Ljósmyndara synjað um lokunarstyrk: „Þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2020 10:08 Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, þurfti að loka starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Engu að síður hefur henni verið neitað um lokunarstyrk. Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, furðar sig á því að hún skuli ekki eiga rétt á lokunarstyrk frá stjórnvöldum vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefur tvisvar lokað vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda; hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Hún segir faraldurinn hafa kollvarpað rekstrinum. Rán sérhæfir sig í nýburaljósmyndun sem krefst mikillar nálægðar að hennar sögn enda þurfi hún að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Hún hafi því talið að sér bæri að loka sinni starfsemi þar sem hún geti ekki haldið tveggja metra fjarlægð. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Þegar það er talað um, ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Þetta var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem hún ræddi þessi mál. Hún sótti um lokunarstyrk hjá ríkisskattstjóra. „Og þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum. Ég sérhæfi mig í nýburaljósmyndun og gef mig út fyrir það helst, sinni fleiri verkefnum í hjáverkum þegar ég get en það mætir algjörum afgangi en þeir vilja meina að ég hefði bara getað snúið mér að einhverju öðru, farið að mynda landslag eða leirmuni eða hvað sem það er,“ sagði Rán. Þá benti hún á að þetta virtist ekki eiga við alla. „Það var ekki sagt við sjúkraþjálfara á punktinum með engum fyrirvara geturðu ekki bara snúið þér að viðskiptavinum sem þurfa bara æfingar á gólfi en ekki sjúkranudd eða slíkt. Þetta er álíka fáránlegt.“ Lýsir ákveðinni vanþekkingu á hennar starfi Rán sagði að hún hefði kært þessa ákvörðun ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar. „Svo segja þeir mér að þeir hafi ráðfært sig við heilbrigðisráðuneytið sem taka undir þessa ákvörðun RSK um að ég hafi í raun bara átt að geta snúið mér að öðrum verkefnum á punktinum þótt ég hafi engan viðskiptamannagrunn í slík viðskipti. Hversu taktlaust hefði það verið að auglýsa eftir fólki í myndatökur á sama tíma og það er verið að segja því að halda sig heima og ekki fara neitt af óþörfu. Þetta er á skjön,“ sagði Rán. Þá benti hún á að upptalning á störfum í löggjöfinni sem væri að finna þar væri í dæmaskyni. Framkvæmdavaldið væri hins vegar að hengja sig beint í upptalningu við synjun á umsókninni hennar. „Af því ég flokkast ekki beint þarna undir þá fæ ég þessa synjun. Þeir skoða ekkert og þetta lýsir ákveðinni vanþekkingu á mínu starfi. Þeir skoða ekkert hvað ég er að gera eða bera neina virðingu fyrir því að myndatökurnar mínar krefjast nálægðar.“ Málinu er ekki lokið að sögn Ránar. Endanleg ákvörðun yfirskattanefndar liggur ekki fyrir heldur var Rán boðið að svara því áliti nefndarinnar að tekið væri undir sjónarmið ríkisskattstjóra í málinu. Rán svaraði nefndinni um helgina. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Hún hefur tvisvar lokað vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda; hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Hún segir faraldurinn hafa kollvarpað rekstrinum. Rán sérhæfir sig í nýburaljósmyndun sem krefst mikillar nálægðar að hennar sögn enda þurfi hún að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Hún hafi því talið að sér bæri að loka sinni starfsemi þar sem hún geti ekki haldið tveggja metra fjarlægð. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Þegar það er talað um, ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Þetta var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem hún ræddi þessi mál. Hún sótti um lokunarstyrk hjá ríkisskattstjóra. „Og þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum. Ég sérhæfi mig í nýburaljósmyndun og gef mig út fyrir það helst, sinni fleiri verkefnum í hjáverkum þegar ég get en það mætir algjörum afgangi en þeir vilja meina að ég hefði bara getað snúið mér að einhverju öðru, farið að mynda landslag eða leirmuni eða hvað sem það er,“ sagði Rán. Þá benti hún á að þetta virtist ekki eiga við alla. „Það var ekki sagt við sjúkraþjálfara á punktinum með engum fyrirvara geturðu ekki bara snúið þér að viðskiptavinum sem þurfa bara æfingar á gólfi en ekki sjúkranudd eða slíkt. Þetta er álíka fáránlegt.“ Lýsir ákveðinni vanþekkingu á hennar starfi Rán sagði að hún hefði kært þessa ákvörðun ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar. „Svo segja þeir mér að þeir hafi ráðfært sig við heilbrigðisráðuneytið sem taka undir þessa ákvörðun RSK um að ég hafi í raun bara átt að geta snúið mér að öðrum verkefnum á punktinum þótt ég hafi engan viðskiptamannagrunn í slík viðskipti. Hversu taktlaust hefði það verið að auglýsa eftir fólki í myndatökur á sama tíma og það er verið að segja því að halda sig heima og ekki fara neitt af óþörfu. Þetta er á skjön,“ sagði Rán. Þá benti hún á að upptalning á störfum í löggjöfinni sem væri að finna þar væri í dæmaskyni. Framkvæmdavaldið væri hins vegar að hengja sig beint í upptalningu við synjun á umsókninni hennar. „Af því ég flokkast ekki beint þarna undir þá fæ ég þessa synjun. Þeir skoða ekkert og þetta lýsir ákveðinni vanþekkingu á mínu starfi. Þeir skoða ekkert hvað ég er að gera eða bera neina virðingu fyrir því að myndatökurnar mínar krefjast nálægðar.“ Málinu er ekki lokið að sögn Ránar. Endanleg ákvörðun yfirskattanefndar liggur ekki fyrir heldur var Rán boðið að svara því áliti nefndarinnar að tekið væri undir sjónarmið ríkisskattstjóra í málinu. Rán svaraði nefndinni um helgina. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira