Misjafnt eftir félögum hvort bæði karlar og konur megi æfa vegna nýju reglnanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2020 15:35 Karlalið FH má æfa aftur 10. desember en kvennalið FH þarf að bíða allavega til 12. janúar eftir því að komast aftur af stað. vísir/hulda margrét Breytingar á sóttvarnareglum leggjast misvel í íþróttahreyfinguna. Hjá sumum félögum má meistaraflokkur karla æfa en ekki meistaraflokkur kvenna, og öfugt. Nýju sóttvarnareglurnar taka gildi á fimmtudaginn, 10. desember, og gilda til 12. janúar eða í tæpar fimm vikur. Samkomubann miðast áfram við tíu manns en verslanir geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. Hvað íþróttaiðkun varðar verður æfingabanni, sem hefur verið í gildi síðan í byrjun október, aflétt, þó aðeins hjá íþróttafólki í efstu deildum. Íþróttir má æfa, bæði með og án snertinga. Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Þessar nýju reglur koma nokkrum félögunum í skrítna stöðu þar sem meistaraflokkur karla má æfa en ekki meistaraflokkur kvenna, og öfugt. Í fótboltanum mega karlalið KR, FH, ÍA, Víkings R. og HK æfa en ekki kvennaliðin sem eru í neðri deildum. Að sama skapi mega kvennalið Selfoss, Þróttar R., ÍBV og Tindastóls æfa en ekki karlaliðin. Í handboltanum mega karlalið Aftureldingar, Selfoss, ÍR og Gróttu æfa en ekki kvennaliðin. Þá má kvennalið HK æfa en ekki karlaliðið. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og stöllur hennar í Skallagrími geta hafið æfingar á fimmtudaginn en karlalið Skallagríms verður að bíða fram á nýja árið.vísir/vilhelm Í körfuboltanum mega karlalið Njarðvíkur, Grindavíkur, Stjörnunnar, Þórs Þ. og Tindastóls æfa en ekki kvennaliðin. Meistaraflokkur kvenna hjá Breiðabliki, Skallagrími og Fjölni mega æfa en ekki meistaraflokkur karla. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur, hendir því fram á Twitter að nýjar sóttvarnareglur fari á svig við jafnréttisáætlun margra íþróttafélaga. Nýjar tillögur frá Ríkisstjórn og Sóttvarnarlækni brjóta í bága við jafnréttisáætlun hjá íþróttafélögum um land allt. Fjölmörg félög lenda í því að æfingar hjá meistarflokki eru leyfðar hjá körlum en ekki konum, og svo öfugt.— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) December 8, 2020 Í samtali við Vísi sagðist Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ekkert vera alltof sáttar við nýjar sóttvarnareglur. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að við fáum að æfa í efstu tveimur deildum karla og kvenna. Samkvæmt regluverki KKÍ og FIBA hanga þessar deildir saman, Domino’s deildirnar og fyrstu deildir karla og kvenna,“ sagði Hannes. „Ég hef enn trú á því að þessar deildir fái að æfa. Það skiptir ofboðslegu miklu máli. Það er nógu slæmt að önnur deildin og niður fái ekki að æfa. Við skiljum það en það skiptir meginmáli að þessar deildir fái að æfa. Við erum búin að vera vinna í því síðustu daga og munum gera það áfram.“ Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, tók í sama streng og Hannes. „Það er gott að fá hluta inn á æfingar en það er verulegt áhyggjuefni að það séu bara efstu deildirnar en ekki þær deildir sem eru samhangandi [1. deildin]. Við höfum verulegar áhyggjur að þær geti ekki hafið æfingar,“ sagði Róbert. Þeir hafa báðir áhyggjur af hópi ungmenna sem mega ekki æfa nema þau séu í afrekshópum. „Æfingar unglinga, fæddir 2004, 2003 og 2002, verða að komast í gang. Þessir ungu krakkar verða að fá að æfa, óháð því í hvaða deild liðin eru. Þau verða að fá að komast í íþróttahús,“ sagði Hannes og Róbert var á sama máli. „Það er jafn mikið áhyggjuefni að ekkert sé talað um ungmennin, 16-18 ára. Ungmennin geta hvorki farið í skólann, líkamsræktina né æfingar. Það er verulegt áhyggjuefni og gríðarleg vonbrigði.“ Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn „Ég saknaði þín“ Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Sjá meira
Nýju sóttvarnareglurnar taka gildi á fimmtudaginn, 10. desember, og gilda til 12. janúar eða í tæpar fimm vikur. Samkomubann miðast áfram við tíu manns en verslanir geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. Hvað íþróttaiðkun varðar verður æfingabanni, sem hefur verið í gildi síðan í byrjun október, aflétt, þó aðeins hjá íþróttafólki í efstu deildum. Íþróttir má æfa, bæði með og án snertinga. Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Þessar nýju reglur koma nokkrum félögunum í skrítna stöðu þar sem meistaraflokkur karla má æfa en ekki meistaraflokkur kvenna, og öfugt. Í fótboltanum mega karlalið KR, FH, ÍA, Víkings R. og HK æfa en ekki kvennaliðin sem eru í neðri deildum. Að sama skapi mega kvennalið Selfoss, Þróttar R., ÍBV og Tindastóls æfa en ekki karlaliðin. Í handboltanum mega karlalið Aftureldingar, Selfoss, ÍR og Gróttu æfa en ekki kvennaliðin. Þá má kvennalið HK æfa en ekki karlaliðið. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og stöllur hennar í Skallagrími geta hafið æfingar á fimmtudaginn en karlalið Skallagríms verður að bíða fram á nýja árið.vísir/vilhelm Í körfuboltanum mega karlalið Njarðvíkur, Grindavíkur, Stjörnunnar, Þórs Þ. og Tindastóls æfa en ekki kvennaliðin. Meistaraflokkur kvenna hjá Breiðabliki, Skallagrími og Fjölni mega æfa en ekki meistaraflokkur karla. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur, hendir því fram á Twitter að nýjar sóttvarnareglur fari á svig við jafnréttisáætlun margra íþróttafélaga. Nýjar tillögur frá Ríkisstjórn og Sóttvarnarlækni brjóta í bága við jafnréttisáætlun hjá íþróttafélögum um land allt. Fjölmörg félög lenda í því að æfingar hjá meistarflokki eru leyfðar hjá körlum en ekki konum, og svo öfugt.— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) December 8, 2020 Í samtali við Vísi sagðist Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ekkert vera alltof sáttar við nýjar sóttvarnareglur. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að við fáum að æfa í efstu tveimur deildum karla og kvenna. Samkvæmt regluverki KKÍ og FIBA hanga þessar deildir saman, Domino’s deildirnar og fyrstu deildir karla og kvenna,“ sagði Hannes. „Ég hef enn trú á því að þessar deildir fái að æfa. Það skiptir ofboðslegu miklu máli. Það er nógu slæmt að önnur deildin og niður fái ekki að æfa. Við skiljum það en það skiptir meginmáli að þessar deildir fái að æfa. Við erum búin að vera vinna í því síðustu daga og munum gera það áfram.“ Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, tók í sama streng og Hannes. „Það er gott að fá hluta inn á æfingar en það er verulegt áhyggjuefni að það séu bara efstu deildirnar en ekki þær deildir sem eru samhangandi [1. deildin]. Við höfum verulegar áhyggjur að þær geti ekki hafið æfingar,“ sagði Róbert. Þeir hafa báðir áhyggjur af hópi ungmenna sem mega ekki æfa nema þau séu í afrekshópum. „Æfingar unglinga, fæddir 2004, 2003 og 2002, verða að komast í gang. Þessir ungu krakkar verða að fá að æfa, óháð því í hvaða deild liðin eru. Þau verða að fá að komast í íþróttahús,“ sagði Hannes og Róbert var á sama máli. „Það er jafn mikið áhyggjuefni að ekkert sé talað um ungmennin, 16-18 ára. Ungmennin geta hvorki farið í skólann, líkamsræktina né æfingar. Það er verulegt áhyggjuefni og gríðarleg vonbrigði.“
Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn „Ég saknaði þín“ Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Sjá meira