Veldu Vestmannaeyjar Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Helga Kristín Kolbeins og Trausti Hjaltason skrifa 14. desember 2020 08:01 Aukin lífsgæði og meira frelsi Búsetu í Vestmannaeyjum fylgja fjölmargir ótvíræðir kostir, stuttar vegalengdir og má segja að þú fáir fleiri klukkustundir í sólahringinn sem þú getur nýtt í óviðjafnanlegri náttúru í stað þess að sitja t.d. fastur í umferðarteppu. Tíminn er án efa ein takmarkaðasta og því dýrmætasta auðlind einstaklingsins sem þú færð einfaldlega meira af í Vestmannaeyjum. Í dag eru engir biðlistar á leikskóla sveitarfélagsins og 12 mánaða börn komast inn á leikskóla. Grunnskólar og tónlistarskóli sveitarfélagsins búa yfir metnaðarfullu starfsliði, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, stofnun ársins, er framúrskarandi menntastofnun og er möguleiki á stað- og fjarnámi á háskólastigi í Vestmannaeyjum. Þjónustustig er gott í Vestmannaeyjum, frábærir veitingastaðir og fjölbreyttar verslanir í fallegum og lifandi miðbæ. Íþrótta- og tómstundastarf í fremstu röð Mikil og sterk íþróttahefð einkennir Vestmannaeyjar og hafa félagslið ÍBV íþróttafélags m.a. verið í fremstu röð í knattspyrnu og handknattleik og alið af sér fjölmarga afreksmenn og þjálfara sem leitt hafa landslið til góðra verka. Skipulögð æskulýðsstarfsemi er öflug í samfélaginu en nýverið var sett á laggirnar rafíþróttadeild og hefur fimleikafélaginu Rán vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og iðkendafjöldi þeirra aukist. Sunddeild, körfuknattleikur, skákfélag, blak, badminton, Ægir íþróttafélag fatlaðra, skátahreyfingin, hlaupahópur, sjósundshópur, björgunarsveitin, leikfélagið og skotfimifélag svo eitthvað sé nefnt. Góðgerðarfélög og önnur félagasamtök eru einnig fjölmenn í Eyjum og auðga samfélagið með gjafmildi, samfélagslegri ábyrgð og menningarviðburðum. Almannaheillastarfsemi er öflug í sveitarfélaginu, möguleikarnir eins og dæmin sanna nær ótæmandi og í Vestmannaeyjum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Gleði og samheldni Vestmannaeyingar eru ekki síst þekktir fyrir að halda uppi stuði enda fá þeir söngtextana og gleðina með brjóstamjólkinni en þjóðhátíðarhefð Eyjamanna, með hvítu tjöldunum, brennunni, flugeldunum og brekkusöngnum er eitthvað sem enginn leikur eftir, þó margir reyni. Þessi samkennd er ekki bara tengd gleðistundum því á erfiðum tímum þegar vandi, sorg eða hætta steðjar að sameinast samfélagið í að vinna bug á vandanum, hvort sem það er eldgos, aflabrestur, eða heimsfaraldur og hefur samtakamátturinn án efa verið það afl sem helst hefur tryggt byggð í Vestmannaeyjum. Hagkvæmt að búa í Vestmannaeyjum Í Vestmannaeyjum er húsnæðisverð viðráðanlegt ólíkt því á höfuðborgarsvæðinu og eldsneytiskostnaður í lágmarki þar sem vegalengdir eru stuttar. Fjölbreytni í atvinnulífi fer vaxandi og hefur einstaklingum fjölgað sem flytjast til Vestmannaeyja, taka störf sín með sér og sinna fjarvinnu í rólegheitum og náttúrufegurð landsbyggðarinnar, þar sem hægt er að njóta þess að fara heim í hádegishléinu, já eða skella sér upp á eldfjall. Sækjum fram Undirrituð telja mikilvægt fyrir Vestmannaeyjabæ að grípa tækifærið sem auknir möguleikar á fjarvinnu og fjarnámi vegna áhrifa heimsfaraldurs hafa veitt og vilja beina sjónum landsmanna að þeim möguleika að búa og starfa í Vestmannaeyjum. Í Vestmannaeyjum er í boði úrvalsþjónusta fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk sem er veitt af hálfu sveitarfélagsins, ríkisins, íþróttafélaga, þjónustufyrirtækja, félagasamtaka og íbúa sem saman hafa skapað það öfluga samfélag sem einkennir Vestmannaeyjar. Í okkar huga er það engin spurning, Veldu Vestmannaeyjar! Höfundar eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Sjá meira
Aukin lífsgæði og meira frelsi Búsetu í Vestmannaeyjum fylgja fjölmargir ótvíræðir kostir, stuttar vegalengdir og má segja að þú fáir fleiri klukkustundir í sólahringinn sem þú getur nýtt í óviðjafnanlegri náttúru í stað þess að sitja t.d. fastur í umferðarteppu. Tíminn er án efa ein takmarkaðasta og því dýrmætasta auðlind einstaklingsins sem þú færð einfaldlega meira af í Vestmannaeyjum. Í dag eru engir biðlistar á leikskóla sveitarfélagsins og 12 mánaða börn komast inn á leikskóla. Grunnskólar og tónlistarskóli sveitarfélagsins búa yfir metnaðarfullu starfsliði, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, stofnun ársins, er framúrskarandi menntastofnun og er möguleiki á stað- og fjarnámi á háskólastigi í Vestmannaeyjum. Þjónustustig er gott í Vestmannaeyjum, frábærir veitingastaðir og fjölbreyttar verslanir í fallegum og lifandi miðbæ. Íþrótta- og tómstundastarf í fremstu röð Mikil og sterk íþróttahefð einkennir Vestmannaeyjar og hafa félagslið ÍBV íþróttafélags m.a. verið í fremstu röð í knattspyrnu og handknattleik og alið af sér fjölmarga afreksmenn og þjálfara sem leitt hafa landslið til góðra verka. Skipulögð æskulýðsstarfsemi er öflug í samfélaginu en nýverið var sett á laggirnar rafíþróttadeild og hefur fimleikafélaginu Rán vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og iðkendafjöldi þeirra aukist. Sunddeild, körfuknattleikur, skákfélag, blak, badminton, Ægir íþróttafélag fatlaðra, skátahreyfingin, hlaupahópur, sjósundshópur, björgunarsveitin, leikfélagið og skotfimifélag svo eitthvað sé nefnt. Góðgerðarfélög og önnur félagasamtök eru einnig fjölmenn í Eyjum og auðga samfélagið með gjafmildi, samfélagslegri ábyrgð og menningarviðburðum. Almannaheillastarfsemi er öflug í sveitarfélaginu, möguleikarnir eins og dæmin sanna nær ótæmandi og í Vestmannaeyjum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Gleði og samheldni Vestmannaeyingar eru ekki síst þekktir fyrir að halda uppi stuði enda fá þeir söngtextana og gleðina með brjóstamjólkinni en þjóðhátíðarhefð Eyjamanna, með hvítu tjöldunum, brennunni, flugeldunum og brekkusöngnum er eitthvað sem enginn leikur eftir, þó margir reyni. Þessi samkennd er ekki bara tengd gleðistundum því á erfiðum tímum þegar vandi, sorg eða hætta steðjar að sameinast samfélagið í að vinna bug á vandanum, hvort sem það er eldgos, aflabrestur, eða heimsfaraldur og hefur samtakamátturinn án efa verið það afl sem helst hefur tryggt byggð í Vestmannaeyjum. Hagkvæmt að búa í Vestmannaeyjum Í Vestmannaeyjum er húsnæðisverð viðráðanlegt ólíkt því á höfuðborgarsvæðinu og eldsneytiskostnaður í lágmarki þar sem vegalengdir eru stuttar. Fjölbreytni í atvinnulífi fer vaxandi og hefur einstaklingum fjölgað sem flytjast til Vestmannaeyja, taka störf sín með sér og sinna fjarvinnu í rólegheitum og náttúrufegurð landsbyggðarinnar, þar sem hægt er að njóta þess að fara heim í hádegishléinu, já eða skella sér upp á eldfjall. Sækjum fram Undirrituð telja mikilvægt fyrir Vestmannaeyjabæ að grípa tækifærið sem auknir möguleikar á fjarvinnu og fjarnámi vegna áhrifa heimsfaraldurs hafa veitt og vilja beina sjónum landsmanna að þeim möguleika að búa og starfa í Vestmannaeyjum. Í Vestmannaeyjum er í boði úrvalsþjónusta fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk sem er veitt af hálfu sveitarfélagsins, ríkisins, íþróttafélaga, þjónustufyrirtækja, félagasamtaka og íbúa sem saman hafa skapað það öfluga samfélag sem einkennir Vestmannaeyjar. Í okkar huga er það engin spurning, Veldu Vestmannaeyjar! Höfundar eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar