Frakkar beita Google og Amazon háum sektum Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 10:39 Sundar Pichai, forstjóri Google. Forsvarsmenn bæði Google og Amazon segja yfirvöld í Frakklandi ekki getað sektað fyrirtækin þar sem höfuðstöðvar þeirra séu ekki þar í landi. AP/LM Otero Yfirvöld í Frakklandi hafa sektað Google um hundrað milljónir evra og Amazon um 35 milljónir. Það samsvarar rúmum fimmtán milljörðum króna annars vegar og rúmum fimm milljörðum hins vegar. Fyrirtækin voru sektuð fyrir að brjóta reglur Evrópusambandsins varðandi svokallaðar vafrakökur, með því að nota þá tækni án þess að gera notendum grein fyrir því að verið væri að fylgjast með þeim á netinu. Sekt Google er tvöfalt hærri sekt en CNIL hafði áður beitt og var það einnig gegn Google, samkvæmt frétt Bloomberg. Starfsmenn fyrirtækjanna hafa nú þriggja mánaða frest til að gera breytingar í samræmi við reglur. Verði það ekki búið eftir þrjá mánuði verða þau sektuð um hundrað þúsund evrur á dag, þar til breytingarnar verða gerðar. Forsvarsmenn beggja fyrirtækjanna hafa mótmælt sektunum. Google segir niðurstaða CNIL, frönsku stofnunarinnar sem beitti sektunum, sé ekki í takt við þær breytingar sem Google hefur þegar gert. Þá gagnrýnir fyrirtækið yfirvöld í Frakklandi fyrir óskýrar reglur sem taki sífellt breytingum. Samkvæmt frétt Reuters segja bæði fyrirtækin að yfirvöld í Frakklandi hafi ekki rétt á því að sekta fyrirtækin þar sem höfuðstöðvar þeirra í Evrópu séu í Írlandi (Google) og Lúxemborg (Amazon). Því hafna Frakkar alfarið. Í umfjöllun Politico segir að sektirnar séu til marks um pirring ráðamanna í Evrópu gagnvart Írlandi og Lúxemborg, þar sem flest alþjóðleg tæknifyrirtæki eru með höfuðstöðvar sínar, vegna þess hve lítið er gert þar til að hafa hemil á fyrirtækjunum. Samkvæmt reglum ESB er það yfirvalda ríkja að leiða rannsóknir fyrirtækja sem eru starfrækt innan landamæra þeirra. Google Amazon Frakkland Írland Lúxemborg Tengdar fréttir Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp. 10. desember 2020 09:11 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrirtækin voru sektuð fyrir að brjóta reglur Evrópusambandsins varðandi svokallaðar vafrakökur, með því að nota þá tækni án þess að gera notendum grein fyrir því að verið væri að fylgjast með þeim á netinu. Sekt Google er tvöfalt hærri sekt en CNIL hafði áður beitt og var það einnig gegn Google, samkvæmt frétt Bloomberg. Starfsmenn fyrirtækjanna hafa nú þriggja mánaða frest til að gera breytingar í samræmi við reglur. Verði það ekki búið eftir þrjá mánuði verða þau sektuð um hundrað þúsund evrur á dag, þar til breytingarnar verða gerðar. Forsvarsmenn beggja fyrirtækjanna hafa mótmælt sektunum. Google segir niðurstaða CNIL, frönsku stofnunarinnar sem beitti sektunum, sé ekki í takt við þær breytingar sem Google hefur þegar gert. Þá gagnrýnir fyrirtækið yfirvöld í Frakklandi fyrir óskýrar reglur sem taki sífellt breytingum. Samkvæmt frétt Reuters segja bæði fyrirtækin að yfirvöld í Frakklandi hafi ekki rétt á því að sekta fyrirtækin þar sem höfuðstöðvar þeirra í Evrópu séu í Írlandi (Google) og Lúxemborg (Amazon). Því hafna Frakkar alfarið. Í umfjöllun Politico segir að sektirnar séu til marks um pirring ráðamanna í Evrópu gagnvart Írlandi og Lúxemborg, þar sem flest alþjóðleg tæknifyrirtæki eru með höfuðstöðvar sínar, vegna þess hve lítið er gert þar til að hafa hemil á fyrirtækjunum. Samkvæmt reglum ESB er það yfirvalda ríkja að leiða rannsóknir fyrirtækja sem eru starfrækt innan landamæra þeirra.
Google Amazon Frakkland Írland Lúxemborg Tengdar fréttir Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp. 10. desember 2020 09:11 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp. 10. desember 2020 09:11