Húsleit gerð hjá fyrrum starfsmanni sem sakaði ráðuneytið um að falsa veirutölur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2020 19:10 Jones kom að gerð gagnagrunns um faraldur kórónuveirunnar í Flórída. Paul Hennessy/SOPA Images/LightRocket via Getty Lögreglan í Flórídaríki í Bandaríkjunum gerði í dag húsleit hjá tölfræðingnum Rebekuh Jones, en hún kom að gerð gagnagrunns sem heldur utan um framgang kórónuveirufaraldursins í ríkinu. Í frétt breska ríkisútvarpsins af málinu er haft eftir lögregluyfirvöldum í Flórída að húsleitin hafi verið gerð vegna gruns um að brotist hafi verið inn í kerfi sem ríkið notar til að senda út neyðartilkynningar vegna hættuástands. Jones hefur hafnað því að vera viðriðin innbrotið. Tölvur í eigu Jones voru gerðar upptækar við húsleitina. Jones var rekin frá heilbrigðisráðuneytinu í maí síðastliðnum eftir að hafa sakað ráðuneytið um að falsa tölfræði um kórónuveirusmit, með það fyrir augum að geta slakað á sóttvarnatakmörkunum. Eftir það kom hún á fót sínum eigin gagnagrunni þar sem hún fylgdist með framgangi faraldursins í Bandaríkjunum. Samkvæmt Tampa Bay Times fól innbrotið í sér að skilaboð voru send á viðbragðsaðila í neyðarteymi ráðuneytisins og þeir hvattir til að „láta í sér heyra“ áður en þúsundir í viðbót myndu látast af völdum kórónuveirunnar. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 291.000 manns látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, af þeim rúmlega 15.400.000 sem greinst hafa. Segir lögregluna hafa miðað byssu á börnin Samkvæmt löggæsluyfirvöldum í Flórída var innbrotið rakið og talið sýnt fram á að það hefði verið framið frá heimili Jones. Þá hafnaði lögreglan því að hafa beint byssu að börnum hennar, líkt og hún hafði sakað lögregluna um. Söfnun hefur nú verið komið á fót til þess að styrkja Jones um lögfræðikostnað sem kann að falla til vegna málsins. Á undir tíu klukkutímum hafa safnast yfir 65.000 dollarar, eða rúmlega átta milljónir króna. „Það lítur út fyrir að ég þurfi að fá mér nýja tölvu og góðan lögfræðing,“ er haft eftir Jones á síðu söfnunarinnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Í frétt breska ríkisútvarpsins af málinu er haft eftir lögregluyfirvöldum í Flórída að húsleitin hafi verið gerð vegna gruns um að brotist hafi verið inn í kerfi sem ríkið notar til að senda út neyðartilkynningar vegna hættuástands. Jones hefur hafnað því að vera viðriðin innbrotið. Tölvur í eigu Jones voru gerðar upptækar við húsleitina. Jones var rekin frá heilbrigðisráðuneytinu í maí síðastliðnum eftir að hafa sakað ráðuneytið um að falsa tölfræði um kórónuveirusmit, með það fyrir augum að geta slakað á sóttvarnatakmörkunum. Eftir það kom hún á fót sínum eigin gagnagrunni þar sem hún fylgdist með framgangi faraldursins í Bandaríkjunum. Samkvæmt Tampa Bay Times fól innbrotið í sér að skilaboð voru send á viðbragðsaðila í neyðarteymi ráðuneytisins og þeir hvattir til að „láta í sér heyra“ áður en þúsundir í viðbót myndu látast af völdum kórónuveirunnar. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 291.000 manns látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, af þeim rúmlega 15.400.000 sem greinst hafa. Segir lögregluna hafa miðað byssu á börnin Samkvæmt löggæsluyfirvöldum í Flórída var innbrotið rakið og talið sýnt fram á að það hefði verið framið frá heimili Jones. Þá hafnaði lögreglan því að hafa beint byssu að börnum hennar, líkt og hún hafði sakað lögregluna um. Söfnun hefur nú verið komið á fót til þess að styrkja Jones um lögfræðikostnað sem kann að falla til vegna málsins. Á undir tíu klukkutímum hafa safnast yfir 65.000 dollarar, eða rúmlega átta milljónir króna. „Það lítur út fyrir að ég þurfi að fá mér nýja tölvu og góðan lögfræðing,“ er haft eftir Jones á síðu söfnunarinnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira