Fótbolti

Samherjar Guðlaugs Victors sýndu honum stuðning og fögnuðu með treyju hans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Darmstadt fagna með treyju Guðlaugs Victors Pálssonar.
Leikmenn Darmstadt fagna með treyju Guðlaugs Victors Pálssonar. getty/Daniel Karmann

Leikmenn Darmstadt fögnuðu fyrsta marki sínu í 0-4 sigri á Greuther Fürth með því að halda á treyju Guðlaugs Victors Pálssonar.

Móðir Guðlaugs Victors lést á dögunum eftir áralanga baráttu við fíknisjúkdóm. Hún var jarðsungin í gær, sama dag og Darmstadt sótti Greuther Fürth heim í þýsku B-deildinni.

Tim Starke kom Darmstadt yfir í leiknum í gær. Hann fagnaði með því að halda á treyju Guðlaugs Victors eins og sjá má hér fyrir neðan. Darmstadt bætti svo þremur mörkum við og vann öruggan 0-4 sigur.

Guðlaugur Victor er lykilmaður hjá Darmstadt en hann hefur verið hjá félaginu síðan í janúar í fyrra. Íslenski landsliðsmaðurinn lék áður með Zürich í Sviss.

Lið Darmstadt er komið í sóttkví eftir að einn leikmaður þess greindist með kórónuveiruna. Leik Darmstadt og Würzburger Kickers á laugardaginn hefur frestað af þessum sökum.

Darmstadt er í 13. sæti þýsku B-deildarinnar með fimmtán stig eftir tólf leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×