ég vona að við fáum að sjá þá báða í þessum leik,“ sagði Ronald Koeman. This time tomorrow: Messi vs. Ronaldo pic.twitter.com/MOyWOTbsEh— B/R Football (@brfootball) December 7, 2020 Leikur Barcelona og Juventus verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit-Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), RB Leipzig-Manchester United (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4) og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira