Enn falla aurskriður á Seyðisfirði Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2020 21:36 Hér má sjá mynd af einni skriðu sem tekin var síðdegis. Davíð Kristinsson Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis eftir að tvær skriður féllu á Seyðisfirði og á hús. Hluti bæjarins var rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. Kristján segir að þegar mest var hafi 67 manns verið í fjöldahjálparstöðinni. Flestir hafa þó farið annað, til ættingja og vina. Hann segir enn fremur að óvissustig verði næst endurskoðað í fyrramálið. Hins vegar sé áframhaldandi vatnsveðri spáð næstu daga og jafnvel fram að helgi. Kristján segir að líklega verði óvissustigið áfram. Hér má sjá myndband sem tekið var fyrr í dag. Engin slys hafa orðið á fólki. Fyrr í kvöld kom fram á Facebooksíðu Lögreglunnar á Austurlandi að vitað sé að flætt hafi inn í nokkur hús. Enn sé þó óvíst með skemmdir og að það muni skýrast með morgninum. Sama vatnsveðrið er meira og minna á öllu Austurlandi og Kristján segir að reynt sé að vakta aðra staði eins og hægt sé. Á vef almannavarna er fjallað um varnir og viðbúnað varðandi aurskriður. Þar segir að fólk eigi að halda sig innandyra, sé hætta á aurskriðum, og dvelja þeim megin í hýbýlum sínum sem snúa frá fjallshlíðinni. Loka eigi gluggum og millihurðum og jafnvel setja hlera fyrir þá glugga sem snúi að fjallinu. Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47 Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu. 15. desember 2020 16:39 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Óvissustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis eftir að tvær skriður féllu á Seyðisfirði og á hús. Hluti bæjarins var rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. Kristján segir að þegar mest var hafi 67 manns verið í fjöldahjálparstöðinni. Flestir hafa þó farið annað, til ættingja og vina. Hann segir enn fremur að óvissustig verði næst endurskoðað í fyrramálið. Hins vegar sé áframhaldandi vatnsveðri spáð næstu daga og jafnvel fram að helgi. Kristján segir að líklega verði óvissustigið áfram. Hér má sjá myndband sem tekið var fyrr í dag. Engin slys hafa orðið á fólki. Fyrr í kvöld kom fram á Facebooksíðu Lögreglunnar á Austurlandi að vitað sé að flætt hafi inn í nokkur hús. Enn sé þó óvíst með skemmdir og að það muni skýrast með morgninum. Sama vatnsveðrið er meira og minna á öllu Austurlandi og Kristján segir að reynt sé að vakta aðra staði eins og hægt sé. Á vef almannavarna er fjallað um varnir og viðbúnað varðandi aurskriður. Þar segir að fólk eigi að halda sig innandyra, sé hætta á aurskriðum, og dvelja þeim megin í hýbýlum sínum sem snúa frá fjallshlíðinni. Loka eigi gluggum og millihurðum og jafnvel setja hlera fyrir þá glugga sem snúi að fjallinu.
Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47 Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu. 15. desember 2020 16:39 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47
Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu. 15. desember 2020 16:39