Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Sylvía Hall skrifar 13. desember 2020 14:43 Flutningarnir marka stóran áfanga í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vestanhafs. AP/Morry Gash Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. Þrjár milljónir skammta voru fluttar með fyrstu bílum sem ætlaðir eru heilbrigðisstarfsfólki og íbúum hjúkrunarheimila. Búist er við því að skammtarnir verði komnir til 145 dreifingaraðila strax á morgun, 425 staðir bætast svo við á þriðjudag og síðustu 66 á miðvikudag, að því er fram kemur í frétt AP. Bóluefnið verður síðan flutt á sjúkrahús og aðra staði sem geta geymt það við viðunandi aðstæður, en geyma þarf bóluefnið í 94 gráðu frosti. Pfizer hefur pakkað bóluefninu inn í þurrís og fylgja mælar sem fylgjast með því að hitastig geymslukassanna verði aldrei of hátt. Bóluefnið er geymt í þurrís.AP/Morry Gash Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna samþykkti neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech á föstudag. Bóluefnið, sem veitir allt að 95% vörn gegn kórónuveirunni, reyndist samkvæmt úttekt stofnunarinnar vera bæði öruggt og árangursríkt. Áætlað er að skammtar verði komnir á alla þá staði sem sjá um bólusetningar innan þriggja vikna. Forstjóri lyfja- og matvælaeftirlit fullyrti að leyfið hafi verið veitt á vísindalegum grundvelli eftir greinagóða úttekt á bóluefninu. Einhverjir höfðu lýst yfir áhyggjum af því að ferlinu hefði verið flýtt þar sem Hvíta húsið hafði beitt miklum þrýstingi að fá leyfi fyrir helgi, en forstjórinn segir það af og frá. Nú þegar eru bólusetningar hafnar í Bretlandi en upp hafa komið nokkur tilvik þar sem einstaklingar hafa fengið alvarleg ofnæmisviðbrögð. Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur komið þeim tilmælum áleiðis að fólk með þekkt ofnæmi fyrir innihaldsefnum bóluefnisins eigi ekki að fá bólusetningu. Klippa: Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12. desember 2020 20:21 Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57 Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Þrjár milljónir skammta voru fluttar með fyrstu bílum sem ætlaðir eru heilbrigðisstarfsfólki og íbúum hjúkrunarheimila. Búist er við því að skammtarnir verði komnir til 145 dreifingaraðila strax á morgun, 425 staðir bætast svo við á þriðjudag og síðustu 66 á miðvikudag, að því er fram kemur í frétt AP. Bóluefnið verður síðan flutt á sjúkrahús og aðra staði sem geta geymt það við viðunandi aðstæður, en geyma þarf bóluefnið í 94 gráðu frosti. Pfizer hefur pakkað bóluefninu inn í þurrís og fylgja mælar sem fylgjast með því að hitastig geymslukassanna verði aldrei of hátt. Bóluefnið er geymt í þurrís.AP/Morry Gash Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna samþykkti neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech á föstudag. Bóluefnið, sem veitir allt að 95% vörn gegn kórónuveirunni, reyndist samkvæmt úttekt stofnunarinnar vera bæði öruggt og árangursríkt. Áætlað er að skammtar verði komnir á alla þá staði sem sjá um bólusetningar innan þriggja vikna. Forstjóri lyfja- og matvælaeftirlit fullyrti að leyfið hafi verið veitt á vísindalegum grundvelli eftir greinagóða úttekt á bóluefninu. Einhverjir höfðu lýst yfir áhyggjum af því að ferlinu hefði verið flýtt þar sem Hvíta húsið hafði beitt miklum þrýstingi að fá leyfi fyrir helgi, en forstjórinn segir það af og frá. Nú þegar eru bólusetningar hafnar í Bretlandi en upp hafa komið nokkur tilvik þar sem einstaklingar hafa fengið alvarleg ofnæmisviðbrögð. Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur komið þeim tilmælum áleiðis að fólk með þekkt ofnæmi fyrir innihaldsefnum bóluefnisins eigi ekki að fá bólusetningu. Klippa: Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12. desember 2020 20:21 Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57 Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12. desember 2020 20:21
Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57
Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48