Guðmundur talar um byltingu á stöðu yngri leikmanna landsliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2020 15:30 Guðmundur Guðmundsson er á leið með á sitt þriðja stórmót með Ísland síðan hann tók við liðinu í þriðja sinn 2018. vísir/vilhelm Guðmundur Guðmundsson kveðst afar ánægður með þau skref sem yngri leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa tekið á síðustu árum og talar um byltingu í þeim efnum. „Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir mig að ræða þetta. Það sem ég hef séð síðan ég tók við liðinu 2018 er ákveðin bylting,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í gær þar sem hann tilkynnti æfingahóp Íslands fyrir HM í Egyptalandi. „Ég ræddi við marga ykkar þegar ég tók við liðinu og við stóðum frammi fyrir því að byggja upp nýtt lið. Það fórum við svo sannarlega í. Það sem hefur svo gerst í kjölfarið að margir af þessum yngri leikmönnum eru að fara á sitt þriðja stórmót. En það er ekki bara það sem hefur gerst. Þeir hafa líka tekið skref inn í atvinnumennsku og bætt sig stórkostlega þar tel ég. Það er hægt að tala um byltingu hvað þetta varðar.“ Guðmundur fagnar því hversu margir leikmenn hafa farið í atvinnumennsku síðan hann tók við landsliðinu. „Árið 2018 voru fjölmargir leikmenn heima og ég man að ég hélt úti æfingum með þá og kom þeim inn í þá leikaðferðafræði sem við stöndum fyrir. Síðan höfum við horft á þróunina. Alltaf fara fleiri erlendis og hafa náð að bæta og styrkja sig og verða hæfari og betri leikmenn,“ sagði Guðmundur. „Þetta er rosalega ánægjuleg þróun fyrir mig sem landsliðsþjálfara sem hefur fengið að koma að þessu verkefni. Ég talaði alltaf um 3-4 ár, að við myndum sjá breytingar á hópnum og það hefur gerst. Við höfum markvisst gefið þeim tækifæri og margir kornungir eru að fara á sitt þriðja stórmót. Það eru ekki mörg landslið í heiminum sem hafa farið þessa leið jafn markvisst og íslenska liðið.“ Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó á HM. Áður en íslenska liðið heldur til Egyptalands mætir það Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM 2022. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur hefur sérstakar áhyggjur af ferðalaginu aftur til baka til Íslands Íslenska handboltalandsliðið þarf að ferðast um Evrópu rétt fyrir HM í Egyptalandi og það hefur mikla smithættu í för með sér. 15. desember 2020 11:45 Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13 Svona var æfingahópurinn fyrir HM tilkynntur Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:38 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
„Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir mig að ræða þetta. Það sem ég hef séð síðan ég tók við liðinu 2018 er ákveðin bylting,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í gær þar sem hann tilkynnti æfingahóp Íslands fyrir HM í Egyptalandi. „Ég ræddi við marga ykkar þegar ég tók við liðinu og við stóðum frammi fyrir því að byggja upp nýtt lið. Það fórum við svo sannarlega í. Það sem hefur svo gerst í kjölfarið að margir af þessum yngri leikmönnum eru að fara á sitt þriðja stórmót. En það er ekki bara það sem hefur gerst. Þeir hafa líka tekið skref inn í atvinnumennsku og bætt sig stórkostlega þar tel ég. Það er hægt að tala um byltingu hvað þetta varðar.“ Guðmundur fagnar því hversu margir leikmenn hafa farið í atvinnumennsku síðan hann tók við landsliðinu. „Árið 2018 voru fjölmargir leikmenn heima og ég man að ég hélt úti æfingum með þá og kom þeim inn í þá leikaðferðafræði sem við stöndum fyrir. Síðan höfum við horft á þróunina. Alltaf fara fleiri erlendis og hafa náð að bæta og styrkja sig og verða hæfari og betri leikmenn,“ sagði Guðmundur. „Þetta er rosalega ánægjuleg þróun fyrir mig sem landsliðsþjálfara sem hefur fengið að koma að þessu verkefni. Ég talaði alltaf um 3-4 ár, að við myndum sjá breytingar á hópnum og það hefur gerst. Við höfum markvisst gefið þeim tækifæri og margir kornungir eru að fara á sitt þriðja stórmót. Það eru ekki mörg landslið í heiminum sem hafa farið þessa leið jafn markvisst og íslenska liðið.“ Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó á HM. Áður en íslenska liðið heldur til Egyptalands mætir það Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM 2022.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur hefur sérstakar áhyggjur af ferðalaginu aftur til baka til Íslands Íslenska handboltalandsliðið þarf að ferðast um Evrópu rétt fyrir HM í Egyptalandi og það hefur mikla smithættu í för með sér. 15. desember 2020 11:45 Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13 Svona var æfingahópurinn fyrir HM tilkynntur Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:38 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Guðmundur hefur sérstakar áhyggjur af ferðalaginu aftur til baka til Íslands Íslenska handboltalandsliðið þarf að ferðast um Evrópu rétt fyrir HM í Egyptalandi og það hefur mikla smithættu í för með sér. 15. desember 2020 11:45
Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13
Svona var æfingahópurinn fyrir HM tilkynntur Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:38
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti