Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2020 20:10 Götur átta borga í Frakklandi voru nær mannlausar í nótt út af útgöngubanninu. AP Photo/Laurent Cipriani Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sagði í dag að fjölda smita fækkaði ekki eins fljótt og vonir voru um eftir að útgöngubann var sett á í lok október. Útgöngubanninu sem hefur verið í gildi síðan þá verður aflétt en þess í stað verður sett á útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex að morgni og tekur það gildi frá og með 15. desember. Útgöngubanninu verður ekki aflétt um áramót, eins og einhverjir vonuðust til, til þess að koma í veg fyrir að stórir hópar fólks safnist saman. Ríkisstjórnin hafði áætlað að boða ekki tilslakanir fyrr en dagleg smit væru orðin færri en fimm þúsund. Það virðist hins vegar ekki raunin, en undanfarna daga hafa meira en tíu þúsund greinst smitaðir dag hvern og í gær greindust 13.750 smitaðir af veirunni. „Við erum enn ekki komin að lokum þessarar annarrar bylgju, og við munum ekki ná markmiðum okkar sem við ætluðum að ná 15. desember,“ sagði Castex á blaðamannafundi í dag. „Við getum ekki slakað alveg á strax. Við verðum að vera einbeitt og vera vakandi til þess að komast í gegnum komandi vikur,“ bætti hann við. Söfn, kvikmyndahús, leikhús og íþróttamiðstöðvar verða ekki opnaðar aftur næstu þrjár vikurnar eins og búist var við. Ákvörðunin um að opna ekki þessar menningarmiðstöðvar hefur verið harðlega gagnrýnd af meðlimum listasenunnar og sagði Phillipe Lellouche, leikari og leikstjóri, í samtali við sjónvarpsstöðina BMF: „Við erum orðin þreytt á því að vera hundsuð. Enn á ný hefur menningin verið skilin eftir á hliðarlínunni.“ Frekari tilslakanir voru tilkynntar af Castex í dag. Leyfilegt verður að ferðast á milli landshluta, útgöngubannið mun ekki gilda á aðfangadagskvöld, fjölskyldur mega fagna jólunum saman en þó ekki fleiri en sex í einu. Í Frakklandi hafa meira en 2,3 milljónir greinst smitaðir af veirunni og nærri 57 þúsund látið lífið frá upphafi faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Mannlausar götur í París Umdeilt útgöngubann tók gildi í gærkvöldi í París svo og átta öðru borgum Frakklands. Götur borganna voru nær mannlausar en lögregla fylgdi því eftir að bannið væri virt. 18. október 2020 10:46 Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. 15. október 2020 11:13 Koma á útgöngubanni í Frakklandi Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. 14. október 2020 19:28 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sagði í dag að fjölda smita fækkaði ekki eins fljótt og vonir voru um eftir að útgöngubann var sett á í lok október. Útgöngubanninu sem hefur verið í gildi síðan þá verður aflétt en þess í stað verður sett á útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex að morgni og tekur það gildi frá og með 15. desember. Útgöngubanninu verður ekki aflétt um áramót, eins og einhverjir vonuðust til, til þess að koma í veg fyrir að stórir hópar fólks safnist saman. Ríkisstjórnin hafði áætlað að boða ekki tilslakanir fyrr en dagleg smit væru orðin færri en fimm þúsund. Það virðist hins vegar ekki raunin, en undanfarna daga hafa meira en tíu þúsund greinst smitaðir dag hvern og í gær greindust 13.750 smitaðir af veirunni. „Við erum enn ekki komin að lokum þessarar annarrar bylgju, og við munum ekki ná markmiðum okkar sem við ætluðum að ná 15. desember,“ sagði Castex á blaðamannafundi í dag. „Við getum ekki slakað alveg á strax. Við verðum að vera einbeitt og vera vakandi til þess að komast í gegnum komandi vikur,“ bætti hann við. Söfn, kvikmyndahús, leikhús og íþróttamiðstöðvar verða ekki opnaðar aftur næstu þrjár vikurnar eins og búist var við. Ákvörðunin um að opna ekki þessar menningarmiðstöðvar hefur verið harðlega gagnrýnd af meðlimum listasenunnar og sagði Phillipe Lellouche, leikari og leikstjóri, í samtali við sjónvarpsstöðina BMF: „Við erum orðin þreytt á því að vera hundsuð. Enn á ný hefur menningin verið skilin eftir á hliðarlínunni.“ Frekari tilslakanir voru tilkynntar af Castex í dag. Leyfilegt verður að ferðast á milli landshluta, útgöngubannið mun ekki gilda á aðfangadagskvöld, fjölskyldur mega fagna jólunum saman en þó ekki fleiri en sex í einu. Í Frakklandi hafa meira en 2,3 milljónir greinst smitaðir af veirunni og nærri 57 þúsund látið lífið frá upphafi faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Mannlausar götur í París Umdeilt útgöngubann tók gildi í gærkvöldi í París svo og átta öðru borgum Frakklands. Götur borganna voru nær mannlausar en lögregla fylgdi því eftir að bannið væri virt. 18. október 2020 10:46 Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. 15. október 2020 11:13 Koma á útgöngubanni í Frakklandi Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. 14. október 2020 19:28 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Mannlausar götur í París Umdeilt útgöngubann tók gildi í gærkvöldi í París svo og átta öðru borgum Frakklands. Götur borganna voru nær mannlausar en lögregla fylgdi því eftir að bannið væri virt. 18. október 2020 10:46
Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. 15. október 2020 11:13
Koma á útgöngubanni í Frakklandi Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. 14. október 2020 19:28
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent