Veldu Vestmannaeyjar Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Helga Kristín Kolbeins og Trausti Hjaltason skrifa 14. desember 2020 08:01 Aukin lífsgæði og meira frelsi Búsetu í Vestmannaeyjum fylgja fjölmargir ótvíræðir kostir, stuttar vegalengdir og má segja að þú fáir fleiri klukkustundir í sólahringinn sem þú getur nýtt í óviðjafnanlegri náttúru í stað þess að sitja t.d. fastur í umferðarteppu. Tíminn er án efa ein takmarkaðasta og því dýrmætasta auðlind einstaklingsins sem þú færð einfaldlega meira af í Vestmannaeyjum. Í dag eru engir biðlistar á leikskóla sveitarfélagsins og 12 mánaða börn komast inn á leikskóla. Grunnskólar og tónlistarskóli sveitarfélagsins búa yfir metnaðarfullu starfsliði, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, stofnun ársins, er framúrskarandi menntastofnun og er möguleiki á stað- og fjarnámi á háskólastigi í Vestmannaeyjum. Þjónustustig er gott í Vestmannaeyjum, frábærir veitingastaðir og fjölbreyttar verslanir í fallegum og lifandi miðbæ. Íþrótta- og tómstundastarf í fremstu röð Mikil og sterk íþróttahefð einkennir Vestmannaeyjar og hafa félagslið ÍBV íþróttafélags m.a. verið í fremstu röð í knattspyrnu og handknattleik og alið af sér fjölmarga afreksmenn og þjálfara sem leitt hafa landslið til góðra verka. Skipulögð æskulýðsstarfsemi er öflug í samfélaginu en nýverið var sett á laggirnar rafíþróttadeild og hefur fimleikafélaginu Rán vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og iðkendafjöldi þeirra aukist. Sunddeild, körfuknattleikur, skákfélag, blak, badminton, Ægir íþróttafélag fatlaðra, skátahreyfingin, hlaupahópur, sjósundshópur, björgunarsveitin, leikfélagið og skotfimifélag svo eitthvað sé nefnt. Góðgerðarfélög og önnur félagasamtök eru einnig fjölmenn í Eyjum og auðga samfélagið með gjafmildi, samfélagslegri ábyrgð og menningarviðburðum. Almannaheillastarfsemi er öflug í sveitarfélaginu, möguleikarnir eins og dæmin sanna nær ótæmandi og í Vestmannaeyjum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Gleði og samheldni Vestmannaeyingar eru ekki síst þekktir fyrir að halda uppi stuði enda fá þeir söngtextana og gleðina með brjóstamjólkinni en þjóðhátíðarhefð Eyjamanna, með hvítu tjöldunum, brennunni, flugeldunum og brekkusöngnum er eitthvað sem enginn leikur eftir, þó margir reyni. Þessi samkennd er ekki bara tengd gleðistundum því á erfiðum tímum þegar vandi, sorg eða hætta steðjar að sameinast samfélagið í að vinna bug á vandanum, hvort sem það er eldgos, aflabrestur, eða heimsfaraldur og hefur samtakamátturinn án efa verið það afl sem helst hefur tryggt byggð í Vestmannaeyjum. Hagkvæmt að búa í Vestmannaeyjum Í Vestmannaeyjum er húsnæðisverð viðráðanlegt ólíkt því á höfuðborgarsvæðinu og eldsneytiskostnaður í lágmarki þar sem vegalengdir eru stuttar. Fjölbreytni í atvinnulífi fer vaxandi og hefur einstaklingum fjölgað sem flytjast til Vestmannaeyja, taka störf sín með sér og sinna fjarvinnu í rólegheitum og náttúrufegurð landsbyggðarinnar, þar sem hægt er að njóta þess að fara heim í hádegishléinu, já eða skella sér upp á eldfjall. Sækjum fram Undirrituð telja mikilvægt fyrir Vestmannaeyjabæ að grípa tækifærið sem auknir möguleikar á fjarvinnu og fjarnámi vegna áhrifa heimsfaraldurs hafa veitt og vilja beina sjónum landsmanna að þeim möguleika að búa og starfa í Vestmannaeyjum. Í Vestmannaeyjum er í boði úrvalsþjónusta fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk sem er veitt af hálfu sveitarfélagsins, ríkisins, íþróttafélaga, þjónustufyrirtækja, félagasamtaka og íbúa sem saman hafa skapað það öfluga samfélag sem einkennir Vestmannaeyjar. Í okkar huga er það engin spurning, Veldu Vestmannaeyjar! Höfundar eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Aukin lífsgæði og meira frelsi Búsetu í Vestmannaeyjum fylgja fjölmargir ótvíræðir kostir, stuttar vegalengdir og má segja að þú fáir fleiri klukkustundir í sólahringinn sem þú getur nýtt í óviðjafnanlegri náttúru í stað þess að sitja t.d. fastur í umferðarteppu. Tíminn er án efa ein takmarkaðasta og því dýrmætasta auðlind einstaklingsins sem þú færð einfaldlega meira af í Vestmannaeyjum. Í dag eru engir biðlistar á leikskóla sveitarfélagsins og 12 mánaða börn komast inn á leikskóla. Grunnskólar og tónlistarskóli sveitarfélagsins búa yfir metnaðarfullu starfsliði, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, stofnun ársins, er framúrskarandi menntastofnun og er möguleiki á stað- og fjarnámi á háskólastigi í Vestmannaeyjum. Þjónustustig er gott í Vestmannaeyjum, frábærir veitingastaðir og fjölbreyttar verslanir í fallegum og lifandi miðbæ. Íþrótta- og tómstundastarf í fremstu röð Mikil og sterk íþróttahefð einkennir Vestmannaeyjar og hafa félagslið ÍBV íþróttafélags m.a. verið í fremstu röð í knattspyrnu og handknattleik og alið af sér fjölmarga afreksmenn og þjálfara sem leitt hafa landslið til góðra verka. Skipulögð æskulýðsstarfsemi er öflug í samfélaginu en nýverið var sett á laggirnar rafíþróttadeild og hefur fimleikafélaginu Rán vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og iðkendafjöldi þeirra aukist. Sunddeild, körfuknattleikur, skákfélag, blak, badminton, Ægir íþróttafélag fatlaðra, skátahreyfingin, hlaupahópur, sjósundshópur, björgunarsveitin, leikfélagið og skotfimifélag svo eitthvað sé nefnt. Góðgerðarfélög og önnur félagasamtök eru einnig fjölmenn í Eyjum og auðga samfélagið með gjafmildi, samfélagslegri ábyrgð og menningarviðburðum. Almannaheillastarfsemi er öflug í sveitarfélaginu, möguleikarnir eins og dæmin sanna nær ótæmandi og í Vestmannaeyjum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Gleði og samheldni Vestmannaeyingar eru ekki síst þekktir fyrir að halda uppi stuði enda fá þeir söngtextana og gleðina með brjóstamjólkinni en þjóðhátíðarhefð Eyjamanna, með hvítu tjöldunum, brennunni, flugeldunum og brekkusöngnum er eitthvað sem enginn leikur eftir, þó margir reyni. Þessi samkennd er ekki bara tengd gleðistundum því á erfiðum tímum þegar vandi, sorg eða hætta steðjar að sameinast samfélagið í að vinna bug á vandanum, hvort sem það er eldgos, aflabrestur, eða heimsfaraldur og hefur samtakamátturinn án efa verið það afl sem helst hefur tryggt byggð í Vestmannaeyjum. Hagkvæmt að búa í Vestmannaeyjum Í Vestmannaeyjum er húsnæðisverð viðráðanlegt ólíkt því á höfuðborgarsvæðinu og eldsneytiskostnaður í lágmarki þar sem vegalengdir eru stuttar. Fjölbreytni í atvinnulífi fer vaxandi og hefur einstaklingum fjölgað sem flytjast til Vestmannaeyja, taka störf sín með sér og sinna fjarvinnu í rólegheitum og náttúrufegurð landsbyggðarinnar, þar sem hægt er að njóta þess að fara heim í hádegishléinu, já eða skella sér upp á eldfjall. Sækjum fram Undirrituð telja mikilvægt fyrir Vestmannaeyjabæ að grípa tækifærið sem auknir möguleikar á fjarvinnu og fjarnámi vegna áhrifa heimsfaraldurs hafa veitt og vilja beina sjónum landsmanna að þeim möguleika að búa og starfa í Vestmannaeyjum. Í Vestmannaeyjum er í boði úrvalsþjónusta fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk sem er veitt af hálfu sveitarfélagsins, ríkisins, íþróttafélaga, þjónustufyrirtækja, félagasamtaka og íbúa sem saman hafa skapað það öfluga samfélag sem einkennir Vestmannaeyjar. Í okkar huga er það engin spurning, Veldu Vestmannaeyjar! Höfundar eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun