Blaðamaðurinn Ruhollah Zam var hengdur í dag, laugardag, eftir að hæstiréttur staðfesti dauðarefsingu hans. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.
Zam hafði verið í útlegð í Frakklandi frá 2018 en var handtekinn þegar hann ferðaðist til Írak í fyrra.
Zam rak Amad News, vinsæla fréttasíðu sem opinberlega gagnrýndi stjórnvöld í Íran. Hann var sakaður um að hafa hvatt til mótmælanna í landinu sem fóru fram 2017-2018.
Fréttasíðan birti myndbönd af mótmælunum og ýmsar upplýsingar um íranska ráðamenn sem þeim líkuðu ekki. Fréttasíðan hafði meira en milljón fylgjendur á lokaða forritinu Telegram.
Aðgangi fréttasíðunnar var eytt af Telegram á einum tímapunkti fyrir að hafa birt „hættulegt efni,“ en opnaði síðan annað aðgang undir nýju nafni.
Faðir Zam, Mohammad Ali Zam, var klerkur og umbótasinni. Hann var sakfelldur fyrr á þessu ári fyrir „spillingu á jörð“ (e. corruption on earth) sem er eitt alvarlegasta lögbrot í landinu.