Lífið

Leikkonan Barbara Windsor er látin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Barbara Windsor var ein ástælasta leikkona Bretlands.
Barbara Windsor var ein ástælasta leikkona Bretlands. Getty/Mark Cuthbert

Enska leikkonan Barbara Windsor er látin, 83 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir hlutverk sín í þáttaröðinni East Enders og gamanmyndunum Carry On.

Eiginmaður Windsor, Scott Mitchell, tilkynnti um andlát hennar í yfirlýsingu. Þar segir að hún hafi látist í gærkvöldi á hjúkrunarheimili í Lundúnum, með eiginmanninn sér við hlið. Banamein Windsor var Alzheimer-sjúkdómurinn, sem hún greindist með árið 2014.

„Síðustu vikur Barböru voru dæmigerðar fyrir líf hennar. Fullar af húmor, átökum og baráttuvilja til hinstu stundar,“ segir Mitchell í yfirlýsingu sinni.

Windsor var ötul baráttukona fyrir bættum aðbúnaði Alzheimer-sjúklinga í Bretlandi. Hennar hefur verið minnst með mikilli hlýju í Bretlandi, hvar hún var ein ástsælasta leikkona sinnar samtíðar. Hún fékk heiðursnafnbótina lafði árið 2016, jafngildi riddaratignar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.