Körfubolti

Martin spilaði stóra rullu í Evrópusigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í leik kvöldsins. Hann var stoðsendingarhæstur í liði Valencia.
Martin í leik kvöldsins. Hann var stoðsendingarhæstur í liði Valencia. Juan Navarro/Getty

Martin Hermannsson nýtti þær mínútur vel sem hann fékk í sigri Valencia á Anadolu Efes Istanbul, 74-70, í Evrópudeildinni í körfubolta í kvöld.

Valencia snéri leiknum sér í hag með flottum fjórða leikhluta en mikil dramatík var undir lokin. Þeir spænsku sýndu þó klærnar og unnu að lokum fjögurra stiga sigur.

Martin spilaði átján mínútur í kvöld. Hann skoraði fjögur stig í kvöld; hitti úr tveimur af þremur tveggja stiga skotunum sem hann tók. Hann dældi þó út stoðsendingum, sjö talsins, og var stoðsendingarhæstur í liði Valencia í kvöld.

Valencia er í 5. sæti EuroLeague eftir sigurinn í kvöld en liðið er með átta sigra í fyrstu þrettán leikjunum. Mótherji kvöldsins, Anadolu Efes frá Tyrklandi, er í níunda sætinu með sjö stiga í fyrstu þrettán leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×