Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. desember 2020 16:05 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Bergþór spurði Katrínu um orkustefnu ríkisstjórnarinnar í tengslum við frumvarp um hálendisþjóðgarð. „Iðulega þykir mér ekki fara saman hljóð og mynd þegar ríkisstjórnin setur fram sjónarmið sín og markmið, enda stýring málaflokka sennilega aldrei verið jafn aðskilin og nú,“ sagði Bergþór og vísaði til þess að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefðu verið kynnt á svipuðum tíma og mælt var fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.vísir/vilhelm „Frekari orkunýting sem möguleg er samkvæmt frumvarpsdrögunum er smáræði í stóru myndinni, enda má reikna með því að svokallaður biðflokkur rammaáætlunar falli allur niður verði frumvarpið að lögum,“ sagði Bergþór og spurði hvort Katrín teldi það samræmast markmiðum um kolefnishlutleysi „að takmarka framleiðslu á grænni orku jafn mikið“ og frumvarpið bæri með sér. Katrín sagði spurningu Bergþórs bera með sér að hann teldi best að ná markmiðum í loftslagsmálum með því að leggja hálendið allt undir vatnsaflsvirkjanir. „Og ég er ekki sammála þeim forsendum,“ sagði Katrín. Samdráttur í losun snúist um að nýta orkuna öðruvísi. „Þar erum við ekki eingöngu að tala um rafmagn. Við erum líka að tala um aðra þætti, svo sem vetni, metan og fleira því það eru ólíkir orkugjafar sem þarf til þess að ná árangri í ólíkum greinum út frá orkuskiptum.“ Hér má sjá grænar útlínur af hálendisþjóðgarði samkvæmt frumvarpi. Gulu línurnar eru þegar friðlýst svæði. Miðað við virkjanir í nýtingarflokki í rammaáætlun blasi ekki við orkuþurrð. „Það er ekki eins og við séum að horfa fram á einhverja þurð þó að við afgreiðum hér með gleði frumvarp um miðhálendisþjóðgarð. Og annað af markmiðum þjóðgarðsins er beinlínis að endurheimta gróður og jarðveg sem getur þjónað markmiðum okkar um aukna kolefnisbindingu.“ Bergþór spurði Katrínu hvort hún sjái fyrir sér að„teppaleggja láglendi landsins með vindmyllurgörðum til að vinna á móti takmörkunum á hálendinu.“ Katrín sagði tækifæri liggja í vindorku þrátt fyrir að láglendið yrði ekki teppalagt. „Að sjálfsögðu munum við nýta vindorku með öðrum orkugjöfum. „Við gerum það til framtíðar. Það er mín sýn. Hún á ekki að þekja landið allt.“ Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Bergþór spurði Katrínu um orkustefnu ríkisstjórnarinnar í tengslum við frumvarp um hálendisþjóðgarð. „Iðulega þykir mér ekki fara saman hljóð og mynd þegar ríkisstjórnin setur fram sjónarmið sín og markmið, enda stýring málaflokka sennilega aldrei verið jafn aðskilin og nú,“ sagði Bergþór og vísaði til þess að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefðu verið kynnt á svipuðum tíma og mælt var fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.vísir/vilhelm „Frekari orkunýting sem möguleg er samkvæmt frumvarpsdrögunum er smáræði í stóru myndinni, enda má reikna með því að svokallaður biðflokkur rammaáætlunar falli allur niður verði frumvarpið að lögum,“ sagði Bergþór og spurði hvort Katrín teldi það samræmast markmiðum um kolefnishlutleysi „að takmarka framleiðslu á grænni orku jafn mikið“ og frumvarpið bæri með sér. Katrín sagði spurningu Bergþórs bera með sér að hann teldi best að ná markmiðum í loftslagsmálum með því að leggja hálendið allt undir vatnsaflsvirkjanir. „Og ég er ekki sammála þeim forsendum,“ sagði Katrín. Samdráttur í losun snúist um að nýta orkuna öðruvísi. „Þar erum við ekki eingöngu að tala um rafmagn. Við erum líka að tala um aðra þætti, svo sem vetni, metan og fleira því það eru ólíkir orkugjafar sem þarf til þess að ná árangri í ólíkum greinum út frá orkuskiptum.“ Hér má sjá grænar útlínur af hálendisþjóðgarði samkvæmt frumvarpi. Gulu línurnar eru þegar friðlýst svæði. Miðað við virkjanir í nýtingarflokki í rammaáætlun blasi ekki við orkuþurrð. „Það er ekki eins og við séum að horfa fram á einhverja þurð þó að við afgreiðum hér með gleði frumvarp um miðhálendisþjóðgarð. Og annað af markmiðum þjóðgarðsins er beinlínis að endurheimta gróður og jarðveg sem getur þjónað markmiðum okkar um aukna kolefnisbindingu.“ Bergþór spurði Katrínu hvort hún sjái fyrir sér að„teppaleggja láglendi landsins með vindmyllurgörðum til að vinna á móti takmörkunum á hálendinu.“ Katrín sagði tækifæri liggja í vindorku þrátt fyrir að láglendið yrði ekki teppalagt. „Að sjálfsögðu munum við nýta vindorku með öðrum orkugjöfum. „Við gerum það til framtíðar. Það er mín sýn. Hún á ekki að þekja landið allt.“
Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira