Trump frestar því að samstarfsmenn hans fái bóluefni gegn Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 14. desember 2020 07:19 Trump segist sjálfur ekki fá bólusetningu strax en hann hlakki til að fá hana þegar þar að komi. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta þeim fyrirætlunum að samstarfsmenn hans í Hvíta húsinu skyldu verða með þeim fyrstu í Bandaríkjunum til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. Frá þessu greindi Trump á Twitter í gær skömmu eftir að New York Times hafði greint frá því að þeir starfsmenn Hvíta hússins sem starfa næst forsetanum yrðu á meðal þeirra fyrstu til að vera bólusettir í landinu. Í tísti sínu sagði Trump að starfsmenn í Hvíta húsinu myndu vera bólusettir síðar nema ítrustu nauðsyn bæri til. Sjálfur kvaðst hann ekki fá bóluefni á næstunni en hann hlakkaði til þess að vera bólusettur þegar þar að kæmi. People working in the White House should receive the vaccine somewhat later in the program, unless specifically necessary. I have asked that this adjustment be made. I am not scheduled to take the vaccine, but look forward to doing so at the appropriate time. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 14, 2020 Dreifing á bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hefst í dag í Bandaríkjunum. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Bandaríkjamenn grátt en hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna eða látist vegna Covid-19. Tala látinna nálgast nú 300 þúsund manns. Bóluefni Pfizer og BioNTech er það fyrsta sem fær leyfi hjá Bandarísku lyfjastofnuninni (FDA) og nú er komið að því að dreifa efninu um landið. Heilbrigðisstarfsmenn og íbúar á öldrunarheimilum verða fyrstir til að fá bólusetningu en gert er ráð fyrir að hægt verði að bólusetja um þrjár milljónir manna í fyrstu atrennu. Fleiri bóluefni eru nú á lokastigum rannsókna og er vonast til að þau komi á markað í upphafi næsta árs eða jafnvel fyrr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Frá þessu greindi Trump á Twitter í gær skömmu eftir að New York Times hafði greint frá því að þeir starfsmenn Hvíta hússins sem starfa næst forsetanum yrðu á meðal þeirra fyrstu til að vera bólusettir í landinu. Í tísti sínu sagði Trump að starfsmenn í Hvíta húsinu myndu vera bólusettir síðar nema ítrustu nauðsyn bæri til. Sjálfur kvaðst hann ekki fá bóluefni á næstunni en hann hlakkaði til þess að vera bólusettur þegar þar að kæmi. People working in the White House should receive the vaccine somewhat later in the program, unless specifically necessary. I have asked that this adjustment be made. I am not scheduled to take the vaccine, but look forward to doing so at the appropriate time. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 14, 2020 Dreifing á bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hefst í dag í Bandaríkjunum. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Bandaríkjamenn grátt en hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna eða látist vegna Covid-19. Tala látinna nálgast nú 300 þúsund manns. Bóluefni Pfizer og BioNTech er það fyrsta sem fær leyfi hjá Bandarísku lyfjastofnuninni (FDA) og nú er komið að því að dreifa efninu um landið. Heilbrigðisstarfsmenn og íbúar á öldrunarheimilum verða fyrstir til að fá bólusetningu en gert er ráð fyrir að hægt verði að bólusetja um þrjár milljónir manna í fyrstu atrennu. Fleiri bóluefni eru nú á lokastigum rannsókna og er vonast til að þau komi á markað í upphafi næsta árs eða jafnvel fyrr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira