Gera ráð fyrir 320 milljarða hallarekstri ríkissjóðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2020 21:17 Frá fundi Alþingis í dag. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári er áætlaður 10,4% af vergri landsframleiðslu að teknu tilliti til þeirra breytingatillagna sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerir grein fyrir í nefndaráliti við fjáraukalög sem dreift var á Alþingi í dag. Meirihluti nefndarinnar leggur til ríflega 55 milljarða útgjaldaaukningu til viðbótar við fyrirliggjandi frumvarp til fjárlaga. Að teknu tilliti til þessa breytinga er gert ráð fyrir að hallinn nemi rúmum 319,9 milljörðum króna á næsta ári, en ekki 264 milljörðum líkt og gert var ráð fyrir í fyrstu drögum frumvarpsins. Mestu munar þar um 19,8 milljarða vegna viðspyrnustyrkja og sex milljarða vegna framlengingar á hlutabótaleiðinni svokölluðu. „Frá þeim tíma þegar forsendur frumvarpsins voru ljósar hefur efnahagsframvindan reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Sú efnahagsþróun er nær því sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti sem dökka sviðsmynd í greinargerð með fjármálaáætlun en grunnsviðsmyndinni sem byggðist á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Í þessu ljósi var ákveðið að bæta við áður ákveðnar mótvægisaðgerðir stjórnvalda og þær kynntar hinn 20. nóvember,“ segir í meirihlutaálitinu. Þá er jafnframt gert ráð fyrir auknu fjármagni í ýmsa aðra málaflokka. Þannig er til að mynda gert ráð fyrir hátt í 200 milljóna króna hækkun til öryggis- og varnarmála sem heyra undir utanríkisráðuneytið vegna netöryggismála og 64 milljóna hækkun til að mæta útgjöldum vegna samningaviðræðna við Breta í kjölfar Brexit. Þá er gert ráð fyrir útgjaldaaukningu sem nemur 466 milljónum sem alfarið er ætlað til að greiða „sanngirnisbætur vegna þeirra stofnana þar sem fötluð börn voru vistuð á árum áður,“ líkt og það er orðað í nefndarálitinu. Þá má nefna 140 milljóna viðbótarframlag til Ríkisútvarpsins þar sem „þar sem tekjuáætlun af útvarpsgjaldi hefur verið uppfærð frá því sem miðað var við í frumvarpinu.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Meirihluti nefndarinnar leggur til ríflega 55 milljarða útgjaldaaukningu til viðbótar við fyrirliggjandi frumvarp til fjárlaga. Að teknu tilliti til þessa breytinga er gert ráð fyrir að hallinn nemi rúmum 319,9 milljörðum króna á næsta ári, en ekki 264 milljörðum líkt og gert var ráð fyrir í fyrstu drögum frumvarpsins. Mestu munar þar um 19,8 milljarða vegna viðspyrnustyrkja og sex milljarða vegna framlengingar á hlutabótaleiðinni svokölluðu. „Frá þeim tíma þegar forsendur frumvarpsins voru ljósar hefur efnahagsframvindan reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Sú efnahagsþróun er nær því sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti sem dökka sviðsmynd í greinargerð með fjármálaáætlun en grunnsviðsmyndinni sem byggðist á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Í þessu ljósi var ákveðið að bæta við áður ákveðnar mótvægisaðgerðir stjórnvalda og þær kynntar hinn 20. nóvember,“ segir í meirihlutaálitinu. Þá er jafnframt gert ráð fyrir auknu fjármagni í ýmsa aðra málaflokka. Þannig er til að mynda gert ráð fyrir hátt í 200 milljóna króna hækkun til öryggis- og varnarmála sem heyra undir utanríkisráðuneytið vegna netöryggismála og 64 milljóna hækkun til að mæta útgjöldum vegna samningaviðræðna við Breta í kjölfar Brexit. Þá er gert ráð fyrir útgjaldaaukningu sem nemur 466 milljónum sem alfarið er ætlað til að greiða „sanngirnisbætur vegna þeirra stofnana þar sem fötluð börn voru vistuð á árum áður,“ líkt og það er orðað í nefndarálitinu. Þá má nefna 140 milljóna viðbótarframlag til Ríkisútvarpsins þar sem „þar sem tekjuáætlun af útvarpsgjaldi hefur verið uppfærð frá því sem miðað var við í frumvarpinu.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira