Dæmdur í leikbann fyrir guðlast inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 15:01 Bryan Cristante svekkir sig hér eftir að hann skoraði í vitlaust mark í leik Roma og Bologna. EPA-EFE/GIORGIO BENVENUTI Leikmaður Roma má ekki taka þátt í leik ítalska liðsins á fimmtudagskvöldið kemur vegna viðbragða sín þegar hann skoraði sjálfsmark um síðustu helgi. Bryan Cristante hjá Roma missir af leik Roma og Torino í vikunni eftir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann. Cristante fékk ekki spjald eða braut á andstæðingi í síðasta leik heldur kom sér í vandræði á allt annan hátt. Myndavélarnar náðu því þegar Bryan Cristante blótaði guði eftir að hafa skorað klaufalegt sjálfsmark í leik á móti Bologna. We've heard of some crazy reasons why a player has got suspended, but this one is really quite something https://t.co/5aEigRT5jj— SPORTbible (@sportbible) December 15, 2020 Frá árinu 2010 þá hafa verið mjög strangar reglur á Ítalíu sem banna allt guðlast leikmanna inn á fótboltavellinum. Ítalska knattspyrnusambandið taldi sig því þurfa að refsa Cristante sem og það gerði. Staðan var 3-0 fyrir Roma í leiknum þegar hann skoraði sjálfsmarkið og Roma vann leikinn á endanum 5-1. Sjálfsmarkið skipti því ekki miklu máli en svekkelsi leikmannsins kom honum í vandræði hjá agnefnd ítalska knattspyrnusambandsins. Í dómnum kemur fram að guðlast Bryan Cristante hafi komið vel fram á sjónvarpmyndavélinum en myndavélarnar fóru auðvitað beint á hann eftir að hann sendi boltann í eigið mark. Bryan Cristante er ekki fyrsti leikmaðurinn sem fær svona leikbann því í október 2019 voru Francesco Magnanelli hjá Sassuolo og Matteo Scozzarella hjá Parma einnig dæmdir í eins leiks bann fyrir sömu sakir. Árið 2018 fór Rolando Mandragora hjá Udinese einnig í bann fyrir að líka guði við hund. Gian Piero Gasperini, knattspyrnustjóri Atalanta, fór einnig í eins leiks bann fyrir að kalla guð svín. Ítalski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Sjá meira
Bryan Cristante hjá Roma missir af leik Roma og Torino í vikunni eftir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann. Cristante fékk ekki spjald eða braut á andstæðingi í síðasta leik heldur kom sér í vandræði á allt annan hátt. Myndavélarnar náðu því þegar Bryan Cristante blótaði guði eftir að hafa skorað klaufalegt sjálfsmark í leik á móti Bologna. We've heard of some crazy reasons why a player has got suspended, but this one is really quite something https://t.co/5aEigRT5jj— SPORTbible (@sportbible) December 15, 2020 Frá árinu 2010 þá hafa verið mjög strangar reglur á Ítalíu sem banna allt guðlast leikmanna inn á fótboltavellinum. Ítalska knattspyrnusambandið taldi sig því þurfa að refsa Cristante sem og það gerði. Staðan var 3-0 fyrir Roma í leiknum þegar hann skoraði sjálfsmarkið og Roma vann leikinn á endanum 5-1. Sjálfsmarkið skipti því ekki miklu máli en svekkelsi leikmannsins kom honum í vandræði hjá agnefnd ítalska knattspyrnusambandsins. Í dómnum kemur fram að guðlast Bryan Cristante hafi komið vel fram á sjónvarpmyndavélinum en myndavélarnar fóru auðvitað beint á hann eftir að hann sendi boltann í eigið mark. Bryan Cristante er ekki fyrsti leikmaðurinn sem fær svona leikbann því í október 2019 voru Francesco Magnanelli hjá Sassuolo og Matteo Scozzarella hjá Parma einnig dæmdir í eins leiks bann fyrir sömu sakir. Árið 2018 fór Rolando Mandragora hjá Udinese einnig í bann fyrir að líka guði við hund. Gian Piero Gasperini, knattspyrnustjóri Atalanta, fór einnig í eins leiks bann fyrir að kalla guð svín.
Ítalski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Sjá meira