Fjárfesting sonarins þrefaldaðist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2020 09:01 Georg Lúðvíksson er einn stofnenda Meniga og í dag forstjóri fyrirtækisins. Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins. Georg er einn stofnanda fjártæknifyrirtækisins Meniga en hann var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum þar sem rabbað er um fjármál einstaklinga. Georg segir ekki mælanleg tensl milli þess að eiga peninga og vera hamingjusamur. Hins vegar séu tengsl milli þess hvernig við förum með peningana okkar, til dæmis að fjárfesta í upplifunum, og aukinnar hamingju. Þá sé gott að vera alltaf vera með plan B og eiga varasjóð og borð fyrir báru. Hamingjuna að finna í fjárhagslegu frelsi „Fjárhagsáhyggjur eru eitt stærsta andlega vandamál í flestum löndum. Helsta ástæða sambandsvandamála, stress og að þú missir úr vinnu eru fjárhagsáhyggjur.“ Hann bendir á að fjárhagslegt frelsi eða fjárhagslegt sjálfstæði sé eitt það mikilvægasta sem við eigum að stefna að. Hann stefnir sjálfur að því að vera hluti af FIRE hreyfingunni (Financial Independence, Retire Early) ásamt konu sinni þar sem umtalsverður hluti tekna er lagður fyrir þannig að þau geti valið að hætta að vinna fyrr en ella. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem rætt er við um fjármál í uppeldi eru mun ólíklegri til að lenda í fjárhagsvandræðum síðar á lífsleiðinni. Georg leggur því mikla áherslu á að synir sínir fái fjárhagslegt uppeldi og segir að það geti verið skemmtilegt og spennandi, ein konar leikur. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi gefið sonum sínum smávægilega upphæð á síðasta ári. Hlutbréfin ruku upp Elsti sonurinn fékk það verkefni að leggja til fjárfestingar í hlutabréfum fyrir sinn hluta. Hann sagðist hafa leyft syni sínum að hafa frjálsar hendur þegar kæmi að fjárfestingum nema að hann hefði neitunarvald ef honum fyndist hann vera að fara að gera einhverja vitleysu. Spurður hvort til þess hefði komið sagði Georg. „Nei ekki enn þá en ég var nálægt því þegar hann ætlaði að kaupa hlutabréf í Tesla í vor þegar ég gaf þeim þetta. Ég sagði já, Tesla er mjög gott fyrirtæki en það er hins vegar ansi dýrt hlutabréfaverðið. Ég er ekki viss um að það sé frábær fjárfesting.“ Georg samþykkti fjárfestinguna og hugsaði þetta getur verið dýrmæt lexía ef hlutabréfaverðið hrynur en það öfuga gerðist. Hlutabréfi í Tesla sem kostaði um 900 dollara hefur þrefaldast að virði síðan frá í vor. Fjármálahegðun hafi breyst í Covid Georg segir að hjá Meniga sjái þau töluverðar breytingar á fjármálahegðun ungs fólks á aldrinum 16-24 ára nú á tímum kórónuveirunnar. Útgjöld í frítíma og afþreyingu hafa hrunið en á sama tíma hefur sparnaður aukist heilmikið. Margir upplifa þó óöryggi sem getur haft áhrif á sparnað sökum óvissu. Heyra má viðtalið við Georg í heild hér að neðan. Hlaðvarpið er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Klippa: Georg Lúðvíksson - Hamingjuna finnur maður í fjárhagslegu frelsi Markaðir Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Leitin að peningunum Fjártækni Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Georg er einn stofnanda fjártæknifyrirtækisins Meniga en hann var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum þar sem rabbað er um fjármál einstaklinga. Georg segir ekki mælanleg tensl milli þess að eiga peninga og vera hamingjusamur. Hins vegar séu tengsl milli þess hvernig við förum með peningana okkar, til dæmis að fjárfesta í upplifunum, og aukinnar hamingju. Þá sé gott að vera alltaf vera með plan B og eiga varasjóð og borð fyrir báru. Hamingjuna að finna í fjárhagslegu frelsi „Fjárhagsáhyggjur eru eitt stærsta andlega vandamál í flestum löndum. Helsta ástæða sambandsvandamála, stress og að þú missir úr vinnu eru fjárhagsáhyggjur.“ Hann bendir á að fjárhagslegt frelsi eða fjárhagslegt sjálfstæði sé eitt það mikilvægasta sem við eigum að stefna að. Hann stefnir sjálfur að því að vera hluti af FIRE hreyfingunni (Financial Independence, Retire Early) ásamt konu sinni þar sem umtalsverður hluti tekna er lagður fyrir þannig að þau geti valið að hætta að vinna fyrr en ella. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem rætt er við um fjármál í uppeldi eru mun ólíklegri til að lenda í fjárhagsvandræðum síðar á lífsleiðinni. Georg leggur því mikla áherslu á að synir sínir fái fjárhagslegt uppeldi og segir að það geti verið skemmtilegt og spennandi, ein konar leikur. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi gefið sonum sínum smávægilega upphæð á síðasta ári. Hlutbréfin ruku upp Elsti sonurinn fékk það verkefni að leggja til fjárfestingar í hlutabréfum fyrir sinn hluta. Hann sagðist hafa leyft syni sínum að hafa frjálsar hendur þegar kæmi að fjárfestingum nema að hann hefði neitunarvald ef honum fyndist hann vera að fara að gera einhverja vitleysu. Spurður hvort til þess hefði komið sagði Georg. „Nei ekki enn þá en ég var nálægt því þegar hann ætlaði að kaupa hlutabréf í Tesla í vor þegar ég gaf þeim þetta. Ég sagði já, Tesla er mjög gott fyrirtæki en það er hins vegar ansi dýrt hlutabréfaverðið. Ég er ekki viss um að það sé frábær fjárfesting.“ Georg samþykkti fjárfestinguna og hugsaði þetta getur verið dýrmæt lexía ef hlutabréfaverðið hrynur en það öfuga gerðist. Hlutabréfi í Tesla sem kostaði um 900 dollara hefur þrefaldast að virði síðan frá í vor. Fjármálahegðun hafi breyst í Covid Georg segir að hjá Meniga sjái þau töluverðar breytingar á fjármálahegðun ungs fólks á aldrinum 16-24 ára nú á tímum kórónuveirunnar. Útgjöld í frítíma og afþreyingu hafa hrunið en á sama tíma hefur sparnaður aukist heilmikið. Margir upplifa þó óöryggi sem getur haft áhrif á sparnað sökum óvissu. Heyra má viðtalið við Georg í heild hér að neðan. Hlaðvarpið er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Klippa: Georg Lúðvíksson - Hamingjuna finnur maður í fjárhagslegu frelsi
Markaðir Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Leitin að peningunum Fjártækni Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira