Þrjú mörk undir lok leiks björguðu Inter frá slæmum úrslitum annan leikinn í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 13:40 Barella var hetja Inter í dag. Claudio Villa/Getty Images Þrjú mörk undir lok leiks tryggðu Inter Milan sigur í dag gegn Cagliari en það virtist sem leikmenn liðsins séu ekki enn búnir að jafna sig á að detta út úr Meistaradeild Evrópu fyrr í vikunni. Lokatölur leiksins 3-1 Inter í vil. Inter heimsótti Cagliari og það stefndi í að fyrri hálfleikur yrði markalaus. Riccardo Sottil kom heimamönnum hins veger yfir á 42. mínútu og staðan því 1-0 Cagliari í vil er flautað var til hálfleiks. Antonio Conte var búinn með fjórar sóknarsinnaðar skiptingar er jöfnunarmarkið loks kom. Þar var að verki Nicoló Barella á 77. mínúu. Sjö mínútum síðar lagði Barella upp á Danilo D‘Ambrosio og Inter því komið 2-1 yfir þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Romelu Lukaku gulltryggði svo sigurinn með marki þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 3-1 og Inter komið upp í 2. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir AC Milan sem á þó leik til góða. Fótbolti Ítalski boltinn
Þrjú mörk undir lok leiks tryggðu Inter Milan sigur í dag gegn Cagliari en það virtist sem leikmenn liðsins séu ekki enn búnir að jafna sig á að detta út úr Meistaradeild Evrópu fyrr í vikunni. Lokatölur leiksins 3-1 Inter í vil. Inter heimsótti Cagliari og það stefndi í að fyrri hálfleikur yrði markalaus. Riccardo Sottil kom heimamönnum hins veger yfir á 42. mínútu og staðan því 1-0 Cagliari í vil er flautað var til hálfleiks. Antonio Conte var búinn með fjórar sóknarsinnaðar skiptingar er jöfnunarmarkið loks kom. Þar var að verki Nicoló Barella á 77. mínúu. Sjö mínútum síðar lagði Barella upp á Danilo D‘Ambrosio og Inter því komið 2-1 yfir þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Romelu Lukaku gulltryggði svo sigurinn með marki þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 3-1 og Inter komið upp í 2. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir AC Milan sem á þó leik til góða.