Láta sárir Inter-menn reiði sína bitna á Sardiníustrákunum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2020 09:01 Romelu Lukaku er væntanlega staðráðinn í að skora gegn Cagliari eftir að hafa mistekist það gegn Shakhtar Donetsk á miðvikudaginn. getty/BSR Eftir vonbrigðin í Meistaradeild Evrópu fer Inter til Sardiníu og mætir Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag. Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Inter endaði í fjórða og neðsta sæti B-riðils og komst því ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, var súr og svekktur eftir leikinn gegn Shakhtar, reifst við Fabio Capello í sjónvarpsviðtali og sagði að sínir menn hefðu verið óheppnir með dómgæslu í Meistaradeildinni í vetur. Þótt Conte hafi náð frábærum árangri á sínum stjóraferli hefur Meistaradeildin ekki verið hans keppni. Lið hans hafa aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þótt á ýmsu hafi gengið hjá Inter á tímabilinu er liðið í 2. sæti ítölsku deildarinnar með 21 stig, fimm stigum á eftir AC Milan. Eina deildartap Inter á tímabilinu kom einmitt gegn Milan í grannaslagnum um miðjan október. Lautaro Martínez er kominn með sex mörk á tímabilinu.getty/Claudio Villa Inter hefur unnið þrjá deildarleiki í röð og skorað samtals tíu mörk í þeim. Inter hefur alls skorað 26 mörk, flest allra í ítölsku deildinni. Vörnin hefur þó verið óvenju lek miðað við lið Contes í gegnum tíðina. Inter hefur fengið á sig fjórtán mörk í tíu deildarleikjum og Samir Handanovic hefur aðeins haldið marki sínu hreinu í tvígang. Romelu Lukaku er markahæsti leikmaður Inter í deildinni með átta mörk. Eitt þeirra kom í 3-1 sigri Inter á Bologna um síðustu helgi. Alls átta leikmenn hafa skorað fyrir Inter í deildinni á þessu tímabili. Andstæðingar Inter í dag, Cagliari, eru í 11. sæti deildarinnar með tólf stig. Sardiníustrákarnir hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum, 1-1 gegn Verona og 2-2 gegn nýliðum Spezia. Joao Pedro er prímusmótorinn í sóknarleik Cagliari.getty/Pier Marco Tacca Cagliari byrjaði mjög vel á síðasta tímabili og tapaði aðeins tveimur af fyrstu fimmtán leikjum sínum. Liðið missti svo móðinn í desember, náði sér aldrei á strik eftir það og endaði að lokum í 14. sæti deildarinnar. Belgíski miðjumaðurinn Radja Nainggolan var í lykilhlutverki hjá Cagliari á síðasta tímabili, þá á láni frá Inter. Hann sneri aftur til Inter fyrir þetta tímabil en hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Conte í vetur. Besti leikmaður Cagliari er Brassinn Joao Pedro. Á síðasta tímabili skoraði hann átján mörk og var í hópi markahæstu leikmanna ítölsku deildarinnar. Í vetur er hann kominn með sex mörk í tíu deildarleikjum. Leikur Cagliari og Inter hefst klukkan 11:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Inter endaði í fjórða og neðsta sæti B-riðils og komst því ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, var súr og svekktur eftir leikinn gegn Shakhtar, reifst við Fabio Capello í sjónvarpsviðtali og sagði að sínir menn hefðu verið óheppnir með dómgæslu í Meistaradeildinni í vetur. Þótt Conte hafi náð frábærum árangri á sínum stjóraferli hefur Meistaradeildin ekki verið hans keppni. Lið hans hafa aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þótt á ýmsu hafi gengið hjá Inter á tímabilinu er liðið í 2. sæti ítölsku deildarinnar með 21 stig, fimm stigum á eftir AC Milan. Eina deildartap Inter á tímabilinu kom einmitt gegn Milan í grannaslagnum um miðjan október. Lautaro Martínez er kominn með sex mörk á tímabilinu.getty/Claudio Villa Inter hefur unnið þrjá deildarleiki í röð og skorað samtals tíu mörk í þeim. Inter hefur alls skorað 26 mörk, flest allra í ítölsku deildinni. Vörnin hefur þó verið óvenju lek miðað við lið Contes í gegnum tíðina. Inter hefur fengið á sig fjórtán mörk í tíu deildarleikjum og Samir Handanovic hefur aðeins haldið marki sínu hreinu í tvígang. Romelu Lukaku er markahæsti leikmaður Inter í deildinni með átta mörk. Eitt þeirra kom í 3-1 sigri Inter á Bologna um síðustu helgi. Alls átta leikmenn hafa skorað fyrir Inter í deildinni á þessu tímabili. Andstæðingar Inter í dag, Cagliari, eru í 11. sæti deildarinnar með tólf stig. Sardiníustrákarnir hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum, 1-1 gegn Verona og 2-2 gegn nýliðum Spezia. Joao Pedro er prímusmótorinn í sóknarleik Cagliari.getty/Pier Marco Tacca Cagliari byrjaði mjög vel á síðasta tímabili og tapaði aðeins tveimur af fyrstu fimmtán leikjum sínum. Liðið missti svo móðinn í desember, náði sér aldrei á strik eftir það og endaði að lokum í 14. sæti deildarinnar. Belgíski miðjumaðurinn Radja Nainggolan var í lykilhlutverki hjá Cagliari á síðasta tímabili, þá á láni frá Inter. Hann sneri aftur til Inter fyrir þetta tímabil en hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Conte í vetur. Besti leikmaður Cagliari er Brassinn Joao Pedro. Á síðasta tímabili skoraði hann átján mörk og var í hópi markahæstu leikmanna ítölsku deildarinnar. Í vetur er hann kominn með sex mörk í tíu deildarleikjum. Leikur Cagliari og Inter hefst klukkan 11:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira