Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2020 07:11 Sundlaugargestir hópast saman fyrir utan Laugardalslaugina, rétt fyrir opnun, klukkan 6:30. Vísir/Atli Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. Sundlaugunum var lokað í annað sinn í heimsfaraldrinum þann 7. október, en samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra var þeim heimilt að hafa opið fyrir almenningi aftur frá og með deginum í dag. Um klukkan 6:10 voru fyrstu sundlaugargestirnir mættir fyrir utan innganginn og var ljóst að þeim lá ýmislegt á hjarta, enda höfðu þeir ekki fengið almennilega útrás þann tíma sem pottarnir voru lokaðir. Smátt og smátt fjölgaði svo í hópnum og þegar opnaði klukkan 6:30 voru milli fimmtán og tuttugu manns sem biðu, ef röð mætti þá kalla. Að neðan má sjá þegar opnað var fyrir gesti klukkan 6:30. Mikið var spjallað á meðan þess var beðið að starfsmenn opnuðu. „Seint koma sumir!“ og „Gaman að sjá þig“ heyrðist oftar en einu sinni. „Ekki gerir ríkisstjórnin það!“ heyrðist líka í tvígang. „Ég átti að skila því til ykkar að hann [karlmannsnafn] mætir ekki fyrr en Kári hefur gefið leyfi,“ tilkynnti einn. „Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Fastagestirnir Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Þorfinnur Steinarsson og Guðmundur Ragnarsson voru fyrstir til að koma sér fyrir í „röðinni“. Snær sagði þennan lokunartíma hafa verið hundleiðinlegan. „Maður fór bara í sturtuna á morgnana í stað þess að fara í laugina. Við höfum reyndar hist nokkrir úr þessum morgunhópi á morgnana í bakaríi. Spjallað og krufið málin. Við getum náttúrulega ekki látið þetta leika lausum hala allt saman. Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Guðmundur Ragnarsson og Þorfinnur Steinarsson voru fremstir í röðinni.Vísir/Atli Eyjólfur segir nokkra úr hópnum líka hafa farið í langa göngutúra – sex til tólf kílómetra á dag. Þeir sögðust hlakka til að fara í pottinn. Fyrst yrði þó að synda nokkrar ferðir. Fimmtíu prósent af hámarksfjölda Samkvæmt nýjustu reglugerð ráðherra er heimilt fyrir sundlaugar að hafa opið fyrir allt að 50 prósent af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Opnunin nú var nokkuð ólík þeirri sem var í maí þegar ákveðið var að opna á miðnætti eftir lokunina þá. Mikill fjöldi ungmenna streymdi þá inn í laugina þegar klukkan sló miðnætti eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sundlaugunum var lokað í annað sinn í heimsfaraldrinum þann 7. október, en samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra var þeim heimilt að hafa opið fyrir almenningi aftur frá og með deginum í dag. Um klukkan 6:10 voru fyrstu sundlaugargestirnir mættir fyrir utan innganginn og var ljóst að þeim lá ýmislegt á hjarta, enda höfðu þeir ekki fengið almennilega útrás þann tíma sem pottarnir voru lokaðir. Smátt og smátt fjölgaði svo í hópnum og þegar opnaði klukkan 6:30 voru milli fimmtán og tuttugu manns sem biðu, ef röð mætti þá kalla. Að neðan má sjá þegar opnað var fyrir gesti klukkan 6:30. Mikið var spjallað á meðan þess var beðið að starfsmenn opnuðu. „Seint koma sumir!“ og „Gaman að sjá þig“ heyrðist oftar en einu sinni. „Ekki gerir ríkisstjórnin það!“ heyrðist líka í tvígang. „Ég átti að skila því til ykkar að hann [karlmannsnafn] mætir ekki fyrr en Kári hefur gefið leyfi,“ tilkynnti einn. „Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Fastagestirnir Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Þorfinnur Steinarsson og Guðmundur Ragnarsson voru fyrstir til að koma sér fyrir í „röðinni“. Snær sagði þennan lokunartíma hafa verið hundleiðinlegan. „Maður fór bara í sturtuna á morgnana í stað þess að fara í laugina. Við höfum reyndar hist nokkrir úr þessum morgunhópi á morgnana í bakaríi. Spjallað og krufið málin. Við getum náttúrulega ekki látið þetta leika lausum hala allt saman. Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Guðmundur Ragnarsson og Þorfinnur Steinarsson voru fremstir í röðinni.Vísir/Atli Eyjólfur segir nokkra úr hópnum líka hafa farið í langa göngutúra – sex til tólf kílómetra á dag. Þeir sögðust hlakka til að fara í pottinn. Fyrst yrði þó að synda nokkrar ferðir. Fimmtíu prósent af hámarksfjölda Samkvæmt nýjustu reglugerð ráðherra er heimilt fyrir sundlaugar að hafa opið fyrir allt að 50 prósent af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Opnunin nú var nokkuð ólík þeirri sem var í maí þegar ákveðið var að opna á miðnætti eftir lokunina þá. Mikill fjöldi ungmenna streymdi þá inn í laugina þegar klukkan sló miðnætti eins og sjá má í myndbandinu að neðan.
Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira