Hvernig mælum við kaupmátt? Stefán Sveinbjörnsson skrifar 8. desember 2020 09:01 Undanfarið hafa birst greinar þar sem fjallað er um hækkun launa og kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kaupmáttur hafi aukist um 30% á tímabilinu 2007 – 2019. Í þessum greiningum er stuðst við launavísitölu Hagstofunnar og svokallaða vísitölu kaupmáttar launa sem er lítið annað en launavísitalan leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum. Vísitala kaupmáttar launa mælir því eingöngu breytingu tímakaups í samanburði við verðlag sem getur gefið villandi mynd af þróun kaupmáttar heimilanna. Launavísitalan sem grunnur að mælingu á kaupmætti Kaupmáttur launa ætti að lýsa því hvað einstaklingur getur keypt mikið fyrir laun og aðrar tekjur sem hann fær greitt hvern mánuð. Ef starfshlutfall breytist, t.d. vegna hagræðingaraðgerða, hefur það áhrif á heildarlaun viðkomandi, hið sama á við um yfirvinnu. Þá hefur breyting á tekjuskatti einstaklinga einnig áhrif á hversu mikið launamaður fær útborgað. Mikilvægt er að taka tillit til þessara þátta ef markmið greiningarinnar er að varpa ljósi á stöðu heimila hvað kaupmátt varðar og þróun hans yfir tíma. Vísitala kaupmáttar launa sem Hagstofan birtir tekur ekki tillit til neinna þessara þátta. Vísitalan er einungis tímakaup reglulegra launa (ekki tekið tillit til yfirvinnu) leiðrétt fyrir breytingu á verðlagi. Það þýðir að ef launamaður fer í minna starfshlutfall eða missir yfirvinnu mun vísitalan ekki taka neinum breytingum. Einnig héldist vísitalan óbreytt þó tekjuskattur yrði settur í 100%. Dæmi: Launamaður er með útborguð laun á mánuði 325 þús. inn í því eru 10 yfirvinnutímar. Grunnlaun hans hækka um 2,5% en hann missir alla yfirvinnu þannig að útborguð laun hans verða eftir þá breytingu 306 þús. Samkvæmt mælingu kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar hefur kaupmáttur hans aukist um 2,5% miðað við að engar breytingar verða á verðlagi. En raunin hjá þessum einstaklingi er að hann hefur orðið fyrir 5,8% kaupmáttarskerðingu. Kaupmáttarvísitala VR tekur tillit til þessara þátta, þ.e. starfshlutfalls, yfirvinnu og annarra tekjuskattsskyldra tekna, og fangar því mun betur breytingu á kaupmætti sem launamenn finna fyrir. Vísitala VR tekur einnig tillit til skattkerfisbreytinga. Grafið sýnir samanburð á kaupmáttarvísitölu VR og vísitölu kaupmáttar launa sem Hagstofa Íslands reiknar. Þarna má sjá að töluverðu munar á vísitölunum en vísitala Hagstofunnar sýnir að kaupmáttur launa sé 31% meiri en í janúar 2007 á meðan vísitala VR sýnir að kaupmáttur launa sé 10% meiri. Hvorug vísitalan fangar þó fyllilega þann raunverulega kaupmátt sem heimilin finna fyrir. Réttast væri að nota það sem kallast kaupmáttur ráðstöfunartekna en þar er tekið tillit til fleiri þátta sem hafa áhrif á kaupmátt einstaklinga. Þar er m.a. tekið tillit til atvinnutekna og annarra tekna auk bóta sem viðkomandi einstaklingur fær. Þá er einnig tekið tillit til allra skatta sem heimilin greiða. Þau gögn fást úr skattframtölum og birtast einungis einu sinni á ári og eru sýnd á grafinu að neðan. Miðað við þessar upplýsingar var kaupmáttur um 4% hærri árið 2019 samanborið við 2007. Það er því af og frá að kaupmáttur hafi verið tugprósentum hærri 2019 en hann var þegar best lét í íslensku efnahagslífi fyrir hrun 2008. Miðað við stöðuna í íslensku efnahagslífi um þessar mundir er líklegt að kaupmáttur ráðstöfunartekna muni dragast saman milli 2019 og 2020. Það er villandi mælikvarði að mæla kaupmátt eingöngu eftir tímakaupi. Venjuleg heimili mæla kaupmátt eftir því hverjar tekjurnar eru í hverjum mánuði og hvert verðlag er á vörum og þjónustu sem það kaupir. Því er réttari mælikvarði á kaupmátt hverjar tekjur eru samkvæmt skattframtölum leiðréttar fyrir verðlagsbreytingum frekar en að mæla kaupmátt tímakaups. Höfundur er framkvæmdastjóri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Verðlag Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Halldór 15.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst greinar þar sem fjallað er um hækkun launa og kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kaupmáttur hafi aukist um 30% á tímabilinu 2007 – 2019. Í þessum greiningum er stuðst við launavísitölu Hagstofunnar og svokallaða vísitölu kaupmáttar launa sem er lítið annað en launavísitalan leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum. Vísitala kaupmáttar launa mælir því eingöngu breytingu tímakaups í samanburði við verðlag sem getur gefið villandi mynd af þróun kaupmáttar heimilanna. Launavísitalan sem grunnur að mælingu á kaupmætti Kaupmáttur launa ætti að lýsa því hvað einstaklingur getur keypt mikið fyrir laun og aðrar tekjur sem hann fær greitt hvern mánuð. Ef starfshlutfall breytist, t.d. vegna hagræðingaraðgerða, hefur það áhrif á heildarlaun viðkomandi, hið sama á við um yfirvinnu. Þá hefur breyting á tekjuskatti einstaklinga einnig áhrif á hversu mikið launamaður fær útborgað. Mikilvægt er að taka tillit til þessara þátta ef markmið greiningarinnar er að varpa ljósi á stöðu heimila hvað kaupmátt varðar og þróun hans yfir tíma. Vísitala kaupmáttar launa sem Hagstofan birtir tekur ekki tillit til neinna þessara þátta. Vísitalan er einungis tímakaup reglulegra launa (ekki tekið tillit til yfirvinnu) leiðrétt fyrir breytingu á verðlagi. Það þýðir að ef launamaður fer í minna starfshlutfall eða missir yfirvinnu mun vísitalan ekki taka neinum breytingum. Einnig héldist vísitalan óbreytt þó tekjuskattur yrði settur í 100%. Dæmi: Launamaður er með útborguð laun á mánuði 325 þús. inn í því eru 10 yfirvinnutímar. Grunnlaun hans hækka um 2,5% en hann missir alla yfirvinnu þannig að útborguð laun hans verða eftir þá breytingu 306 þús. Samkvæmt mælingu kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar hefur kaupmáttur hans aukist um 2,5% miðað við að engar breytingar verða á verðlagi. En raunin hjá þessum einstaklingi er að hann hefur orðið fyrir 5,8% kaupmáttarskerðingu. Kaupmáttarvísitala VR tekur tillit til þessara þátta, þ.e. starfshlutfalls, yfirvinnu og annarra tekjuskattsskyldra tekna, og fangar því mun betur breytingu á kaupmætti sem launamenn finna fyrir. Vísitala VR tekur einnig tillit til skattkerfisbreytinga. Grafið sýnir samanburð á kaupmáttarvísitölu VR og vísitölu kaupmáttar launa sem Hagstofa Íslands reiknar. Þarna má sjá að töluverðu munar á vísitölunum en vísitala Hagstofunnar sýnir að kaupmáttur launa sé 31% meiri en í janúar 2007 á meðan vísitala VR sýnir að kaupmáttur launa sé 10% meiri. Hvorug vísitalan fangar þó fyllilega þann raunverulega kaupmátt sem heimilin finna fyrir. Réttast væri að nota það sem kallast kaupmáttur ráðstöfunartekna en þar er tekið tillit til fleiri þátta sem hafa áhrif á kaupmátt einstaklinga. Þar er m.a. tekið tillit til atvinnutekna og annarra tekna auk bóta sem viðkomandi einstaklingur fær. Þá er einnig tekið tillit til allra skatta sem heimilin greiða. Þau gögn fást úr skattframtölum og birtast einungis einu sinni á ári og eru sýnd á grafinu að neðan. Miðað við þessar upplýsingar var kaupmáttur um 4% hærri árið 2019 samanborið við 2007. Það er því af og frá að kaupmáttur hafi verið tugprósentum hærri 2019 en hann var þegar best lét í íslensku efnahagslífi fyrir hrun 2008. Miðað við stöðuna í íslensku efnahagslífi um þessar mundir er líklegt að kaupmáttur ráðstöfunartekna muni dragast saman milli 2019 og 2020. Það er villandi mælikvarði að mæla kaupmátt eingöngu eftir tímakaupi. Venjuleg heimili mæla kaupmátt eftir því hverjar tekjurnar eru í hverjum mánuði og hvert verðlag er á vörum og þjónustu sem það kaupir. Því er réttari mælikvarði á kaupmátt hverjar tekjur eru samkvæmt skattframtölum leiðréttar fyrir verðlagsbreytingum frekar en að mæla kaupmátt tímakaups. Höfundur er framkvæmdastjóri VR.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun