Erlent

Tölvuþrjótar stálu gögnum um bóluefni Pfizer

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gögnum um bóluefni Pfizer og BioNTech var stolið af tölvuþrjótum úr gagnagrunni Lyfjastofnunar Evrópu. 
Gögnum um bóluefni Pfizer og BioNTech var stolið af tölvuþrjótum úr gagnagrunni Lyfjastofnunar Evrópu.  Getty/Jakub Porzycki/NurPhoto

Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur orðið fyrir netaárás og hefur gögnum sem tengjast Covid-19 bóluefni verið stolið.

BioNTech, sem hefur þróað bóluefni í samstarfi við Pfizer, greindi frá því í dag að umsókn lyfjafyrirtækisins um að bóluefnið verði samþykkt til notkunar, hafi verið opnað á meðan á netárásinni stóð. BioNTech greindi þó frá því að ekki sé talið að netárásin muni hafa áhrif á tímann sem mun taka að samþykkja efnið.

Lyfjastofnunin vinnur nú að því að samþykkja tvö Covid-19 bóluefni og er gert ráð fyrir að niðurstöður muni liggja fyrir á næstu vikum.

Lyfjastofnunin greindi ekki frá því hvað hafi falist í netárásinni en að rannsókn á henni sé þegar hafin. Þá var greint frá því að gagnagrunnur stofnunarinnar sé enn starfandi og árásin hafi ekki valdið hruni á netþjóni þess.

Þá var greint frá því að ekki sé talið að persónuupplýsingar um þátttakendur í lyfjarannsóknum hafi náðst af árásarmönnunum.

Lyfjastofnun Evrópu ber ábyrgð á því að samþykkja notkun lyfja fyrir aðildarríki Evrópusambandsins. Nú vinnur stofnunin að því að greina hvort bóluefni BioNTech og Pfizer, sem þegar er í notkun á Bretlandi, og bóluefni Moderna séu örugg til notkunar.

Ekki hefur verið greint frá því hvort að netárásarmennirnir hafi í höndum gögn um bóluefni Moderna.


Tengdar fréttir

Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×