Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. desember 2020 16:05 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Bergþór spurði Katrínu um orkustefnu ríkisstjórnarinnar í tengslum við frumvarp um hálendisþjóðgarð. „Iðulega þykir mér ekki fara saman hljóð og mynd þegar ríkisstjórnin setur fram sjónarmið sín og markmið, enda stýring málaflokka sennilega aldrei verið jafn aðskilin og nú,“ sagði Bergþór og vísaði til þess að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefðu verið kynnt á svipuðum tíma og mælt var fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.vísir/vilhelm „Frekari orkunýting sem möguleg er samkvæmt frumvarpsdrögunum er smáræði í stóru myndinni, enda má reikna með því að svokallaður biðflokkur rammaáætlunar falli allur niður verði frumvarpið að lögum,“ sagði Bergþór og spurði hvort Katrín teldi það samræmast markmiðum um kolefnishlutleysi „að takmarka framleiðslu á grænni orku jafn mikið“ og frumvarpið bæri með sér. Katrín sagði spurningu Bergþórs bera með sér að hann teldi best að ná markmiðum í loftslagsmálum með því að leggja hálendið allt undir vatnsaflsvirkjanir. „Og ég er ekki sammála þeim forsendum,“ sagði Katrín. Samdráttur í losun snúist um að nýta orkuna öðruvísi. „Þar erum við ekki eingöngu að tala um rafmagn. Við erum líka að tala um aðra þætti, svo sem vetni, metan og fleira því það eru ólíkir orkugjafar sem þarf til þess að ná árangri í ólíkum greinum út frá orkuskiptum.“ Hér má sjá grænar útlínur af hálendisþjóðgarði samkvæmt frumvarpi. Gulu línurnar eru þegar friðlýst svæði. Miðað við virkjanir í nýtingarflokki í rammaáætlun blasi ekki við orkuþurrð. „Það er ekki eins og við séum að horfa fram á einhverja þurð þó að við afgreiðum hér með gleði frumvarp um miðhálendisþjóðgarð. Og annað af markmiðum þjóðgarðsins er beinlínis að endurheimta gróður og jarðveg sem getur þjónað markmiðum okkar um aukna kolefnisbindingu.“ Bergþór spurði Katrínu hvort hún sjái fyrir sér að„teppaleggja láglendi landsins með vindmyllurgörðum til að vinna á móti takmörkunum á hálendinu.“ Katrín sagði tækifæri liggja í vindorku þrátt fyrir að láglendið yrði ekki teppalagt. „Að sjálfsögðu munum við nýta vindorku með öðrum orkugjöfum. „Við gerum það til framtíðar. Það er mín sýn. Hún á ekki að þekja landið allt.“ Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Bergþór spurði Katrínu um orkustefnu ríkisstjórnarinnar í tengslum við frumvarp um hálendisþjóðgarð. „Iðulega þykir mér ekki fara saman hljóð og mynd þegar ríkisstjórnin setur fram sjónarmið sín og markmið, enda stýring málaflokka sennilega aldrei verið jafn aðskilin og nú,“ sagði Bergþór og vísaði til þess að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefðu verið kynnt á svipuðum tíma og mælt var fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.vísir/vilhelm „Frekari orkunýting sem möguleg er samkvæmt frumvarpsdrögunum er smáræði í stóru myndinni, enda má reikna með því að svokallaður biðflokkur rammaáætlunar falli allur niður verði frumvarpið að lögum,“ sagði Bergþór og spurði hvort Katrín teldi það samræmast markmiðum um kolefnishlutleysi „að takmarka framleiðslu á grænni orku jafn mikið“ og frumvarpið bæri með sér. Katrín sagði spurningu Bergþórs bera með sér að hann teldi best að ná markmiðum í loftslagsmálum með því að leggja hálendið allt undir vatnsaflsvirkjanir. „Og ég er ekki sammála þeim forsendum,“ sagði Katrín. Samdráttur í losun snúist um að nýta orkuna öðruvísi. „Þar erum við ekki eingöngu að tala um rafmagn. Við erum líka að tala um aðra þætti, svo sem vetni, metan og fleira því það eru ólíkir orkugjafar sem þarf til þess að ná árangri í ólíkum greinum út frá orkuskiptum.“ Hér má sjá grænar útlínur af hálendisþjóðgarði samkvæmt frumvarpi. Gulu línurnar eru þegar friðlýst svæði. Miðað við virkjanir í nýtingarflokki í rammaáætlun blasi ekki við orkuþurrð. „Það er ekki eins og við séum að horfa fram á einhverja þurð þó að við afgreiðum hér með gleði frumvarp um miðhálendisþjóðgarð. Og annað af markmiðum þjóðgarðsins er beinlínis að endurheimta gróður og jarðveg sem getur þjónað markmiðum okkar um aukna kolefnisbindingu.“ Bergþór spurði Katrínu hvort hún sjái fyrir sér að„teppaleggja láglendi landsins með vindmyllurgörðum til að vinna á móti takmörkunum á hálendinu.“ Katrín sagði tækifæri liggja í vindorku þrátt fyrir að láglendið yrði ekki teppalagt. „Að sjálfsögðu munum við nýta vindorku með öðrum orkugjöfum. „Við gerum það til framtíðar. Það er mín sýn. Hún á ekki að þekja landið allt.“
Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira