Harder besta fótboltakona í heimi að mati Guardian Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 13:30 Pernille Harder er besta knattspyrnukona ársins 2020 að mati The Guardian. Hún leikur lykilhlutverk hjá Chelsea í Englandi og danska landsliðinu. Andrea Staccioli/Getty Images Danska knattspyrnukonan Pernille Harder er besti leikmaður heims að mati enska miðilsins The Guardian. Pernille Harder varð dýrasta knattspyrnukona heims er Chelsea festi kaup á henni síðasta sumar. Hún er að standa undir verðmiðanum og hefur Guardian nú valið hana sem besta leikmenn kvennaboltans. Revealed! The 100 best female footballers in the world 2020: our final countdown https://t.co/QPZMSen7rD pic.twitter.com/lQghOagUeY— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2020 Alls eru þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni í efstu þremur sætunum en ef horft er á efstu tíu sætin þá eru fjórir leikmenn Evrópumeistara Lyon þar. Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og leikmaður Lyon, er í 24. sæti listans eins og kom fram í gær. Sara Björk var í 52. sæti listans á síðustu leiktíð og stekkur því upp um 28 sæti milli ára. Hin 28 ára gamla Harder var einnig á toppi listans árið 2018 og er sem stendur eini leikmaðurinn sem hefur tvisvar verið valin besti leikmaður heims að mati The Guardian. Sam Kerr, samherji Harder hjá Chelsea var valin best á síðasta ári, hún er í 7. sæti listans í ár. „Það er erfitt að mótmæla því [að Harder sé á toppi listans]. Hún spilaði lykilhlutverk er Wolfsburg varði þýska meistaratitilinn. Hún skoraði fjögur mörk í Meistaradeild Evrópu í einum og sama leiknum gegn Glasgow City þar sem Woflsburg komst enn á ný í úrslitaleikinn,“ segir í umsögn Harder á vef Guardian. Þó úrslitaleikurinn hafi ekki farið eins og hún var hún í kjölfarið keypt á metfé skömmu eftir að hafa verið valin leikmaður ársins í Þýskalandi. Hún skoraði fimm mörk fyrir danska landsliðið á árinu og er þegar komin á blað hjá Chelsea. Ofan á það þá skapaði enginn leikmaður í Evrópu fleiri færi en Harder á árinu,“ segir einnig um þennan magnaða leikmann. Pernille Harder crowned best female footballer on planet in turbulent year | @RichJLaverty https://t.co/UdjhyApnpq— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2020 Chelsea er sem stendur í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Manchester United. Chelsea á hins vegar leik til góða og getur jafnað Manchester-liðið að stigum vinnist sá leikur. Eru þetta ein tvö lið deildarinnar sem hafa ekki enn tapað leik. Athygli vekur Jackie Groenen er hæst skrifaði leikmaður Man Untied en hún er í 48. sæti listans. Tíu bestu leikmenn heims að mati The Guardian 1. Pernille Harder, Chelsea (Danmörk) 2. Vivianne Miedema, Arsenal (Holland) 3. Lucy Bronze, Manchester City (England) 4. Wendie Renard, Lyon (Frakkland) 5. Dzsenifer Marozsán, Lyon (Þýskaland) 6. Amandine Henry, Lyon (Frakkland) 7. Sam Kerr, Chelsea (Ástralía) 8. Caroline Graham Hansen, Barcelona (Noregur) 9. Julie Ertz, Chicago Red Stars (Bandaríkin) 10. Delphine Cascarino, Lyon (Frakkland) Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01 Segir að stelpur geti nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Messi eða Ronaldo Pernille Harder, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni sem og danska landsliðsins, telur að nú geti stelpur sem æfi fótbolta loks horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en þeirra bestu í karlaflokki. 1. desember 2020 23:01 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Pernille Harder varð dýrasta knattspyrnukona heims er Chelsea festi kaup á henni síðasta sumar. Hún er að standa undir verðmiðanum og hefur Guardian nú valið hana sem besta leikmenn kvennaboltans. Revealed! The 100 best female footballers in the world 2020: our final countdown https://t.co/QPZMSen7rD pic.twitter.com/lQghOagUeY— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2020 Alls eru þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni í efstu þremur sætunum en ef horft er á efstu tíu sætin þá eru fjórir leikmenn Evrópumeistara Lyon þar. Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og leikmaður Lyon, er í 24. sæti listans eins og kom fram í gær. Sara Björk var í 52. sæti listans á síðustu leiktíð og stekkur því upp um 28 sæti milli ára. Hin 28 ára gamla Harder var einnig á toppi listans árið 2018 og er sem stendur eini leikmaðurinn sem hefur tvisvar verið valin besti leikmaður heims að mati The Guardian. Sam Kerr, samherji Harder hjá Chelsea var valin best á síðasta ári, hún er í 7. sæti listans í ár. „Það er erfitt að mótmæla því [að Harder sé á toppi listans]. Hún spilaði lykilhlutverk er Wolfsburg varði þýska meistaratitilinn. Hún skoraði fjögur mörk í Meistaradeild Evrópu í einum og sama leiknum gegn Glasgow City þar sem Woflsburg komst enn á ný í úrslitaleikinn,“ segir í umsögn Harder á vef Guardian. Þó úrslitaleikurinn hafi ekki farið eins og hún var hún í kjölfarið keypt á metfé skömmu eftir að hafa verið valin leikmaður ársins í Þýskalandi. Hún skoraði fimm mörk fyrir danska landsliðið á árinu og er þegar komin á blað hjá Chelsea. Ofan á það þá skapaði enginn leikmaður í Evrópu fleiri færi en Harder á árinu,“ segir einnig um þennan magnaða leikmann. Pernille Harder crowned best female footballer on planet in turbulent year | @RichJLaverty https://t.co/UdjhyApnpq— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2020 Chelsea er sem stendur í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Manchester United. Chelsea á hins vegar leik til góða og getur jafnað Manchester-liðið að stigum vinnist sá leikur. Eru þetta ein tvö lið deildarinnar sem hafa ekki enn tapað leik. Athygli vekur Jackie Groenen er hæst skrifaði leikmaður Man Untied en hún er í 48. sæti listans. Tíu bestu leikmenn heims að mati The Guardian 1. Pernille Harder, Chelsea (Danmörk) 2. Vivianne Miedema, Arsenal (Holland) 3. Lucy Bronze, Manchester City (England) 4. Wendie Renard, Lyon (Frakkland) 5. Dzsenifer Marozsán, Lyon (Þýskaland) 6. Amandine Henry, Lyon (Frakkland) 7. Sam Kerr, Chelsea (Ástralía) 8. Caroline Graham Hansen, Barcelona (Noregur) 9. Julie Ertz, Chicago Red Stars (Bandaríkin) 10. Delphine Cascarino, Lyon (Frakkland)
1. Pernille Harder, Chelsea (Danmörk) 2. Vivianne Miedema, Arsenal (Holland) 3. Lucy Bronze, Manchester City (England) 4. Wendie Renard, Lyon (Frakkland) 5. Dzsenifer Marozsán, Lyon (Þýskaland) 6. Amandine Henry, Lyon (Frakkland) 7. Sam Kerr, Chelsea (Ástralía) 8. Caroline Graham Hansen, Barcelona (Noregur) 9. Julie Ertz, Chicago Red Stars (Bandaríkin) 10. Delphine Cascarino, Lyon (Frakkland)
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01 Segir að stelpur geti nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Messi eða Ronaldo Pernille Harder, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni sem og danska landsliðsins, telur að nú geti stelpur sem æfi fótbolta loks horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en þeirra bestu í karlaflokki. 1. desember 2020 23:01 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01
Segir að stelpur geti nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Messi eða Ronaldo Pernille Harder, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni sem og danska landsliðsins, telur að nú geti stelpur sem æfi fótbolta loks horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en þeirra bestu í karlaflokki. 1. desember 2020 23:01